Seinkun skóladags unglingadeilda
Málsnúmer 202312048
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 173. fundur - 09.01.2024
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi Katrínar Laufdal Guðlaugsdóttur um seinkun skóladags í unglingadeildum.
Fjölskylduráð þakkar Katrínu fyrir erindið. Ráðið óskar eftir afstöðu skólastjórnenda og starfsfólks skólanna um seinkun skóladags unglingadeilda.
Fjölskylduráð - 174. fundur - 23.01.2024
Á 173. fundi fjölskylduráðs 9. janúar 2024, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð þakkar Katrínu fyrir erindið. Ráðið óskar eftir afstöðu skólastjórnenda og starfsfólks skólanna um seinkun skóladags unglingadeilda.
Afstaða skólastjórnenda og starfsfólks liggur nú fyrir.
Afstaða skólastjórnenda og starfsfólks liggur nú fyrir.
Í ljósi afstöðu grunnskólanna mun fjölskylduráð ekki hlutast til um að seinka skóladegi unglinga í Norðurþingi að svo stöddu. Seinkun skóladags myndi hafa mikil áhrif á skólaakstur. Ákvörðun um svo viðamikla breytingu á skólastarfi þarfnast mikils undirbúning og samráðs við skólasamfélagið sem hvorugt hefur átt sér stað. Ráðið mun fylgjast með framvindu þróunarverkefnis hjá Reykjavíkurborg um seinkaðan skóladag unglinga.