Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Reglur um Miðjuna hæfingu og dagþjónustu.
Málsnúmer 202209012Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja uppfærsla á reglum um hæfingu og iðju fyrir fatlað fólk í Norðurþingi
Fjölskylduráð samþykkir reglur um Miðjuna hæfingu og dagþjónustu og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
2.Reglur Norðurþings um notendasamninga
Málsnúmer 202503080Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja reglur um notendasamninga
Fjölskylduráð samþykkir reglur um notendasamninga og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
3.Endurskoðun reglna um félagslegt leiguhúsnæði Norðurþings
Málsnúmer 202305078Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur endurskoðun reglna um félagslegt leiguhúsnæði Norðurþings
Fjölskylduráð samþykkir reglur um félagslegt leiguhúsnæði og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
4.Reglur Norðurþings um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks
Málsnúmer 201905034Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja uppfærðar reglur Norðurþings um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Fjölskylduráð samþykkir reglur um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
5.Reglur Norðurþings um stoð- og stuðningsþjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir
Málsnúmer 202503088Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja reglur Norðurþings um stoð- og stuðningsþjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir
Fjölskylduráð samþykkir reglur um stoð- og stuðningsþjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
6.Breytingar á reglum um stuðningsþjónustu
Málsnúmer 202409059Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja drög að breytingum á reglum Norðurþings um stuðningsþjónustu.
Fjölskylduráð samþykkir reglur um stuðningsþjónustu og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
7.Trúnaðarmál
8.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2025
Málsnúmer 202503056Vakta málsnúmer
Kór eldri borgara, Sólseturskórinn sækir um 100.000 kr styrk úr Lista- og menningarsjóði Norðurþings til að halda kóramót á Húsavík vorið 2026 þar sem kórinn tekur á móti þremur öðrum kórum með mikilli söngveislu.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Sólseturskórinn um 70.000 kr.
9.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2025
Málsnúmer 202503065Vakta málsnúmer
Pamela De Sensi Kristbjargardóttir sækir um styrk að upphæð 100.000 kr. í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna ferna tónleika í Safnahúsinu á Húsavík sem verða hluti af tónlistarhátíðinni WindWorks í Norðri 2025.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Pamelu De Sensi Kristbjargardóttur um 70.000 kr.
10.Víkingurinn 2025
Málsnúmer 202503064Vakta málsnúmer
Ákveðið var á síðasta ári að gera breytingar og sameina Vestfjarðarvíkinginn, Austfjarðartröllið og Norðurlands Jakann í eitt mót; Víkingurinn. Kepnnin fer fram dagana 11.-13. júní 2025 og er áætlunin að heimsækja fjögur sveitarfélög og vera með tvær keppnisgreinar í hverju sveitarfélagi sem heimsótt er. Sótt er um gistingu og aðstöðu fyrir aðstandendur og keppendur, sem og eina máltíð, ásamt styrk að upphæð 250.000 kr.
Fjölskylduráð sér sér ekki fært að taka þátt í verkefninu.
11.Ársreikningur og starfsskýrsla Skotfélags Húsavíkur 2024
Málsnúmer 202503074Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar ársreikningur og ársskýrsla Skotfélags Húsavíkur fyrir árið 2024.
Lagt fram til kynningar.
12.Umsókn til fjölskylduráðs Norðurþings
Málsnúmer 202503077Vakta málsnúmer
Fjölskylduráði hefur borist umsókn um samstarf við skákfélagið Goðann til eflingar á skákkennslu í Borgarhólsskóla, aðstöðu fyrir félagið og rekstrarstyrk.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og felur verkefnastjóra á velferðarsviði að eiga frekara samtal við skákfélagið Goðann og stjórnendur Borgarhólsskóla um mögulega útfærslu á samstarfi.
13.Stefna Norðurþings í íþrótta- og tómstundamálum og uppbygging íþrótta- og tómstundamannvirkja
Málsnúmer 202402049Vakta málsnúmer
Á 209. fundi fjölskylduráðs var verkefnastjóra á velferðarsviði falið að kynna drög að stefnu Norðurþings í íþrótta- og tómstundamálum fyrir hagaðilum. Engar athugasemdir eða umsagnir bárust. Stefnan er því tekin áfram til umfjöllunnar hjá fjölskylduráði.
Fjölskylduráð felur verkefnastjóra á velferðarsviði að vinna endanleg drög að stefnu Norðurþings í íþrótta- og tómstundamálum og leggja fyrir ráðið að nýju.
14.Áhrif kjarasamninga við K.Í. á fjárhag Norðurþings.
Málsnúmer 202503039Vakta málsnúmer
Á 490. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð vísar málinu til fjölskylduráðs sem og skipulags- og framkvæmdaráðs. Óskað er eftir tillögum frá ráðunum til hagræðingar í rekstri á sínum sviðum. Kjarasamningurinn hefur töluverð áhrif á rekstur sveitarfélagsins, kostnaðaraukinn er á bilinu 60-70 m.kr á ári. Það er því nauðsynlegt að bregðast við og leita allra leiða til hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins.
Byggðarráð vísar málinu til fjölskylduráðs sem og skipulags- og framkvæmdaráðs. Óskað er eftir tillögum frá ráðunum til hagræðingar í rekstri á sínum sviðum. Kjarasamningurinn hefur töluverð áhrif á rekstur sveitarfélagsins, kostnaðaraukinn er á bilinu 60-70 m.kr á ári. Það er því nauðsynlegt að bregðast við og leita allra leiða til hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins.
Fjölskylduráð felur sviðsstjóra á velferðarsviði, í samstarfi við skólastjórnendur, að leggja fram kostnaðargreindar tillögur til hagræðinga fyrir næsta skólaár og leggja þær fyrir ráðið í maí.
15.Endurskoðun greinasviða Aðalnámskrár grunnskóla
Málsnúmer 202503068Vakta málsnúmer
Endurskoðun greinasviða Aðalnámskrár grunnskóla er lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:25.
Sunna Mjöll Bjarnadóttir, forstöðuþroskaþjálfi í málefnum fatlaðra, sat fundinn undir liðum 1, 3, 4, 5 og 7.
Nele Marie Beitelstein, fjölmenningarfulltrúi, sat fundinn undir liðum 8-9.
Stefán Jón Sigurgeirsson, verkefnastjóri á velferðarsviði, sat fundinn undir liðum 11-14.
Bergþór Bjarnason, fjármálastjóri, sat fundinn undir lið 14.
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir sat fundinn undir liðum 2-15.