Lykiltölur um leik- og grunnskóla
Málsnúmer 202401096
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 174. fundur - 23.01.2024
Yfirlit yfir lykiltölur um skólahald í leik- og grunnskólum vegna ársins 2022 er lagt fram til kynningar.
Heildarkostnaður sveitarfélaga vegna þessara tveggja skólastiga var um 205 milljarðar króna árið 2022.
Um er að ræða fjölbreytt safn lykiltalna í 20 töflum. Má þar nefna menntun starfsfólks, fjölda stöðugilda, rekstrarkostnað á hvern nemanda/heilsdagsígildi og svo kostnað vegna fræðslumála sem hlutfall af skatttekjum og útgjöldum sveitarfélaga. Árið 2022 námu útgjöld sveitarfélaga vegna leik- og grunnskóla að meðaltali um 49% skatttekna þeirra eða 189 ma. króna nettó.
Hlutfall leikskólakennara í leikskólum reknum af sveitarfélögum var 26% en þegar horft er til allra með uppeldismenntun er sinna uppeldis- og menntunarstörfum þá er hlutfallið 44%. Árið 2022 er að jafnaði 3,33 heilsdagsígildi leikskólabarna á hvert stöðugildi í leikskólum og má leiða líkum að því að fjölgun yngri leikskólabarna hafi áhrif hér á. Heildarkostnaður sveitarfélaga vegna leikskóla var 73,2 ma. kr. árið 2022.
Hlutfall grunnskólakennara í grunnskólum reknum af sveitarfélögum var 85%. Um 11,1 nemendur voru á hvert stöðugildi kennara. Hér eru stjórnendur ekki meðtaldir. Heildarkostnaður sveitarfélaga vegna grunnskóla var 132 ma. kr. árið 2022.
Heildarkostnaður sveitarfélaga vegna þessara tveggja skólastiga var um 205 milljarðar króna árið 2022.
Um er að ræða fjölbreytt safn lykiltalna í 20 töflum. Má þar nefna menntun starfsfólks, fjölda stöðugilda, rekstrarkostnað á hvern nemanda/heilsdagsígildi og svo kostnað vegna fræðslumála sem hlutfall af skatttekjum og útgjöldum sveitarfélaga. Árið 2022 námu útgjöld sveitarfélaga vegna leik- og grunnskóla að meðaltali um 49% skatttekna þeirra eða 189 ma. króna nettó.
Hlutfall leikskólakennara í leikskólum reknum af sveitarfélögum var 26% en þegar horft er til allra með uppeldismenntun er sinna uppeldis- og menntunarstörfum þá er hlutfallið 44%. Árið 2022 er að jafnaði 3,33 heilsdagsígildi leikskólabarna á hvert stöðugildi í leikskólum og má leiða líkum að því að fjölgun yngri leikskólabarna hafi áhrif hér á. Heildarkostnaður sveitarfélaga vegna leikskóla var 73,2 ma. kr. árið 2022.
Hlutfall grunnskólakennara í grunnskólum reknum af sveitarfélögum var 85%. Um 11,1 nemendur voru á hvert stöðugildi kennara. Hér eru stjórnendur ekki meðtaldir. Heildarkostnaður sveitarfélaga vegna grunnskóla var 132 ma. kr. árið 2022.
Lagt fram til kynningar.