Öxarfjarðarskóli - Uppbygging sparkvallar.
Málsnúmer 202401043
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 174. fundur - 23.01.2024
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi skólastjóra Öxarfjarðarskóla og foreldrafélags Öxarfjarðarskóla varðandi uppbyggingu sparkvallar við Öxarfjarðarskóla.
Fjölskylduráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði í tengslum við hönnun skólalóðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 180. fundur - 06.02.2024
Á 174. fundi fjölskylduráðs 23.01.2024, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði í tengslum við hönnun skólalóðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar erindið en ekki er gert ráð fyrir uppbyggingu sparkvallar við Lund í fjárhagsáætlun þessa árs.
Fjölskylduráð - 192. fundur - 27.08.2024
Á fundi sínum 11. júní sl. fól fjölskylduráð íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna kostnað við uppbygginggu sparkvallar við Öxarfjarðarskóla.
Nú liggur fyrir ráðinu minnisblað með samantekt af kostnaði.
Nú liggur fyrir ráðinu minnisblað með samantekt af kostnaði.
Fjölskylduráð telur að ljúka þurfi við hönnun skólalóðarinnar í Lundi ásamt vinnu við íþróttastefnu og aðgerðaáætlun um viðhald og uppbyggingu íþrótta- og tómstundamannvirkja sbr. mál 1 á þessum fundi áður en teknar eru frekari ákvarðanir um uppbyggingu sparkvallar. Innan skipulags- og framkvæmdaráðs er nú unnið að hönnun lóðarinnar og væntingar um að vinna við íþróttastefnu ljúki fyrir árslok.