Fara í efni

Fjölskylduráð

192. fundur 27. ágúst 2024 kl. 08:30 - 10:15 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir varaformaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Hafrún Olgeirsdóttir Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Hafrún Olgeirsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 1-3.

1.Stefna Norðurþings í íþrótta- og tómstundamálum og uppbygging íþrótta- og tómstundamannvirkja

Málsnúmer 202402049Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi ráðsins þann 13.8. sl. var íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að kanna kostnað við að ljúka við stefnu í íþrótta- og tómstundamálum ásamt þarfagreiningu á viðhaldi og uppbyggingu íþróttamannvirkja og leggja fyrir ráðið að nýju.

Fyrir ráðinu liggur nú verkefnistillaga frá KPMG ásamt kostnaðaráætlun.
Fjölskylduráð samþykkir verkefnistillöguna frá KPMG ásamt kostnaðaráætlun og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að útbúa viðaukabeiðni vegna málsins.

2.Sumarfrístund á Húsavík starfsemi 2024

Málsnúmer 202402016Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur minnisblað frá íþrótta- og tómstundafulltrúa um starfsemi sumarfrístundar sumarið 2024.
Fjölskylduráð lýsir yfir ánægju með starfsemi Sumarfrístundar og þakkar starfsfólki vel unnin störf.

Lagt fram til kynningar.

3.Öxarfjarðarskóli - Uppbygging sparkvallar

Málsnúmer 202401043Vakta málsnúmer

Á fundi sínum 11. júní sl. fól fjölskylduráð íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna kostnað við uppbygginggu sparkvallar við Öxarfjarðarskóla.
Nú liggur fyrir ráðinu minnisblað með samantekt af kostnaði.
Fjölskylduráð telur að ljúka þurfi við hönnun skólalóðarinnar í Lundi ásamt vinnu við íþróttastefnu og aðgerðaáætlun um viðhald og uppbyggingu íþrótta- og tómstundamannvirkja sbr. mál 1 á þessum fundi áður en teknar eru frekari ákvarðanir um uppbyggingu sparkvallar. Innan skipulags- og framkvæmdaráðs er nú unnið að hönnun lóðarinnar og væntingar um að vinna við íþróttastefnu ljúki fyrir árslok.

4.Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskóla haust 2024

Málsnúmer 202408033Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar gjaldfrjálsar skólamáltíðir grunnskólanemenda.
Fjölskylduráð samþykkir að skólamáltíðir í grunnskóla verði gjaldsfrjálsar. Sviðsstjóra er falið að uppfæra gjaldskrá mötuneyta og leggja fyrir ráðið á næsta fundi.
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur m.a. beðið sveitarfélög um að safna upplýsingum um skráningu og raunkostnað. Fjölskylduráð felur sviðsstjóra í samráði við skólastjórnendur og yfirmatráð að finna skynsamlega leið til þess að útfæra skráningu og safna téðum upplýsingum.

5.Dagdvöl aldraðra

Málsnúmer 202406015Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar minnisblað félagsmálastjóra vegna tilfærslu dagvistar til sveitarfélaga.
Fjölskylduráð frestar afgreiðslu málsins og felur sviðsstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

Fundi slitið - kl. 10:15.