Fara í efni

Fjölskylduráð

191. fundur 13. ágúst 2024 kl. 08:30 - 10:20 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Unnsteinn Ingi Júlíusson varamaður
  • Sævar Veigar Agnarsson varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi
  • Hafrún Olgeirsdóttir Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Dagskrá
Nele Marie Beitelstein, fjölmenningafulltrúi, sat fundinn undir lið 3.
Hafrún Olgeirsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sat fundinn undir liðum 4-8.
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sátu fundinn undir liðum 4-6.

1.Viðaukar vegna stöðugilda í Borgarhólsskóla vegna hausts 2024

Málsnúmer 202408014Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja tveir viðaukar vegna aukningar á fjölda stöðugilda í Borgarhólsskóla vegna haustsins 2024.

Viðauki nr. 3, vegna sérúrræða nemenda að upphæð 5.632.394 kr.
Viðauki nr. 4, vegna tvítyngdra barna að upphæð 7.222.400 kr.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar þeim til samþykktar í byggðarráði.

2.Niðurstöður frumkvæðisathugunar á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk á vefsíðum sveitarfélaga

Málsnúmer 202408012Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar niðurstöður frumkvæðisathugunar á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk á vefsíðum sveitarfélaga sem Gæða- og eftirlitsstofnun framkvæmdi.
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að bregðast við athugasemdum Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála.
Fylgiskjöl:

3.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2024

Málsnúmer 202408020Vakta málsnúmer

Ísfell ehf. ætlar í samstarfi við Húsavíkurstofu að efna til bryggjufjörs í ágúst á timburbryggjunni. Sótt er um styrk að upphæð 50.000 til að fá lifandi tónlist á svæðið en auk þess verða útileikir tengdir hafinu og strandmenningu.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Ísfell ehf. um 50.000 kr.

4.Ósk um umfjöllun um framtíðarsýn leikvalla í Norðurþingi

Málsnúmer 202407069Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Brynju Rún Benediktsdóttur þar sem hún óskar eftir umræðu um framtíðarsýn leikvalla og umfjöllun um málefni barna og barnafjölskyldna í Norðurþingi, nánar tiltekið um málsnúmer 202109145 og málsnúmer 202403097 en auk þess hvatningu til nýtingar á íþróttahöllinni fyrir ung börn yfir háveturinn.
Fjölskylduráð þakkar Brynju Rún Benediktsdóttur fyrir erindið og ítarlega greinargerð sem felur í sér margar góðar hugmyndir sem snúa að leiksvæðum barna á Húsavík. Ráðið mun hafa erindið til hliðsjónar við hönnun og skipulag leiksvæða og annarra grænna svæða.

Fjölskylduráð hefur á undanförnum árum tekið ákvarðanir um að byggja upp tvö leiksvæði annars vegar í norðurbæ og hinsvegar suðurbæ ásamt því að gera endurbætur á skólalóðum Grænuvalla og Borgarhólsskóla. Vilji er til þess að svæðin höfði til barna á mismunandi þroskastigum og að þau verði meiri samverurými en leikvellirnir hafa hingað til verið í bænum til að mynda að þar verði komið fyrir borðum og bekkjum.

Fjölskylduráð er opið fyrir samstarfi við félagasamtök og fyrirtæki hér eftir sem hingað til.
Fylgiskjöl:

5.Skáknámskeið fyrir ungmenni í sveitarfélaginu

Málsnúmer 202408008Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Birki Karli Sigurðssyni sem hefur áhuga á að halda tveggja daga skáknámskeið fyrir ungmenni í sveitarfélaginu. Kostnaður við námskeiðið er ferðakostnaður, gisting og námskeiðsgjald.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram og leggja fyrir ráðið að nýju.

6.Stefna Norðurþings í íþrótta- og tómstundamálum og uppbygging íþrótta- og tómstundamannvirkja

Málsnúmer 202402049Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur vinnuskjal frá íþrótta- og tómstundafulltrúa um upphaf vinnu við gerð stefnu í íþrótta -og tómstundamálum og uppbyggingu íþrótta- og tómstundamannvirkja.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna kostnað við að ljúka við stefnu í íþrótta- og tómstundamálum ásamt þarfagreiningu á viðhaldi og uppbyggingu íþróttamannvirkja og leggja fyrir ráðið að nýju.

7.Skíðaveturinn 2024

Málsnúmer 202407065Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar aðsóknartölur og upplýsingar um skíðaveturinn 2024.
Lagt fram til kynningar.

8.Hverfisráð Kelduhverfis 2023-2025

Málsnúmer 202405020Vakta málsnúmer

Á 471. fundi byggðarráðs 08.08.2024, var eftirfarandi bókað um fundargerð hverfisráðs Kelduhverfis lið 2.: Sundlaugin í Lundi Byggðarráð vísar ábendingunni er varðar skólasund til umfjöllunar í fjölskylduráði.
Fjölskylduráð þakkar hverfisráði erindið, unnið er að því að skólasund fari fram í Lundi í haust.

Fundi slitið - kl. 10:20.