Fara í efni

Fjölskylduráð

116. fundur 11. apríl 2022 kl. 13:00 - 16:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Jón Sigurgeirsson varamaður
  • Jóna Björg Arnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 1-6.
Jón Höskuldsson fræðslustjóri sat fundinn undir liðum 6-9.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir liðum 7 og 14.
Jónas Einarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir lið 10.

Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri Grænuvalla sat fundinn undir lið 8.

Jóna Bjög Arnarsdóttir vék af fundi kl. 14:30 og kom aftur 15:10.

1.Ársreikingur félags eldirborgara og nágrennis

Málsnúmer 202204031Vakta málsnúmer

Ársreikningur félags eldri borgara lagður fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

2.Félagsstarf aldraðra sumar 2022

Málsnúmer 202204030Vakta málsnúmer

Félagsstarfs aldraðra sumarið 2022


Fyrir fjölskylduráði liggur að taka ákvörðun um hvort ráðið verður sumarafleysing inn í félagstarf aldraðra í sumar, eða hvort lokað verði meðan starfamaður er í sumarleyfi. Einnig þarf að taka ákörðun um að ef lokun verður hve lengi hún varir.
Fjölskylduráð samþykkir samfellda lokun í a.m.k. sex vikur sumarið 2022. Ráðið felur félagsmálastjóra að útfæra tímabil lokunar í samráði við félagið.

3.Farsældarráð Norðurþings

Málsnúmer 202204042Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði er lögð fram kynning á Farsældraráði Norðurþings
Fjölskylduráð þakkar félagsmálastjóra kynningu á Farsældarráði Norðurþings.

4.Samningur við FEB um leigu á húsnæði og samstarf um félagsstarf.

Málsnúmer 201905125Vakta málsnúmer

Samningur um leigu á húsnæði Félags eldri borgara á Húsavík og nágrenni og samstarf um félagstarf fyrir eldriborga rennur út þann 31. ágúst 2022. Taka þarf afstöðu til áframhaldandi samnings og samstarfs.
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að ganga til samninga við FEBHN um framlengingu núverandi samnings út árið 2022 og leggja fyrir ráðið að nýju.

5.Römpum upp Ísland

Málsnúmer 202203136Vakta málsnúmer

Til kynningar er verkefnið Römpum upp Ísland.
Fjölskylduráð leggur til við skipulags- og framkvæmdaráð að kortleggja aðgengi að þjónustubyggingum og þjónustusvæðum Norðurþings. Einnig að kynna verkefnið fyrir verslunareigendum á svæðinu og möguleika þeirra til að taka þátt í verkefninu.

6.Skólaþjónusta Norðurþings - Sálfræðiþjónusta

Málsnúmer 202204034Vakta málsnúmer

Greinargerð yfirsálfræðing um sálfræðiþjónustu Skólaþjónustu Norðurþings er lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

7.Framtíðarsýn og umræður um uppbyggingu innviða á fræðslu- og tómstundasviði Norðurþings

Málsnúmer 202109098Vakta málsnúmer

Til umræðu í fjölskylduráði er lagt fram minnisblað sveitarstjóra, íþrótta- og tómstundafulltrúa og fjölmenningarfulltrúa. Í blaðinu er reifuð hugmynd að viðamiklum breytingum á nýtingu Safnahússins á Húsavík, þar sem gengið er út frá því að starfsemi þess húss yrði stokkuð upp en starfsemi Norðurþings fléttuð inn í núverandi safnarými sjóminjasafns og byggðasafns. Hugmyndin er til umræðu og aðeins lögð fram sem mögulegur annar valkostur en að byggja alfarið nýtt húsnæði fyrir Frístund og félagsmiðstöð í námunda við Borgarhólsskóla.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að þróa hugmyndina áfram í samstarfi við meðhöfunda minnisblaðsins sem lagt var fram á fundinum og leggja fyrir ráðið að nýju á fyrsta fundi í maí.

8.Grænuvellir - Leikskóladagatal 2022-2023 - Skýrsla leikskólastjóra

Málsnúmer 202204037Vakta málsnúmer

Leikskóladagatal Grænuvalla er lagt fram til kynningar og skýrsla leikskólastjóra um stöðu mála á Grænuvöllum lögð fram til kynningar samhliða dagatali.
Óskað er eftir fjórum tveggja tíma starfsmannafundum, annað hvort eftir lokun eða á milli 14-16 þannig að skólinn myndi loka 4x á ári.
Lagt fram til kynningar.

9.Erindi frá nemendum Öxarfjarðarskóla - endurbætur á skólalóð

Málsnúmer 202203092Vakta málsnúmer

Fræðslufulltrúi leggur fram tillögu að uppbyggingu skólalóðar.
Lagt er til að lítið notaður sparkvöllur á Húsavík verði settur upp á skólalóð Öxarfjaraðarskóla. Fyrir liggur velvilji foreldra um að taka þátt í uppsetningu vallarins.
Fjölskylduráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og óskar eftir að sparkvöllur á Hjarðarholtstúni verði fluttur á skólalóð Öxarfjarðarskóla. Foreldrar nemenda í Öxarfjarðarskóla hafa lýst yfir vilja til þess að taka þátt í uppsetningu vallarins.

10.Framtíðarsýn um opinberar byggingar á Raufarhöfn

Málsnúmer 202110160Vakta málsnúmer

Vísað til kynningar og umræðu í Fjölskylduráði á 123 fundi Skipulags og framkvæmdaráðs sem var haldinn 5. apríl sl.

Til kynningar eru teikningar af breyttri notkun af skólahúsinu á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð vísar teikningum af breyttu skipulagi skólahússins á Raufarhöfn til umræðu í Hverfisráði Raufarhafnar.

11.Leikvellir í Norðurþingi

Málsnúmer 202109145Vakta málsnúmer

Málið var áður á dagskrá fjölskylduráðs á 101, 105, 107 og 108 fundi Fjölskylduráðs.

Starfshópur um uppbyggingu og endurskipulagningu leikvalla á Húsvík hefur skilað af sér tillögu að niðurstöðu í málinu.
Hópurinn leggur til að farið verði í eftirfarandi aðgerðir á árinu 2022 :
- Fallvarnir á völlum lagaðar skv. úttekt
- Rennibraut og gormatæki endurnýjuð á velli við Laugarbrekku/Höfðaveg.
- Leikvöllur á Túngötu verður lagður af
- Leiktæki við Stórhól verða fjarlægð (fyrir utan körfuboltavöll)
- Gras á sparkvöllum við Borgarhólsskóla verður endurnýjað á árinu 2022
- Skólalóð við Borgarhólsskóla verður hönnuð af fagaðila á árinu 2022 og uppbygging hefst strax árið 2023
Framtíðarsýn fjölskylduráðs er að fækka leikvöllum á Húsavík og byggja upp þrjá veglega leikvelli sem verða staðsettir í norðurbæ, suðurbæ og við Borgarhólsskóla. Fjölskylduráð samþykkir að fara í þær aðgerðir sem hópurinn leggur til. Sem eru eftirfarandi:
- Fallvarnir á völlum lagaðar skv. úttekt
- Rennibraut og gormatæki endurnýjuð á velli við Laugarbrekku/Höfðaveg
- Leikvöllur á Túngötu verður lagður af
- Leiktæki við Stórhól verða fjarlægð (fyrir utan körfuboltavöll)
Og almennu viðhaldi á eftirstandandi tækjum verði sinnt.
Fjölskylduráð vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.

12.Sparkvellir við Borgarhólsskóla

Málsnúmer 202204028Vakta málsnúmer

Fyrir Fjölskylduráði liggur minnisblað um ástand sparkvalla við Borgarhólsskóla á Húsavík.
Fjölskylduráð leggur til við skipulags- og framkvæmdaráð að skipta út gervigrasi á sparkvöllum við Borgarhólsskóla. Ráðið fer fram á að þessi framkvæmd fari á framkvæmdaáætlun ársins 2022.

13.Hönnun skólalóðar við Borgarhólsskóla

Málsnúmer 202204029Vakta málsnúmer

Starfshópur um leikvelli á Húsavík leggur til að farið verði í heildstæða hönnun á skólalóð við Borgarhólsskóla á árinu 2022.
Fjölskylduráð óskar eftir því við skipulags- og framkvæmdaráð að farið verði í heildstæða hönnun á lóð Borgarhólsskóla á árinu 2022, í tengslum við staðsetningu frístundarhúss, með það fyrir augum að hefja uppbyggingu árið 2023.

14.Mærudagar 2022

Málsnúmer 202204035Vakta málsnúmer

Drög að samningi við framkvæmdastjóra Mærudaga 2022 lögð fram til kynningar
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi við framkvæmdastjóra Mærudaga 2022 og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga til samninga og leggja fyrir ráðið að nýju. Fjölskylduráð fagnar því að Mærudagar verði haldnir að nýju og skorar á bæjarbúa að taka þátt.

Fundi slitið - kl. 16:30.