Fara í efni

Ósk um umfjöllun um framtíðarsýn leikvalla í Norðurþingi

Málsnúmer 202407069

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 191. fundur - 13.08.2024

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Brynju Rún Benediktsdóttur þar sem hún óskar eftir umræðu um framtíðarsýn leikvalla og umfjöllun um málefni barna og barnafjölskyldna í Norðurþingi, nánar tiltekið um málsnúmer 202109145 og málsnúmer 202403097 en auk þess hvatningu til nýtingar á íþróttahöllinni fyrir ung börn yfir háveturinn.
Fjölskylduráð þakkar Brynju Rún Benediktsdóttur fyrir erindið og ítarlega greinargerð sem felur í sér margar góðar hugmyndir sem snúa að leiksvæðum barna á Húsavík. Ráðið mun hafa erindið til hliðsjónar við hönnun og skipulag leiksvæða og annarra grænna svæða.

Fjölskylduráð hefur á undanförnum árum tekið ákvarðanir um að byggja upp tvö leiksvæði annars vegar í norðurbæ og hinsvegar suðurbæ ásamt því að gera endurbætur á skólalóðum Grænuvalla og Borgarhólsskóla. Vilji er til þess að svæðin höfði til barna á mismunandi þroskastigum og að þau verði meiri samverurými en leikvellirnir hafa hingað til verið í bænum til að mynda að þar verði komið fyrir borðum og bekkjum.

Fjölskylduráð er opið fyrir samstarfi við félagasamtök og fyrirtæki hér eftir sem hingað til.
Fylgiskjöl: