Stefna Norðurþings í íþrótta- og tómstundamálum og uppbygging íþrótta- og tómstundamannvirkja
Málsnúmer 202402049
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 191. fundur - 13.08.2024
Fyrir fjölskylduráði liggur vinnuskjal frá íþrótta- og tómstundafulltrúa um upphaf vinnu við gerð stefnu í íþrótta -og tómstundamálum og uppbyggingu íþrótta- og tómstundamannvirkja.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna kostnað við að ljúka við stefnu í íþrótta- og tómstundamálum ásamt þarfagreiningu á viðhaldi og uppbyggingu íþróttamannvirkja og leggja fyrir ráðið að nýju.
Fjölskylduráð - 192. fundur - 27.08.2024
Á síðasta fundi ráðsins þann 13.8. sl. var íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að kanna kostnað við að ljúka við stefnu í íþrótta- og tómstundamálum ásamt þarfagreiningu á viðhaldi og uppbyggingu íþróttamannvirkja og leggja fyrir ráðið að nýju.
Fyrir ráðinu liggur nú verkefnistillaga frá KPMG ásamt kostnaðaráætlun.
Fyrir ráðinu liggur nú verkefnistillaga frá KPMG ásamt kostnaðaráætlun.
Fjölskylduráð samþykkir verkefnistillöguna frá KPMG ásamt kostnaðaráætlun og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að útbúa viðaukabeiðni vegna málsins.
Fjölskylduráð - 197. fundur - 08.10.2024
Í verkefnistillögu frá KPMG var gert ráð fyrir að vinna verkefnið með þriggja til fimm manna verkefnishópi frá sveitarfélaginu sem KPMG ráðfærir sig við í ferlinu og speglar hugmyndir eða tillögur við.
Fyrir fjölskylduráði liggur að tilnefna í hópinn.
Fyrir fjölskylduráði liggur að tilnefna í hópinn.
Fjölskylduráð tilnefnir Hafrúnu Olgeirsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúa, Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdastjóra Völsungs og Birnu Björnsdóttur frá Norðurþingi i verkefnahóp.