Fara í efni

Fundir sveitarstjórnar Norðurþings

Málsnúmer 202209070

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 126. fundur - 22.09.2022

Forseti sveitarstjórnar leggur til að fundi sveitarstjórnar í október verði frestað um viku og verði haldinn 27. október. Þá verði miðað við að fundur sveitarstjórnar falli niður í nóvember og fundi í desember verði flýtt til 1. desember.
Til máls tók: Hjálmar.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

Sveitarstjórn Norðurþings - 130. fundur - 19.01.2023

Forseti leggur til að fundir sveitarstjórnar í apríl og maí árið 2023 verði færðir fram um viku vegna vinnu við ársreikninga. Lagt er til að fundirnir verði því 13. apríl og 11. maí nk.


Í sveitarstjórnarlögum (138/2011) segir: Ársreikningur sveitarfélags skal fullgerður og samþykktur af byggðarráði eða framkvæmdastjóra sveitarfélags þar sem ekki er byggðarráð og tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í sveitarstjórn fyrir 15. apríl ár hvert. Sveitarstjórn skal hafa lokið staðfestingu ársreiknings sveitarfélags, stofnana sveitarfélags og fyrirtækja þess eigi síðar en 15. maí ár hvert.
Tillaga forseta er samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Norðurþings - 145. fundur - 28.05.2024

Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga frá forseta um að seinka fundi sveitarstjórnar í júní um viku og því verði fundur þann 27. júní.
Til máls tók: Hjálmar.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Norðurþings - 146. fundur - 27.06.2024

Forseti leggur til að ágústfundur sveitarstjórnar verði viku síðar en fundaáætlun gerir ráð fyrir. Fundurinn verði því 22. ágúst en ekki 15. ágúst. Þá gefst nefndum og ráðum svigrúm til að funda a.m.k. einu sinni áður en sveitarstjórn kemur saman.
Samþykkt samhljóða.