Slæm umgengni við grenndargáma
Málsnúmer 202401132
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 180. fundur - 06.02.2024
Íslenska gámafélagið, sem hefur umsjón með grenndargámum á Húsavík, hefur vakið athygli á slæmri umgengni um gámana.
Skipulags- og framkvæmdaráð skorar á íbúa að ganga vel um grenndargámana enda er það hagur allra íbúa sveitarfélagsins að úrgangur sem Norðurþing kemur til endurvinnslu sé sem best flokkaður. Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissvið að koma með tillögur að úrbótum.