Fara í efni

Fjölskylduráð

199. fundur 22. október 2024 kl. 08:30 - 10:30 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi
  • Hafrún Olgeirsdóttir Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Tinna Ósk Óskarsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Tinna Ósk Óskarsdóttir félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 1-2.
Nele Marie Beitelstein sat fundinn undir liðum 1-2 og 5-9.
Hafrún Olgeirsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 1-4.
Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri sat fundinn undir liðum 1-2.

1.Áætlanir vegna ársins 2025- 2028

Málsnúmer 202406093Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar eru áætlanir velferðasviðs fyrir árið 2025.
Fjölskylduráð mun áfram vinna að fjárhagsáætlun velferðarsviðs á næstu fundum. Ráðið vísar áætluninni til umfjöllunar í byggðarráði.

2.Gjaldskrár velferðarsviðs 2025

Málsnúmer 202406021Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar eru gjaldskrár velferðasviðs fyrir árið 2025.
Fjölskylduráð vísar gjaldskrá velferðarsviðs til kynningar í byggðarráði.

3.Ósk um endurgjaldslaus afnot af íþróttahúsinu á Kópaskeri fyrir þorrablót 25.janúar 2025

Málsnúmer 202410040Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur beiðni frá þorrablótsnefnd um endurgjaldslaus afnot af íþróttahúsinu á Kópaskeri fyrir þorrablót 25. janúar 2025.
Fjölskylduráð samþykkir beiðni þorrablótsnefndar Kópaskers um endurgjaldslaus afnot af íþróttahúsinu.

4.Ungmennaráð 2024-2025

Málsnúmer 202408058Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur fundargerð frá 15.fundi Ungmennaráðs sem haldinn var 1. október sl.
Fjölskylduráð þakkar ungmennaráði fyrir góða fundargerð og tekur undir sjónarmið ungmennaráðs varðandi endurnýjun íþróttamannvirkja.
Liður 3. Fjölskylduráð tekur undir með ungmennaráði og óskar eftir því við SSNE að leitast verði við að tímasetning ungmennaþings stangist ekki á við starfsdaga, haustfrí og fasta viðburði skólanna á svæðinu svo að sem flestir geti tekið þátt í þinginu.
Liðum 4. og 5. er vísað til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Lið 5. er vísað til umfjöllunar í byggðarráði.

5.Björgunarsveitin Núpar, umsókn um styrk v-áramótabrennu og flugeldasýningar 2024

Málsnúmer 202410054Vakta málsnúmer

Björgunarsveitin Núpar á Kópaskeri óskar eftir styrk frá Norðurþingi til að sjá um áramótabrennu og flugeldasýningu 2024/2025 á sorpurðunarsvæðinu, norðan við Kópasker.


Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Björgunarsveitina Núpa um kr. 450.000 fyrir brennu og flugeldasýningu áramótin 2024/2025.

6.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2024

Málsnúmer 202410059Vakta málsnúmer

Íþróttafélagið Völsungur sækir um styrk að upphæð 100.000 vegna 2. áfanga á ritun á 100 ára sögu félagsins í Lista- og menningarsjóð Norðurþings.

Fjölskylduráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100.000 kr. úr lista- og menningasjóði.

7.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2024

Málsnúmer 202410061Vakta málsnúmer

Rafnar Orri Gunnason sækir um 100.000 kr styrk frá Lista- og menningarsjóði Norðurþings til eftirvinnslu á kvikmyndaefninu sem tekið var upp á Skálmaldartónleikunum á Raufarhöfn til að skrá viðburðinn, sem og íbúa Raufarhafnar í tengslum við hann.
Fjölskylduráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100.000 kr. úr lista- og menningasjóði.

8.Menningarmiðlun

Málsnúmer 202406088Vakta málsnúmer

Þekkingarnet Þingeyinga óskar eftir samstarfi við Norðurþing í tengslum við umsókn um styrk í uppbyggingasjóð SSNE.
Fjölskylduráð samþykkir samstarf við Þekkingarnet Þingeyinga í tengslum við umsókn um styrk í uppbyggingarsjóð SSNE.

9.Hinsegin dagar á Norðurlandi Eystra 18.-21.júní 2025.

Málsnúmer 202410071Vakta málsnúmer

Akureyrarbær/ Æskulýðsfulltrúinn óskar eftir samstarfi við sveitarfélagið Norðurþing um Hinsegin daga á norðausturlandi 18. - 21. júní 2025 í tengslum við umsókn um styrk í uppbyggingasjóð SSNE.
Fjölskylduráð samþykkir samstarf við Akureyrarbæ/æskulýðsfulltrúa í tengslum við umsókn um styrk í uppbyggingarsjóð SSNE.

Fundi slitið - kl. 10:30.