Fara í efni

Stefna Norðurþings í íþrótta- og tómstundamálum og uppbygging íþrótta- og tómstundamannvirkja

Málsnúmer 202402049

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 191. fundur - 13.08.2024

Fyrir fjölskylduráði liggur vinnuskjal frá íþrótta- og tómstundafulltrúa um upphaf vinnu við gerð stefnu í íþrótta -og tómstundamálum og uppbyggingu íþrótta- og tómstundamannvirkja.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna kostnað við að ljúka við stefnu í íþrótta- og tómstundamálum ásamt þarfagreiningu á viðhaldi og uppbyggingu íþróttamannvirkja og leggja fyrir ráðið að nýju.

Fjölskylduráð - 192. fundur - 27.08.2024

Á síðasta fundi ráðsins þann 13.8. sl. var íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að kanna kostnað við að ljúka við stefnu í íþrótta- og tómstundamálum ásamt þarfagreiningu á viðhaldi og uppbyggingu íþróttamannvirkja og leggja fyrir ráðið að nýju.

Fyrir ráðinu liggur nú verkefnistillaga frá KPMG ásamt kostnaðaráætlun.
Fjölskylduráð samþykkir verkefnistillöguna frá KPMG ásamt kostnaðaráætlun og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að útbúa viðaukabeiðni vegna málsins.

Fjölskylduráð - 197. fundur - 08.10.2024

Í verkefnistillögu frá KPMG var gert ráð fyrir að vinna verkefnið með þriggja til fimm manna verkefnishópi frá sveitarfélaginu sem KPMG ráðfærir sig við í ferlinu og speglar hugmyndir eða tillögur við.
Fyrir fjölskylduráði liggur að tilnefna í hópinn.
Fjölskylduráð tilnefnir Hafrúnu Olgeirsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúa, Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdastjóra Völsungs og Birnu Björnsdóttur frá Norðurþingi i verkefnahóp.