Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

130. fundur 19. janúar 2023 kl. 13:00 - 15:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason Forseti
  • Aldey Unnar Traustadóttir 1. varaforseti
  • Hafrún Olgeirsdóttir 2. varaforseti
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Soffía Gísladóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Dagskrá

1.Fundir sveitarstjórnar Norðurþings

Málsnúmer 202209070Vakta málsnúmer

Forseti leggur til að fundir sveitarstjórnar í apríl og maí árið 2023 verði færðir fram um viku vegna vinnu við ársreikninga. Lagt er til að fundirnir verði því 13. apríl og 11. maí nk.


Í sveitarstjórnarlögum (138/2011) segir: Ársreikningur sveitarfélags skal fullgerður og samþykktur af byggðarráði eða framkvæmdastjóra sveitarfélags þar sem ekki er byggðarráð og tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í sveitarstjórn fyrir 15. apríl ár hvert. Sveitarstjórn skal hafa lokið staðfestingu ársreiknings sveitarfélags, stofnana sveitarfélags og fyrirtækja þess eigi síðar en 15. maí ár hvert.
Tillaga forseta er samþykkt samhljóða.

2.Upplýst göngu- og hjólaleið milli Húsavíkur og Bakka

Málsnúmer 202301046Vakta málsnúmer

Undirrituð leggja til að kannaðir verði möguleikar á uppbygging á upplýstri göngu- og hjólaleið milli Húsavíkur og iðnaðarsvæðisins á Bakka. Málinu verði vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs til frekari úrvinnslu.

Um 150 einstaklingar starfa í verksmiðju PCC Bakki Silicon á iðnaðarsvæðinu á Bakka og vinnur sveitarfélagið að frekari uppbyggingu í anda grænna iðngarða á svæðinu. Leiðin milli þéttbýlisins og iðnaðarsvæðisins er um 2 km en PCC Bakki Silicon er einn stærsti vinnustaðurinn í sveitarfélaginu.

Eiður Pétursson
Hafrún Olgeirsdóttir
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Soffía Gísladóttir
Til máls tók: Benóný.

Fyrirliggjandi tillaga er samþykkt samhljóða.

3.Upplýst Jónasartún

Málsnúmer 202301047Vakta málsnúmer

Forseti leggur til að brekkan við Hjarðarholtstún á Húsavík sem kallast gjarnan Jónasartún verði upplýst enda mikið leiksvæði ýmist snemma dags eða seinnipart og fram á kvöld.

Á túninu eða í brekkunni renna börn og ungmenni sér frameftir kvöldi og kjörið að lýsa svæðið upp til að gera upplifunina enn skemmtilegri og um leið öruggari. Verkefnið er ekki kostnaðarsamt og ætti að vera auðvelt að koma til framkvæmda.
Börn og ungmenni óskuðu eftir samtali við forseta og óskuðu eftir lýsingu og liggur tillagan því fyrir.
Til máls tóku: Hjálmar, Aldey, Áki og Hafrún.

Aldey og Áki leggja til að málinu verði vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs og verkefnið verði kostnaðarmetið þar.
Tillaga Aldeyjar og Áka er samþykkt með atkvæðum allra nema Hjálmars. Hjálmar situr hjá.

4.Kostnaðaráætlun nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík

Málsnúmer 202104106Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til afgreiðslu viðauki, VK-23005 janúar 2023, við verkkaupasamning VK-20036 frá júní 2020.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgir fundargerð fulltrúa aðildarsveitarfélaganna um byggingu hjúkrunarheimilis frá fundi 2. janúar 2023, minnisblað sveitarstjóra Norðurþings dagsett 8.janúar 2023, verkkaupasamningur um byggingu hjúkrunarheimilis VK-20036 frá júní 2020 og viðaukasamningur VK-23005 janúar 2023.
Til máls tóku: Katrín, Áki, Hjálmar og Soffía.


Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi viðauka, VK-23005 janúar 2023, við verkkaupasamning VK-20036 frá júní 2020 samhljóða.

Sveitarstjórn ítrekar mikilvægi þess að samningsaðilar óski eftir leyfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins fyrir útboði á verklegri framkvæmd við Hjúkrunarheimilið á Húsavík sem fyrst, byggt verði á uppfærðum stærðar- og kostnaðartölum í viðauka VK-23005.

5.Innkaupastefna og innkaupareglur Norðurþings

Málsnúmer 202211071Vakta málsnúmer

Á 415. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi innkaupareglur og innkaupastefnu Norðurþings og vísar til samþykktar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Katrín.


Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi gögn samhljóða.

6.Fráveitutengigjald 2022

Málsnúmer 202201091Vakta málsnúmer

Á 416. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir að Orkuveita Húsavíkur muni hér eftir innheimta stofngjald holræsatenginga nýbygginga og vísar málinu til staðfestingar í sveitarstjórn.
Sveitarstjóra er falið að uppfæra opinber gögn sveitarfélagsins til samræmis við þessa ákvörðun.
Til máls tóku: Hafrún og Áki.

Samþykkt samhljóða.

7.Endurnýjun kjarasamningsumboðs og samkomulag um launaupplýsingar

Málsnúmer 202211107Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur að samþykkja endurnýjun á kjarasamningsumboði og samkomulag um sameiginlega ábyrgð.

Til máls tók: Hafrún.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi gögn samhljóða.

8.Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2023

Málsnúmer 202212074Vakta málsnúmer

Á 417. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Byggðarráð vísar reglunum með áorðnum breytingum til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Hafrún.

Samþykkt samhljóða.

9.Deiliskipulag Fiskeldið Haukamýri

Málsnúmer 202202058Vakta málsnúmer

Á 143. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð telur breytingar skipulagstillögunnar til samræmis við bókun ráðsins 20. desember og leggur því til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með þeim breytingum sem gerðar hafa verið. Skipulagsfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku deiliskipulagsins.
Til máls tóku: Soffía og Áki.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

10.Ósk um gerð lóðarleigusamnings fyrir Aðalbraut 55

Málsnúmer 202212065Vakta málsnúmer

Á 143. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að húseigendum verði boðinn lóðarsamningur á grunni fyrirliggjandi lóðarblaðs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

11.Ósk um gerð lóðarleigusamnings fyrir Höfðaveg 5

Málsnúmer 202210045Vakta málsnúmer

Á 143. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að húseigendum á svæðinu verði boðnir lóðarsamningar á grundvelli fyrirliggjandi lóðarblaðs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
Fylgiskjöl:

12.Samningur við FEBHN um leigu á húsnæði og samstarf um félagsstarf.

Málsnúmer 201905125Vakta málsnúmer

Á 137. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samning við félag eldri borgara á Húsavík og nágrenni og vísar honum til samþykktar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Helena.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

13.Ferðaþjónusta fatlaðra

Málsnúmer 202210010Vakta málsnúmer

Á 137. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samning og vísar til samþykktar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Helena.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

14.Frístundastyrkir 2023

Málsnúmer 202210058Vakta málsnúmer

Á 138. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn. Frístundastyrkur hækkar úr 17.500 kr. í 20.000 kr. frá og með 1. janúar 2023.
Til máls tóku: Helena og Hafrún.

Samþykkt samhljóða.

15.Skipulags- og framkvæmdaráð - 143

Málsnúmer 2212005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 143. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tóku undir lið 8 "Refa- og minkaveiði í Norðurþingi": Áki, Soffía og Helena.

Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

16.Fjölskylduráð - 137

Málsnúmer 2212001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 137. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

17.Fjölskylduráð - 138

Málsnúmer 2301003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 138. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir lið 1 "Húsnæði fyrir frístund barna": Benóný, Aldey, Hafrún, Hjálmar, Helena, Soffía, Áki, Eiður og Ingibjörg.

Fulltrúar M, S og V-lista óska bókað:
Að mati undirritaðra væri mun skynsamlegra að byggja frístundaheimili við Borgarhólsskóla heldur en við íþróttahöllina á Húsavík. Svæðið í kringum íþróttahöllina á að vera „laust“ fyrir framtíðar uppbyggingu íþróttastarfs. Ef byggt yrði við Borgarhólsskóla væri hægt að skoða samnýtingu á rými frístundar með skólanum fyrir hádegi þegar frístund er ekki starfandi því mikil þörf er á bættri aðstöðu í Borgarhólsskóla fyrir starfsfólk og nemendur.
Aldey, Áki, Benóný og Ingibjörg


Til máls tók undir lið 3 "Samningamál Norðurþings og Völsungs 2023": Helena.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

18.Byggðarráð Norðurþings - 417

Málsnúmer 2301001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 417. fundar byggðarráðs.
Til máls tók undir lið 11 "Möguleiki á samstarfi við Bjarg íbúðarfélag": Aldey.

Til máls tók undir lið 6 "Yfirlýsing frá Fonti, félagi smábátaeigenda vegna úhlutunar byggðarkvóta 2022/2023": Hjálmar.

Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

19.Byggðarráð Norðurþings - 416

Málsnúmer 2212003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 416. fundar byggðarráðs.
Til máls tók undir lið 2 "Viðræður við Björgu Capital vegna Aðalbrautar 20-22 á Raufarhöfn": Hjálmar.

Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:15.