Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Seinkun skóladags unglingadeilda
Málsnúmer 202312048Vakta málsnúmer
Á 173. fundi fjölskylduráðs 9. janúar 2024, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð þakkar Katrínu fyrir erindið. Ráðið óskar eftir afstöðu skólastjórnenda og starfsfólks skólanna um seinkun skóladags unglingadeilda.
Afstaða skólastjórnenda og starfsfólks liggur nú fyrir.
Afstaða skólastjórnenda og starfsfólks liggur nú fyrir.
Í ljósi afstöðu grunnskólanna mun fjölskylduráð ekki hlutast til um að seinka skóladegi unglinga í Norðurþingi að svo stöddu. Seinkun skóladags myndi hafa mikil áhrif á skólaakstur. Ákvörðun um svo viðamikla breytingu á skólastarfi þarfnast mikils undirbúning og samráðs við skólasamfélagið sem hvorugt hefur átt sér stað. Ráðið mun fylgjast með framvindu þróunarverkefnis hjá Reykjavíkurborg um seinkaðan skóladag unglinga.
2.Öxarfjarðarskóli - Uppbygging sparkvallar.
Málsnúmer 202401043Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi skólastjóra Öxarfjarðarskóla og foreldrafélags Öxarfjarðarskóla varðandi uppbyggingu sparkvallar við Öxarfjarðarskóla.
Fjölskylduráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði í tengslum við hönnun skólalóðar.
3.Skólamötuneyti Húsavíkur - Ósk um viðauka
Málsnúmer 202401088Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar beiðni yfirmatráðs Skólamötuneytis Húsavíkur um viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna aukinna umsvifa mötuneytisins og hækkun stöðugilda þess vegna.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar til samþykktar í byggðaráði.
4.Lykiltölur um leik- og grunnskóla
Málsnúmer 202401096Vakta málsnúmer
Yfirlit yfir lykiltölur um skólahald í leik- og grunnskólum vegna ársins 2022 er lagt fram til kynningar.
Heildarkostnaður sveitarfélaga vegna þessara tveggja skólastiga var um 205 milljarðar króna árið 2022.
Um er að ræða fjölbreytt safn lykiltalna í 20 töflum. Má þar nefna menntun starfsfólks, fjölda stöðugilda, rekstrarkostnað á hvern nemanda/heilsdagsígildi og svo kostnað vegna fræðslumála sem hlutfall af skatttekjum og útgjöldum sveitarfélaga. Árið 2022 námu útgjöld sveitarfélaga vegna leik- og grunnskóla að meðaltali um 49% skatttekna þeirra eða 189 ma. króna nettó.
Hlutfall leikskólakennara í leikskólum reknum af sveitarfélögum var 26% en þegar horft er til allra með uppeldismenntun er sinna uppeldis- og menntunarstörfum þá er hlutfallið 44%. Árið 2022 er að jafnaði 3,33 heilsdagsígildi leikskólabarna á hvert stöðugildi í leikskólum og má leiða líkum að því að fjölgun yngri leikskólabarna hafi áhrif hér á. Heildarkostnaður sveitarfélaga vegna leikskóla var 73,2 ma. kr. árið 2022.
Hlutfall grunnskólakennara í grunnskólum reknum af sveitarfélögum var 85%. Um 11,1 nemendur voru á hvert stöðugildi kennara. Hér eru stjórnendur ekki meðtaldir. Heildarkostnaður sveitarfélaga vegna grunnskóla var 132 ma. kr. árið 2022.
Heildarkostnaður sveitarfélaga vegna þessara tveggja skólastiga var um 205 milljarðar króna árið 2022.
Um er að ræða fjölbreytt safn lykiltalna í 20 töflum. Má þar nefna menntun starfsfólks, fjölda stöðugilda, rekstrarkostnað á hvern nemanda/heilsdagsígildi og svo kostnað vegna fræðslumála sem hlutfall af skatttekjum og útgjöldum sveitarfélaga. Árið 2022 námu útgjöld sveitarfélaga vegna leik- og grunnskóla að meðaltali um 49% skatttekna þeirra eða 189 ma. króna nettó.
Hlutfall leikskólakennara í leikskólum reknum af sveitarfélögum var 26% en þegar horft er til allra með uppeldismenntun er sinna uppeldis- og menntunarstörfum þá er hlutfallið 44%. Árið 2022 er að jafnaði 3,33 heilsdagsígildi leikskólabarna á hvert stöðugildi í leikskólum og má leiða líkum að því að fjölgun yngri leikskólabarna hafi áhrif hér á. Heildarkostnaður sveitarfélaga vegna leikskóla var 73,2 ma. kr. árið 2022.
Hlutfall grunnskólakennara í grunnskólum reknum af sveitarfélögum var 85%. Um 11,1 nemendur voru á hvert stöðugildi kennara. Hér eru stjórnendur ekki meðtaldir. Heildarkostnaður sveitarfélaga vegna grunnskóla var 132 ma. kr. árið 2022.
Lagt fram til kynningar.
5.Fjárfestingar og viðhald eigna sem falla undir fjölskylduráð
Málsnúmer 202312045Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar fjárfestinga- og viðhaldsþörf tengda eignum sem nýttar eru vegna starfsemi sem fellur undir ráðið.
Fjölskylduráð óskar eftir við skipulags- og framkvæmdaráð að gangi viðhalds- og fjárfestingaáætlun ráðsins ekki eftir verði horft til eftirfarandi verkefna og kannað hvort svigrúm er til að hrinda þeim í framkvæmd:
Lekamál - Borgarhólsskóli, Raufarhafnarskóli, Öxarfjarðarskóli, Grænuvellir.
Hljóðvist - Borgarhólssskóli, Grænuvellir, Öxarfjarðarskóli, Sundlaug Raufarhafnar.
Íþróttahöll á Húsavík - Stúka, gólf og tilheyrandi.
Salur Borgarhólsskóla - Endurhönnun og endurbygging.
Borgarhólsskóli - Anddyri að austan.
Öxarfjarðarskóli - Aðgengi fyrir fólk og vörur og snjógildrur við inngang leikskóla.
Lekamál - Borgarhólsskóli, Raufarhafnarskóli, Öxarfjarðarskóli, Grænuvellir.
Hljóðvist - Borgarhólssskóli, Grænuvellir, Öxarfjarðarskóli, Sundlaug Raufarhafnar.
Íþróttahöll á Húsavík - Stúka, gólf og tilheyrandi.
Salur Borgarhólsskóla - Endurhönnun og endurbygging.
Borgarhólsskóli - Anddyri að austan.
Öxarfjarðarskóli - Aðgengi fyrir fólk og vörur og snjógildrur við inngang leikskóla.
6.Mærudagar 2024
Málsnúmer 202312102Vakta málsnúmer
Til umræðu eru Mærudagar 2024.
Fjölskylduráð felur menningarfulltrúa að eiga samtal við mögulega verkefnisstjóra Mærudaga um þeirra sýn á framkvæmd hátíðarinnar og leggja niðurstöðu samtalsins fyrir ráðið.
7.Trúnaðarmál
Málsnúmer 202401082Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur trúnaðarmál.
Fjölskylduráð frestar umfjöllun um málið til næsta fundar.
8.Skoðun leikvalla Norðurþings 2023
Málsnúmer 202310102Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja niðurstöður úr íbúasamráði um uppbyggingu leikvallar.
Fjölskylduráð þakkar íbúum fyrir góða þátttöku í íbúasamráði um uppbyggingu leikvallar í suðurbæ. Ráðið samþykkir að leikvöllur í suðurbæ verði byggður upp á Hólaravelli og vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs til úrvinnslu.
9.Beiðni um afnot af íþróttahúsinu á Kópaskeri vegna nytjamarkaðar
Málsnúmer 202401039Vakta málsnúmer
Kvenfélagið Stjarnan óskar eftir endurgjaldslausu afnoti af íþróttahúsinu á Kópaskeri vegna fyrirhugaðs nytjamarkaðar sem fyrirhugað er að halda um mánaðarmótin febrúar/mars.
Fjölskylduráð samþykkir að veita Kvenfélaginu Stjörnunni endurgjaldslaus afnot af íþróttahúsinu á Kópaskeri vegna nytjamarkaðar félagsins.
10.Beiðni um afnot af Pakkhúsinu á Kópaskeri fyrir þorrablót
Málsnúmer 202401051Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá þorrablótsnefnd þar sem óskað er eftir endurgjaldslausum afnotum af Pakkhúsinu á Kópaskeri fyrir þorrablót þann 27. janúar nk.
Fjölskylduráð samþykkir að veita þorrablótsnefnd endurgjaldslaus afnot af Pakkhúsinu á Kópaskeri vegna þorrablóts.
Fundi slitið - kl. 11:00.
Hafrún Olgeirsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 8-10.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat fundinn undir lið 1.
Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri Öxarfjarðaskóla og Margrét Hjálmarsdóttir fulltrúi foreldafélags skólans sátu fundinn undir liðum 1 og 2.