Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

151. fundur 28. mars 2023 kl. 13:00 - 15:35 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Kolbrún Heiða Valbergsdóttir varaformaður
  • Birkir Freyr Stefánsson varamaður
  • Reynir Ingi Reinhardsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá

1.Fundargerðir starfshóps vegna vinnu við aðalskipulag Norðurþings

Málsnúmer 202303083Vakta málsnúmer

Starfshópur vegna vinnu við aðalskipulag Norðurþings hefur haldið þrjá fundi með skipulagsráðgjafa.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti fundargerðirnar.
Vinna að nýju aðalskipulagi gengur skv. áætlun. Unnið hefur verið að fyrstu drögum varðandi flokkun landbúnaðarlands og vega í náttúru Íslands. Á síðasta fundi voru kynnt frumdrög að skipulagslýsingu, en stefnt er að kynningu skipulagslýsingar á næstu mánuðum.
Fundargerðir lagðar fram.

2.Erindisbréf fastaráða Norðurþings

Málsnúmer 202101137Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur uppfært og yfirfarið erindisbréf skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar, verður tekið til afgreiðslu á næsta fundi ráðsins.

3.Húsnæði fyrir frístund barna

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja gögn um framgang hönnunar á viðbyggingu við íþróttahöllina
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hefja samtal við arkitekt varðandi hönnun viðbyggingar við íþróttahöllina.

4.Undirbúningur á byggingarlandi í Skógargerðismel

Málsnúmer 202302040Vakta málsnúmer

Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggur kostnaðaráætlun í gerð mats á efnistöku úr Skógargerðismel.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir áætlunina frá Verkís og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta skrá fornminjar á svæðinu.

5.Framkvæmdir árið 2023

Málsnúmer 202303087Vakta málsnúmer

Fyrir Skipulags og framkvæmdaráði liggja framkvæmdir ársins 2023.
Lagt fram til kynningar.

6.Römpum upp Ísland

Málsnúmer 202203136Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags og framkvæmdaráði liggja gögn frá Römpum upp Ísland og áætlun þeirra varðandi uppbyggingu rampa í sveitarfélaginu. Taka þarf ákvörðun varðandi kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins í verkefninu.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi kostnaðarþátttöku í verkefninu.

Fundi slitið - kl. 15:35.