Fara í efni

Fjölskylduráð

209. fundur 11. febrúar 2025 kl. 08:30 - 11:20 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Kristinn Jóhann Lund formaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir varaformaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Líney Gylfadóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Líney Gylfadóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Nele Marie Beitelstein, fjölmenningarfulltrúi, sat fundinn undir lið 1.
Tinna Ósk Óskarsdóttir, félagsmálastjóri, sat fundinn undir liðum 2 - 4.
Sigrún Edda Kristjánsdóttir, verkefnastjóri velferðarúrræða, sat fundinn undir lið 3.
Stefán Jón Sigurgeirsson, verkefnastjóri á velferðarsviði, sat fundinn undir liðum 5 - 8.

Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, Ísak Már Aðalsteinsson og Jónas Þór Viðarsson sátu fundinn í fjarfundi.

Jón Hrói Finnsson, verkefnastjóri hjá KPMG, sat fundinn (í fjarfundi) undir lið 8.

1.Hrói höttur - sýning Leikhópsins Lottu á Húsavík

Málsnúmer 202502015Vakta málsnúmer

Leikhópurinn Lotta hefur hug á að sýna leikritið Hrói höttur á Húsavík um Mærudagshelgina. Fjölskylduráð þarf að taka afstöðu til þess að standa straum af ferða- og dvalarkostnaði, sem og endurgjaldslausra afnota af íþróttahöllinni, ef veður verður slæmt.
Fjölskylduráð samþykkir tillögu fjölmenningarfulltrúa um að styrkja Leikhópinn Lottu um 250.000 kr. árið 2025 vegna ferða- og dvalarkostnaðar. Ráðið samþykkir einnig endurgjaldslaus afnot af íþróttahöllinni ef veður verður slæmt.

2.Borgin starfsreglur

Málsnúmer 202502017Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja starfsreglur Borgarinnar frístundar og skammtímadvalar.
Fjölskylduráð samþykkir starfsreglur Borgarinnar frístundar og skammtímadvalar og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.

3.Reglur um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 202209011Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð
Fjölskylduráð samþykkir uppfærðar reglur vegna fjárhagsaðstoðar og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.

4.Skýrsla félagsþjónustu um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu

Málsnúmer 202502027Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar skýrsla félagsþjónustu fyrir árið 2024.
Lagt fram til kynningar.

5.Viðmiðunarreglur um skólaakstur - Endurskoðun 2025

Málsnúmer 202501074Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun og yfirferð á drögum að endurnýjuðum viðmiðunarreglum um skólaakstur í Norðurþingi.
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um viðmiðunarreglur um skólaakstur á næsta fundi.

6.Afreks- og viðurkenningarsjóður 2024

Málsnúmer 202501077Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um umsóknir í afreks- og viðurkenningarsjóð Norðurþings. Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn og rann umsóknarfrestur út 5. febrúar sl.
Fjölskylduráð styrkir eftirfarandi einstaklinga vegna umsóknar í afreks- og viðurkenningarsjóð:

Valur Snær Guðmundsson: Golf - 162.000 kr.
Aron Bjarki Kristjánsson: Blak - 312.000 kr.
Inga Björg Brynjúlfsdóttir: Blak - 156.000 kr.
Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir: Blak - 78.000 kr.
Hreinn Kári Ólafsson: Blak - 78.000 kr.
Kristey Marín Hallsdóttir: Blak - 78.000 kr.
Sigrún Anna Bjarnadóttir: Blak - 78.000 kr.
Sigrún Marta Jónsdóttir: Blak - 78.000 kr.
Sigurður Helgi Brynjúlfsson: Blak - 78.000 kr.
Kristján R. Arnarsson: Skotfimi - 38.000 kr.
Rosa Maria Millan Roldan: Skotfimi - 38.000 kr.

Vegna fjölda umsókna leggur fjölskylduráð áherslu á styrkveitingar til barna og ungmenna.

Fjölskylduráð óskar styrkhöfum til hamingju með frábæran árangur í sínum íþróttagreinum á árinu 2024. Ráðið telur ástæðu til að fagna fjölda ungs afreksfólks í sveitarfélaginu og hvetur þau til frekari dáða.

7.Álaborgarleikarnir 2025

Málsnúmer 202209024Vakta málsnúmer

Á 203. fundi fjölskylduráðs þann 26.11.2024 var íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að kanna áhuga á þátttöku í Álborgarleikunum 2025 hjá Golfklúbbi Húsavíkur og Íþróttafélaginu Völsungi.
Ekki hafa borist skráningar frá fulltrúum íþróttafélaga í Norðurþingi á Álaborgarleikana 2025. Því er ljóst að Norðurþing mun ekki eiga fulltrúa á leikunum þetta árið.
Fylgiskjöl:

8.Stefna Norðurþings í íþrótta- og tómstundamálum og uppbygging íþrótta- og tómstundamannvirkja

Málsnúmer 202402049Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja drög að stefnu Norðurþings í íþrótta- og tómstundamálum til kynningar og umræðu. Jón Hrói verkefnastjóri hjá KPMG kemur inná fundinn til að fara yfir vinnuna við stefnugerðina.
Fjölskylduráð felur verkefnastjóra á velferðarsviði að kynna drög að stefnu Norðurþings í íþrótta- og tómstundamálum fyrir hagaðilum.

Fundi slitið - kl. 11:20.