Römpum upp Ísland
Málsnúmer 202203136
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 393. fundur - 07.04.2022
Fyrir byggðarráði liggur erindi vegna verkefnisins Römpum upp Ísland.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og fjölskylduráðs til umfjöllunar.
Fjölskylduráð - 116. fundur - 11.04.2022
Til kynningar er verkefnið Römpum upp Ísland.
Fjölskylduráð leggur til við skipulags- og framkvæmdaráð að kortleggja aðgengi að þjónustubyggingum og þjónustusvæðum Norðurþings. Einnig að kynna verkefnið fyrir verslunareigendum á svæðinu og möguleika þeirra til að taka þátt í verkefninu.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 124. fundur - 12.04.2022
Á 116. fundi fjölskylduráðs 11. apríl 2022 var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð leggur til við skipulags- og framkvæmdaráð að kortleggja aðgengi að þjónustubyggingum og þjónustusvæðum Norðurþings. Einnig að kynna verkefnið fyrir verslunareigendum á svæðinu og möguleika þeirra til að taka þátt í verkefninu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að auglýsa verkefnið og að kortleggja aðgengi að þjónustubyggingum og -svæðum Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 129. fundur - 05.07.2022
Til kynnigar er verkefnið Römpum upp Ísland
Skipulags- og framkvæmdaráð hvetur verslanir og þjónustuaðila í Norðurþingi til að sækja um styrk í verkefnið Römpum upp Ísland til að bæta aðgengi.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 151. fundur - 28.03.2023
Fyrir skipulags og framkvæmdaráði liggja gögn frá Römpum upp Ísland og áætlun þeirra varðandi uppbyggingu rampa í sveitarfélaginu. Taka þarf ákvörðun varðandi kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins í verkefninu.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi kostnaðarþátttöku í verkefninu.