Fara í efni

Fjölskylduráð

124. fundur 23. ágúst 2022 kl. 08:30 - 12:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Unnsteinn Ingi Júlíusson varamaður
    Aðalmaður: Hanna Jóna Stefánsdóttir
  • Halldór Jón Gíslason varamaður
    Aðalmaður: Ingibjörg Benediktsdóttir
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Hróðný Lund félagsmálafulltrúi sat fundinn undir liðum 1 og 5-6.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 2-4.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 5-7.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 6-7.

Helga Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Grænuvalla sat fundinn undir lið 2.
Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðar sat fundinn undir lið 3-4.
Kristinn Lúðvíksson forstöðumaður Frístundar og félagsmiðstöðva sat fundinn undir lið 5.

1.Samningur við FEBHN um leigu á húsnæði og samstarf um félagsstarf.

Málsnúmer 201905125Vakta málsnúmer

Lilja Skarphéðinsdóttir og Egill Olgeirsson koma á fundinn f.h. FEBHN.
Fjölskylduráð þakkar Lilju og Agli fyrir komuna á fundinn. Ráðið mun halda áfram umræðum um nýjan samning við FEBHN á næstu fundum.

2.Grænuvellir - Starfsemi

Málsnúmer 202208023Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar starfsemi Grænuvalla og þær áskoranir sem fram undan eru í leikskólamálum á Húsavík. Á fundi ráðsins þann 9. ágúst sl. kynnti leikskólastjóri starfsáætlun Grænuvalla 2022-2023 ásamt því að fara yfir stöðu leikskólans í upphafi skólaárs og ákveðið að fjalla áfram um málið á næsta fundi.
Fjölskylduráð þakkar Helgu fyrir komuna á fundinn.
Fjölskylduráð leggur til að stofnaður verði fimm manna starfshópur til að fjalla um og móta tillögur varðandi leikskólastarf með yngri börnum og aðlögun þeirra inn í leikskólann á komandi vetri.
Í hópnum verðir fræðslufulltrúi, kennsluráðgjafi, leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri, deildarstjóri og verkefnastjóri af Grænuvöllum.
Hópurinn skili niðurstöðum að fjórum viknum liðnum.

3.Starfsemi Grunnskóla Raufarhafnar 2022-2023

Málsnúmer 202203085Vakta málsnúmer

Skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar kynnir vinnu við starfsáætlun og starfsemi skólans skólaárið 2022-2023.
Fjölskylduráð þakkar Hrund fyrir greinargóða kynningu.

4.Starfsemi Öxarfjarðarskóla 2022 - 2023

Málsnúmer 202208066Vakta málsnúmer

Skólastjóri Öxarfjarðarskóla kynnir vinnu við starfsáætlun og starfsemi skólans skólaárið 2022-2023.
Fjölskylduráð þakkar Hrund fyrir greinargóða kynningu.

5.Starfsemi Sumarfrístundar 2022

Málsnúmer 202208067Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi frá foreldrum barna í 2.bekk sem sóttu Sumarfrístund á Húsavík. Erindi foreldranna er um starfsemi og skipulag Sumarfrístundar.
Halldór Jón vék af fundi undir þessum lið.
Fjölskylduráð þakkar foreldrum fyrir erindið og þær ábendingar sem þar koma fram.
Ráðið fór yfir erindið með íþrótta- og tómstundafulltrúa og forstöðumanni Frístundar. Framundan er að vinna starfsskýrslu um starfssemi Sumarfrístundar sumarið 2022. Vilji og metnaður er fyrir því að bjóða uppá fjölbreytt og áhugavert starf þar sem öryggi og velferð barna verði höfð að leiðarljósi.

6.Fundaáætlun fjölskylduráðs

Málsnúmer 202208060Vakta málsnúmer

Formaður ráðsins leggur fram tillögu sína um fundaáætlun ráðsins.
Lagt fram til kynningar.

7.Ósk um samning um framkvæmd og umsjón menningar og hrútadaga á Raufarhöfn

Málsnúmer 202208019Vakta málsnúmer

Nanna Steina, fyrir hönd menningarnefndar á Raufarhöfn, óskar eftir samtali við Norðurþing vegna framkvæmdar og umsjónar menningar- og hrútadaga á Raufarhöfn.
Ingibjörg Hanna vék af fundi undir þessum lið.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Menningar- og hrútadaga um 250.000 kr. líkt og fyrri ár. Ráðið vísar erindinu til byggðarráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs með tilliti til aðstoðar starfsmanna Norðurþings við hátíðina. Fjölskylduráð óskar eftir því að fulltrúar úr Menningarnefnd komi til fundar ráðsins til að ræða framtíð bæjarhátíða.

Fundi slitið - kl. 12:15.