Fundargerðir starfshóps vegna vinnu við aðalskipulag Norðurþings
Málsnúmer 202303083
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 151. fundur - 28.03.2023
Starfshópur vegna vinnu við aðalskipulag Norðurþings hefur haldið þrjá fundi með skipulagsráðgjafa.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti fundargerðirnar.
Vinna að nýju aðalskipulagi gengur skv. áætlun. Unnið hefur verið að fyrstu drögum varðandi flokkun landbúnaðarlands og vega í náttúru Íslands. Á síðasta fundi voru kynnt frumdrög að skipulagslýsingu, en stefnt er að kynningu skipulagslýsingar á næstu mánuðum.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti fundargerðirnar.
Vinna að nýju aðalskipulagi gengur skv. áætlun. Unnið hefur verið að fyrstu drögum varðandi flokkun landbúnaðarlands og vega í náttúru Íslands. Á síðasta fundi voru kynnt frumdrög að skipulagslýsingu, en stefnt er að kynningu skipulagslýsingar á næstu mánuðum.
Fundargerðir lagðar fram.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 173. fundur - 07.11.2023
Fyrir fundi liggja fjórar fundargerðir vinnuhóps um endurskoðun aðalskipulags. Ennfremur liggur fyrir samantekt skipulagsráðgjafa vegna umsagna og athugasemda sem bárust við kynningu skipulagslýsingar aðalskipulagsvinnunnar.
Skjöl lögð fram til kynningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 186. fundur - 16.04.2024
Kynntar voru fimm síðustu fundargerðir starfshóps vegna vinnu við endurskoðun aðalskipulags. Fundirnir voru haldnir 30. nóvember, 14. desember, 25. janúar, 19. febrúar og 21. mars.
Fundargerðir lagðar fram og ræddar.