Fara í efni

Samningur við FEB um leigu á húsnæði og samstarf um félagsstarf.

Málsnúmer 201905125

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 34. fundur - 27.05.2019

Fyrir ráðinu liggur samningur um leigu á húsnæði Félags eldri borgara á Húsavík og nágrenni (FEB) og samstarf um félagsstarf fyrir eldri borgara.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samning á milli Norðurþings og Félags eldri borgara á Húsavík og nágrennis með áorðnum breytingum. Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að skrifa undir samninginn með fyrirvara um staðfestingu í sveitarstjórn Norðurþings.

Sveitarstjórn Norðurþings - 93. fundur - 18.06.2019

Eftirfarandi var bókað á 34. fundi Fjölskylduráðs;
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samning á milli Norðurþings og Félags eldri borgara á Húsavík og nágrennis með áorðnum breytingum. Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að skrifa undir samninginn með fyrirvara um staðfestingu í sveitarstjórn Norðurþings.
Til máls tóku Hjálmar Bogi, Kristján Þór og Bergur Elías

Samþykkt samhljóða

Fjölskylduráð - 116. fundur - 11.04.2022

Samningur um leigu á húsnæði Félags eldri borgara á Húsavík og nágrenni og samstarf um félagstarf fyrir eldriborga rennur út þann 31. ágúst 2022. Taka þarf afstöðu til áframhaldandi samnings og samstarfs.
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að ganga til samninga við FEBHN um framlengingu núverandi samnings út árið 2022 og leggja fyrir ráðið að nýju.

Fjölskylduráð - 123. fundur - 09.08.2022

Samningur er við Félag eldri borgara á Húsavík og nágrenni (FEBHN) um leigu á húsnæði og samstarf um félagsstarf. Gera þarf nýjan samning við FEBHN sem tekur gildi 1. janúar 2023. Félagsmálastjóri óskar eftir ákvörðun fjölskylduráðs við gerð þessa samnings, hvort fjölskylduráð vilji gera breytingar á samningnum og þá með hvaða hætti svo hægt sé að ganga til viðræðna við félagið.
Helena Eydís leggur til að fulltrúar félagsins verði boðaðir á fund fjölskylduráðs til samtals um framkvæmd gildandi samnings og framtíðarsýn félagsins.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð - 124. fundur - 23.08.2022

Lilja Skarphéðinsdóttir og Egill Olgeirsson koma á fundinn f.h. FEBHN.
Fjölskylduráð þakkar Lilju og Agli fyrir komuna á fundinn. Ráðið mun halda áfram umræðum um nýjan samning við FEBHN á næstu fundum.

Fjölskylduráð - 125. fundur - 30.08.2022

Áframhaldandi umræður um málefnið.
Fjölskylduráð felur félagsmálafulltrúa að útbúa minnisblað um félagsstarf eldri borgara og annarra og leggja fyrir ráðið að nýju.

Fjölskylduráð - 137. fundur - 10.01.2023

Fyrir liggur nýr samningi við Félag eldri borgara á Húsavík og nágrenni um leigu á húsnæði og samstarf um félagsstarf fyrir eldri borgara. Samningurinn er lagður fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samning og vísar honum til samþykktar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 130. fundur - 19.01.2023

Á 137. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samning við félag eldri borgara á Húsavík og nágrenni og vísar honum til samþykktar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Helena.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

Fjölskylduráð - 150. fundur - 25.04.2023

Félag eldriborgara á Húsavík og nágrenni kemur og kynnir ársreikning og árskýrslu starfsársins 2022
Fjölskylduráð þakkar forsvarsmönnum Félags eldri borgara á Húsavík og nágrenni fyrir komuna á fundinn.

Ársreikningur og ársskýrsla lögð fram til kynningar.

Fjölskylduráð - 205. fundur - 10.12.2024

Fyrir fjölskylduráði liggur núgildandi samnngur. Í 3. gr. kemur fram að leiga á húsnæði vegna tómstundastarfs er gerður tímabundinn frá 1. janúar 2023 til 31. desember 2024.
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að ganga til viðræðna um ótímabundinn samning með 6 mánaða uppsagnarfresti við Félag eldri borgara á Húsavík og nágrenni um leigu á húsnæði vegna tómstundastarfs.