Upplýst Jónasartún
Málsnúmer 202301047
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Norðurþings - 130. fundur - 19.01.2023
Forseti leggur til að brekkan við Hjarðarholtstún á Húsavík sem kallast gjarnan Jónasartún verði upplýst enda mikið leiksvæði ýmist snemma dags eða seinnipart og fram á kvöld.
Á túninu eða í brekkunni renna börn og ungmenni sér frameftir kvöldi og kjörið að lýsa svæðið upp til að gera upplifunina enn skemmtilegri og um leið öruggari. Verkefnið er ekki kostnaðarsamt og ætti að vera auðvelt að koma til framkvæmda.
Börn og ungmenni óskuðu eftir samtali við forseta og óskuðu eftir lýsingu og liggur tillagan því fyrir.
Á túninu eða í brekkunni renna börn og ungmenni sér frameftir kvöldi og kjörið að lýsa svæðið upp til að gera upplifunina enn skemmtilegri og um leið öruggari. Verkefnið er ekki kostnaðarsamt og ætti að vera auðvelt að koma til framkvæmda.
Börn og ungmenni óskuðu eftir samtali við forseta og óskuðu eftir lýsingu og liggur tillagan því fyrir.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 145. fundur - 31.01.2023
Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggur kostnaðaráætlun fyrir uppsetningu á ljósum á Jónasartúni.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að vinna málið áfram og leggja fyrir ráðið að nýju.
Aldey og Áki leggja til að málinu verði vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs og verkefnið verði kostnaðarmetið þar.
Tillaga Aldeyjar og Áka er samþykkt með atkvæðum allra nema Hjálmars. Hjálmar situr hjá.