Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

147. fundur 19. september 2024 kl. 13:00 - 14:15 á Kópaskeri
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason Forseti
  • Aldey Unnar Traustadóttir 1. varaforseti
  • Hafrún Olgeirsdóttir 2. varaforseti
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir 1. varamaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir 3. varamaður
  • Birkir Freyr Stefánsson
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Anna Gunnarsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Dagskrá
Fundur sveitarstjórnar var haldinn í Stóru Mörk á Kópaskeri.
Upptaka verður aðgengileg að fundi loknum.

1.Fundir sveitarstjórnar Norðurþings

Málsnúmer 202209070Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi tillaga:

Forseti leggur til að fundir sveitarstjórnar í október, þann 31. október, tveimur vikur síðan er gert er ráð fyrir og verði fyrri umræða um fjárhagsáætlun á þeim fundi. Fundur falli niður í nóvember. Fundur í desember verði tveimur vikum fyrr en gert er ráð fyrir og verði 5. desember og þá fari fram síðari umræða um fjárhagsáætlun.
Fyrri umræða um fjárhagsáætlun þarf að fara fram fyrir 1. nóv. ár hvert og þeim skal skila fyrir 15. des. ár hvert. Við þessa breytingu gefst gott svigrúm milli umræðna fyrir nefndir og ráð að vinna við áætlunina. Auk þess sparast einn fundur í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Benóný, Aldey, Hafrún, Helena og Hjálmar.

Fyrirliggjandi tillaga er samþykkt samhljóða.

2.Aðstaða fyrir áhorfendur á PCC-vellinum á Húsavík

Málsnúmer 202409077Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi tillaga:

Undirrituð leggja til að hafin verði vinna við að kostnaðarmeta, kanna
fjármögnunarleiðir og skoða útfærslur á uppbyggingu á bættri aðstöðu fyrir áhorfendur á PCC-vellinum á Húsavík. Málinu verði vísað til fjölskylduráðs og fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.

Ljóst er að meistaraflokkur karla í knattspyrnu hjá Völsungi mun leika í Lengjudeildinni að ári. Í þeirri deild eru gerðar kröfur um aukna aðstöðu fyrir áhorfendur á leikjum liðsins.

Bylgja Steingrímsdóttir
Hafrún Olgeirsdóttir
Hanna Jóna Stefánsdóttir
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Til máls tók: Hjálmar.

Fyrirliggjandi tillaga er samþykkt samhljóða.

3.Viðauki vegna greiðslu til Dvalarheimilis aldraðra sf.

Málsnúmer 202408078Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur viðauki að upphæð 68.277.570 kr. vegna rekstrarhalla og framkvæmda á árinu 2024 samkvæmt rekstraráætlun sem samþykkt var á aðalfundi DA sf. þann 10. júlí sl.

Á 473. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið:
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar honum til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Helena.

Fyrirliggjandi viðauki er samþykktur samhljóða.

4.Viðauki vegna kostnaðar við vinnu við gerð stefnu og aðgerðaáætlun í íþrótta- og tómstundamálum

Málsnúmer 202408087Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur viðauki að upphæð 4 m.kr. vegna samnings við KPMG um gerð stefnu sveitarfélagsins í íþrótta- og tómstundamálum ásamt þarfagreiningu á viðhaldi og uppbyggingu íþróttamannvirkja.
Fjölskylduráð samþykkti á fundi sínum 13.ágúst sl. að ljúka þessari vinnu.


Á 193. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað um málið:
Fjölskylduráð samþykkir viðaukann og vísar honum til umfjöllunar í byggðarráði.

Á 474. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið:
Hafrún vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar honum til umfjöllunar í sveitarstjórn
Hafrún Olgeirsdóttir vék af fundinum undir þessum lið.

Til máls tóku: Helena og Benóný.

Fyrirliggjandi viðauki er samþykktir samhljóða.

5.Gjaldskrár Norðurþings 2024

Málsnúmer 202309128Vakta málsnúmer

Á 193. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar breytingar á gjaldskrá skólamötuneyta vegna gjaldfrjálsra máltíða fyrir nemendur grunnskóla.

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Helena.

Fyrirliggjandi gjaldskrá er samþykkt með atkvæðum Aldeyjar, Bylgju, Hafrúnar, Helenu, Hjálmars, Hönnu og Ingibjargar.
Benóný og Birkir sitja hjá.

6.Skólamötuneyti - Starfsreglur

Málsnúmer 202111035Vakta málsnúmer

Á 194. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir starfsreglur skólamötuneytis og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Fyrirliggjandi reglur eru samþykktar samhljóða.

7.Endurskoðun reglna fyrir listamann Norðurþings

Málsnúmer 202408068Vakta málsnúmer

Á 194. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir áorðnar breytingar og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn
Til máls tóku: Benóný, Helena, Ingibjörg og Hjálmar.

Fyrirliggjandi reglur eru samþykktar samhljóða.

8.Ungmennaráð 2024-2025

Málsnúmer 202408058Vakta málsnúmer

Á 195. fundifjölskylduráðs 17.09.2024, var eftirfarandi bókað:

Fyrir fjölskylduráði liggja tilnefningar í Ungmennaráð Norðurþings 2024. Tilnefningarnar eru:
Aðalmenn Einar Örn Elíasson - Borgarhólsskóli
Lilja Mist Birkisdóttir - FSH
Margrét Sif Jóhannsdóttir - FSH
Jón Emil Christophsson - Öxarfjarðarskóli
Bergdís Björk Jóhannsdóttir - Fulltrúi af vinnumarkaði

Varamenn:
Hrefna Björk Hauksdóttir - FSH
Heiðdís Dalrós Sigurðardóttir - Borgarhólsskóli
Höskuldur Breki Steinþórsson - Raufarhöfn
Tryggvi Grani Jóhannsson - Fulltrúi af vinnumarkaði

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að skipun ungmennaráðs og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Hafrún Olgeirsdóttir og Birkir Freyr Stefánsson véku af fundinum undir þessum lið.

Fyrirliggjandi tillaga er samþykkt samhljóða.

9.Byggðarráð Norðurþings - 469

Málsnúmer 2406010FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 469. fundar byggðarráðs.
Fundargerð frá sumarleyfi sveitarstjórnar.
Til máls tók undir lið 9 "Ósk um umsögn um tækifærisleyfi vegna tónleika í Heimskautsgerðinu á Raufarhöfn": Hjálmar.

Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

10.Byggðarráð Norðurþings - 470

Málsnúmer 2407002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 470. fundar byggðarráðs.
Fundargerð frá sumarleyfi sveitarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.

11.Byggðarráð Norðurþings - 471

Málsnúmer 2407005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 471. fundar byggðarráðs.
Fundargerð frá sumarleyfi sveitarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.

12.Byggðarráð Norðurþings - 472

Málsnúmer 2408001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 472. fundar byggðarráðs.
Fundargerð frá sumarleyfi sveitarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.

13.Skipulags- og framkvæmdaráð - 195

Málsnúmer 2408005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 195. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

14.Skipulags- og framkvæmdaráð - 196

Málsnúmer 2408007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 196. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

15.Fjölskylduráð - 192

Málsnúmer 2408004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 192. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

16.Fjölskylduráð - 193

Málsnúmer 2408006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 193. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

17.Fjölskylduráð - 194

Málsnúmer 2409001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 194. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

18.Byggðarráð Norðurþings - 473

Málsnúmer 2408003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 473. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

19.Byggðarráð Norðurþings - 474

Málsnúmer 2408008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 474. fundar byggðarráðs.
Til máls tók undir lið 3 "Forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar Norðurlands 2024": Hafrún.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

20.Byggðarráð Norðurþings - 475

Málsnúmer 2409002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 475. fundar byggðarráðs.
Til máls tók undir lið 2 "Hálfsársuppgjör Norðurþings": Hafrún.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

21.Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 24

Málsnúmer 2406003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 24. fundar stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

22.Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 25

Málsnúmer 2407006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 25. fundar stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

23.Orkuveita Húsavíkur ohf - 257

Málsnúmer 2406011FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 257. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar.

24.Orkuveita Húsavíkur ohf - 258

Málsnúmer 2409003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 258. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:15.