Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæðis Í5
Málsnúmer 202206024Vakta málsnúmer
Að ósk eigenda Ásgarðs liggur fyrir tillaga að tilfærslu Stóragarðs við Ásgarð 5 m lengra frá Ásgarði en gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi þar sem gert verði ráð fyrir þessari tilfærslu á Stóragarði við Ásgarð.
2.Öxarfjarðarskóli - Uppbygging sparkvallar.
Málsnúmer 202401043Vakta málsnúmer
Á 174. fundi fjölskylduráðs 23.01.2024, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði í tengslum við hönnun skólalóðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar erindið en ekki er gert ráð fyrir uppbyggingu sparkvallar við Lund í fjárhagsáætlun þessa árs.
3.Fjárfestingar og viðhald eigna sem falla undir fjölskylduráð
Málsnúmer 202312045Vakta málsnúmer
Á 174. fundi fjölskylduráðs 23.01.2024, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð óskar eftir við skipulags- og framkvæmdaráð að gangi viðhalds- og fjárfestingaáætlun ráðsins ekki eftir verði horft til eftirfarandi verkefna og kannað hvort svigrúm er til að hrinda þeim í framkvæmd:
Lekamál - Borgarhólsskóli, Raufarhafnarskóli, Öxarfjarðarskóli, Grænuvellir.
Hljóðvist - Borgarhólssskóli, Grænuvellir, Öxarfjarðarskóli, Sundlaug Raufarhafnar.
Íþróttahöll á Húsavík - Stúka, gólf og tilheyrandi.
Salur Borgarhólsskóla - Endurhönnun og endurbygging.
Borgarhólsskóli - Anddyri að austan.
Öxarfjarðarskóli - Aðgengi fyrir fólk og vörur og snjógildrur við inngang leikskóla.
Lekamál - Borgarhólsskóli, Raufarhafnarskóli, Öxarfjarðarskóli, Grænuvellir.
Hljóðvist - Borgarhólssskóli, Grænuvellir, Öxarfjarðarskóli, Sundlaug Raufarhafnar.
Íþróttahöll á Húsavík - Stúka, gólf og tilheyrandi.
Salur Borgarhólsskóla - Endurhönnun og endurbygging.
Borgarhólsskóli - Anddyri að austan.
Öxarfjarðarskóli - Aðgengi fyrir fólk og vörur og snjógildrur við inngang leikskóla.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fjölskylduráði fyrir greinargóða samantekt á viðhalds- og fjárfestingarþörf eigna í sveitarfélaginu.
4.Skoðun leikvalla Norðurþings 2023
Málsnúmer 202310102Vakta málsnúmer
Á 174. fundi fjölskylduráðs 23.01.2024, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð þakkar íbúum fyrir góða þátttöku í íbúasamráði um uppbyggingu leikvallar í suðurbæ. Ráðið samþykkir að leikvöllur í suðurbæ verði byggður upp á Hólaravelli og vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs til úrvinnslu.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.
5.Slæm umgengni við grenndargáma
Málsnúmer 202401132Vakta málsnúmer
Íslenska gámafélagið, sem hefur umsjón með grenndargámum á Húsavík, hefur vakið athygli á slæmri umgengni um gámana.
Skipulags- og framkvæmdaráð skorar á íbúa að ganga vel um grenndargámana enda er það hagur allra íbúa sveitarfélagsins að úrgangur sem Norðurþing kemur til endurvinnslu sé sem best flokkaður. Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissvið að koma með tillögur að úrbótum.
6.Hverfisráð Raufarhafnar 2023-2025
Málsnúmer 202401123Vakta málsnúmer
Á 455. fundi byggðarráðs 1. febrúar 2024 var eftirfarandi bókað:
Ráðið vísar lið 4) gámasvæði Raufarhafnar til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Ráðið vísar lið 4) gámasvæði Raufarhafnar til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að koma á laugardagsopnun á gámasvæði Raufarhafnar.
Skipulags- og framkvæmdaráði hugnast ekki að setja upp manngengt hlið við gámasvæðið.
Skipulags- og framkvæmdaráði hugnast ekki að setja upp manngengt hlið við gámasvæðið.
7.Útboð - Skólahúsið á Kópaskeri
Málsnúmer 202401155Vakta málsnúmer
Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggja niðurstöður útboðs vegna viðhaldsframkvæmda á Akurgerði, Skólahúsi á Kópaskeri
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
8.Ósk um heimild til uppsetningar á fánastöng á horni Árgötu og Garðarsbrautar
Málsnúmer 202402001Vakta málsnúmer
Sparisjóður Suður- Þingeyinga óskar eftir heimild til að setja upp fánastöng á horni Árgötu og Garðarsbrautar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að veita heimild fyrir uppsetningu fánastangar á horni Árgötu og Garðarsbrautar.
Fundi slitið - kl. 14:25.