Fara í efni

Fjölskylduráð

173. fundur 09. janúar 2024 kl. 08:30 - 11:05 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ísak Már Aðalsteinsson varaformaður
Fundargerð ritaði: Jón Höskuldsson Fræðslufulltrúi
Dagskrá
Hrund Ásgeirsdóttir, skólastjóri Öxarfjarðarskóla, og Ingibjörg Sigurjónsdóttir, yfirsálfræðingur skólaþjónustu Norðurþings, sátu fundinn undir lið 1. Þórgunnur R. Vigfúsdóttir, skólastjóri Borgarhólsskóla, var forfölluð.
Jón Höskuldsson, sviðstjóri velferðarsviðs, sat fundinn undir liðum 1 og 2.
Hafrún Olgeirsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sat fundinn undir liðum 6 og 7.
Nele Marie Beitelstein, fjölmenningarfulltrúi, sat fundinn undir liðum 3, 4, 5 og 8.

1.Seinkun skóladags unglingadeilda

Málsnúmer 202312048Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi Katrínar Laufdal Guðlaugsdóttur um seinkun skóladags í unglingadeildum.
Fjölskylduráð þakkar Katrínu fyrir erindið. Ráðið óskar eftir afstöðu skólastjórnenda og starfsfólks skólanna um seinkun skóladags unglingadeilda.

2.Fjárfestingar og viðhald eigna sem falla undir fjölskylduráð

Málsnúmer 202312045Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar fjárfestinga- og viðhaldsþörf tengda eignum sem nýttar eru vegna starfsemi sem fellur undir ráðið.
Fjölskylduráð mun halda áfram vinnu við viðhaldslista á næsta fundi sínum.

3.Endurskoðun reglna fyrir lista- og menningarsjóð

Málsnúmer 202312058Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til endurskoðunar reglur lista- og menningarsjóðs Norðurþings.
Fjölskylduráð gerir ekki tillögu að breytingum á reglum lista- og menningarsjóðs fyrir árið 2024.

4.Tengjumst í gegnum textíl

Málsnúmer 202312072Vakta málsnúmer

Þekkingarnet Þingeyinga sækir um samstarf við Norðurþing vegna umsóknar um styrk úr Þróunarsjóði innflytjenda vegna verkefnisins "Tengjumst í gegnum textíl" en markmið þess er að bjóða upp á námskeið á sviði textílvinnslu sem stuðlar að samheldni fólks af erlendum uppruna og heimamanna í Norðurþingi.
Fjölskylduráð samþykkir að vera í samstarfi við Þekkingarnet Þingeyinga vegna umsóknarinnar.

5.Samstarf vegna styrks úr þróunarsjóði innflytjenda

Málsnúmer 202312062Vakta málsnúmer

Slagtog - Femínísk sjálfsvörn sækja um samstarf við Norðurþing vegna umsóknar um styrk úr þróunarsjóði innflytjenda vegna námskeið með áherslu á femíníska sjálfsvörn (FSD) sniðið að konum af erlendum uppruna í dreifbýli.
Fjölskylduráð samþykkir að vera í samstarfi við Slagtog vegna umsóknarinnar.

6.Samningur Austra og Norðurþings 2024-2026

Málsnúmer 202312085Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja samningsdrög við ungmennafélagið Austra
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningnum.

7.Ungmennaráð 2023-2024

Málsnúmer 202310120Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja tilnefningar í Ungmennaráð Norðurþings 2024.

Aðalmenn
Íris Alma Kristjánsdóttir - Borgarhólsskóli
Hreinn Kári Ólafsson - FSH
Hrefna Björk Hauksdóttir - FSH
Bergsteinn Jökull Jónsson - Öxarfjarðarskóli
Bergdís Björk Jóhannsdóttir - Fulltrúi af vinnumarkaði

Varamenn
Andri Már Sigursveinsson - FSH
Einar Örn Elíasson - Borgarhólsskóli
Björn Grétar Ríkharðsson - Raufarhöfn
Brynja Ósk Baldvinsdóttir - Fulltrúi af vinnumarkaði
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að skipun ungmennaráðs og fyrirliggjandi samþykkt um ungmennaráð með áorðnum breytingum og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.

8.Mærudagar 2024

Málsnúmer 202312102Vakta málsnúmer

Til umræðu eru Mærudagar 2024.
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um Mærudaga 2024 á næsta fundi ráðsins.

Fundi slitið - kl. 11:05.