Fara í efni

Ungmennaráð 2024-2025

Málsnúmer 202408058

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 195. fundur - 17.09.2024

Fyrir fjölskylduráði liggja tilnefningar í Ungmennaráð Norðurþings 2024. Tilnefningarnar eru:
Aðalmenn Einar Örn Elíasson - Borgarhólsskóli
Lilja Mist Birkisdóttir - FSH
Margrét Sif Jóhannsdóttir - FSH
Jón Emil Christophsson - Öxarfjarðarskóli
Bergdís Björk Jóhannsdóttir - Fulltrúi af vinnumarkaði

Varamenn:
Hrefna Björk Hauksdóttir - FSH
Heiðdís Dalrós Sigurðardóttir - Borgarhólsskóli
Höskuldur Breki Steinþórsson - Raufarhöfn
Tryggvi Grani Jóhannsson - Fulltrúi af vinnumarkaði
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að skipun ungmennaráðs og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 147. fundur - 19.09.2024

Á 195. fundifjölskylduráðs 17.09.2024, var eftirfarandi bókað:

Fyrir fjölskylduráði liggja tilnefningar í Ungmennaráð Norðurþings 2024. Tilnefningarnar eru:
Aðalmenn Einar Örn Elíasson - Borgarhólsskóli
Lilja Mist Birkisdóttir - FSH
Margrét Sif Jóhannsdóttir - FSH
Jón Emil Christophsson - Öxarfjarðarskóli
Bergdís Björk Jóhannsdóttir - Fulltrúi af vinnumarkaði

Varamenn:
Hrefna Björk Hauksdóttir - FSH
Heiðdís Dalrós Sigurðardóttir - Borgarhólsskóli
Höskuldur Breki Steinþórsson - Raufarhöfn
Tryggvi Grani Jóhannsson - Fulltrúi af vinnumarkaði

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að skipun ungmennaráðs og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Hafrún Olgeirsdóttir og Birkir Freyr Stefánsson véku af fundinum undir þessum lið.

Fyrirliggjandi tillaga er samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð - 199. fundur - 22.10.2024

Fyrir fjölskylduráði liggur fundargerð frá 15.fundi Ungmennaráðs sem haldinn var 1. október sl.
Fjölskylduráð þakkar ungmennaráði fyrir góða fundargerð og tekur undir sjónarmið ungmennaráðs varðandi endurnýjun íþróttamannvirkja.
Liður 3. Fjölskylduráð tekur undir með ungmennaráði og óskar eftir því við SSNE að leitast verði við að tímasetning ungmennaþings stangist ekki á við starfsdaga, haustfrí og fasta viðburði skólanna á svæðinu svo að sem flestir geti tekið þátt í þinginu.
Liðum 4. og 5. er vísað til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Lið 5. er vísað til umfjöllunar í byggðarráði.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 202. fundur - 05.11.2024

Á 199. fundi fjölskylduráðs 22.10.2024, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð þakkar ungmennaráði fyrir góða fundargerð og tekur undir sjónarmið ungmennaráðs varðandi endurnýjun íþróttamannvirkja.

Liðum 4. og 5. er vísað til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar ungmennaráði fyrir erindið og margar góðar ábendingar.
Ráðið vinnur nú að framkvæmdaáætlun 2025 og þriggja ára áætlun þar sem fyrirhugaðar eru umtalsverðar umbætur á íþróttamannvirkjum í Norðurþingi ásamt því að endurbæta gönguleiðir og hjólastíga í sveitarfélaginu.

Byggðarráð Norðurþings - 480. fundur - 07.11.2024

Á 199. fundi fjölskylduráðs 22.10.2024, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð þakkar ungmennaráði fyrir góða fundargerð og tekur undir sjónarmið ungmennaráðs varðandi endurnýjun íþróttamannvirkja.

Lið 5. er vísað til umfjöllunar í byggðarráði.
Hafrún vék af fundi.
Byggðarráð þakkar ungmennaráði fyrir gott erindi og tekur undir ábendingu er varðar nýja og betri matvöruverslun á svæðinu. Byggðarráð mun halda áfram að vinna að því að svo muni verða og hvetur jafnframt íbúa, fyrirtæki og stofnanir til að versla í sinni heimabyggð.