Fara í efni

Skoðun leikvalla Norðurþings 2023

Málsnúmer 202310102

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 171. fundur - 05.12.2023

Fyrir fjölskylduráði liggja niðurstöður úr aðalskoðun leikvalla árið 2023 sem framkvæmd var samkvæmt reglugerð 1025/2022 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim.

Einnig þarf ráðið að taka afstöðu til þess hvar eigi að staðsetja og byggja upp einn leikvöll í suðurbæ Húsavíkur samkvæmt framkvæmdaáætlun leikvalla sem samþykkt var hjá ráðinu 2022.
Fjölskylduráð horfir til þess að eins og í norðurbæ Húsavíkur verði byggður upp einn leikvöllur í suðurbæ Húsavíkur. Áfram verði byggðir upp leikvellir á skólalóðum sveitarfélagsins. Þetta er liður í því að auka gæði leiksvæða sveitarfélagsins.

Fjölskylduráð samþykkir að leita samráðs við íbúa um framtíðarstaðsetningu leikvallar í suðurbænum.
Samráðið verði viðhaft á Betra Ísland og valkostirnir verði:
Uppsalavegur-Baughóll
Stórhóll
Hjarðarholtstún
Hólaravöllur
Annað
Niðurstöður samráðsins verði leiðbeinandi fyrir fjölskylduráð í ákvarðanatöku vegna framtíðarstaðsetningar leikvallar í suðurbænum.

Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að sjá til þess að leiktæki sem uppfylla ekki staðla verði fjarlægð af leiksvæðum sveitarfélagsins sem og að hefja undirbúning samráðs við íbúa um ofangreint.



Fjölskylduráð - 174. fundur - 23.01.2024

Fyrir fjölskylduráði liggja niðurstöður úr íbúasamráði um uppbyggingu leikvallar.
Fjölskylduráð þakkar íbúum fyrir góða þátttöku í íbúasamráði um uppbyggingu leikvallar í suðurbæ. Ráðið samþykkir að leikvöllur í suðurbæ verði byggður upp á Hólaravelli og vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs til úrvinnslu.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 180. fundur - 06.02.2024

Á 174. fundi fjölskylduráðs 23.01.2024, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð þakkar íbúum fyrir góða þátttöku í íbúasamráði um uppbyggingu leikvallar í suðurbæ. Ráðið samþykkir að leikvöllur í suðurbæ verði byggður upp á Hólaravelli og vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs til úrvinnslu.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.