Fara í efni

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskóla haust 2024

Málsnúmer 202408033

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 192. fundur - 27.08.2024

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar gjaldfrjálsar skólamáltíðir grunnskólanemenda.
Fjölskylduráð samþykkir að skólamáltíðir í grunnskóla verði gjaldsfrjálsar. Sviðsstjóra er falið að uppfæra gjaldskrá mötuneyta og leggja fyrir ráðið á næsta fundi.
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur m.a. beðið sveitarfélög um að safna upplýsingum um skráningu og raunkostnað. Fjölskylduráð felur sviðsstjóra í samráði við skólastjórnendur og yfirmatráð að finna skynsamlega leið til þess að útfæra skráningu og safna téðum upplýsingum.