Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

173. fundur 07. nóvember 2023 kl. 13:05 - 15:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir varaformaður
  • Birkir Freyr Stefánsson aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Friðrik Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Beiðni um að vera viðstaddur sem rannsakandi á vinnufundi vegna gerðar umhverfis- og loftlagsstefnu Norðurþings

Málsnúmer 202310119Vakta málsnúmer

Jan Aksel Harder Klitgaard óskar eftir að fá að vera viðstaddur sem rannsakandi á vinnufundi vegna gerðar umhverfis- og loftslagsstefnu Norðurþings. Jan er að vinna doktorsrannsókn í mannfræði við Háskóla Íslands. Viðfangsefni hans snýst um að lýsa og skilja skynjun og upplifun fólks á Húsavík af náttúru Íslands og þeim umhverfisbreytingum sem orðið hafa undanfarna áratugi við Húsavík.

Á 172. fundi Skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fá Jan Aksel á næsta fund ráðsins til upplýsinga um rannsóknina sem hann vinnur að sem doktorsverkefni.
Jan Aksel Harder Klitgaard kom á fundinn undir þessum lið.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila Jan Aksel að vera viðstaddur vegna doktorsrannsóknar sinnar á vinnufundum vegna gerðar umhverfis- og loftlagsstefnu Norðurþings. Ráðið felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að fylgja málinu eftir.

2.Fundargerðir starfshóps vegna vinnu við aðalskipulag Norðurþings

Málsnúmer 202303083Vakta málsnúmer

Fyrir fundi liggja fjórar fundargerðir vinnuhóps um endurskoðun aðalskipulags. Ennfremur liggur fyrir samantekt skipulagsráðgjafa vegna umsagna og athugasemda sem bárust við kynningu skipulagslýsingar aðalskipulagsvinnunnar.
Skjöl lögð fram til kynningar.

3.Framkvæmdir Rarik á Húsavík 2023

Málsnúmer 202308025Vakta málsnúmer

Umsókn RARIK um lóð fyrir spennustöð á Húsavík vegna hraðhleðslustöðva í miðbæ Húsavíkur.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að ræða við Rarik um staðsetningu á lóð Stjórnsýsluhússins.

4.Framkvæmdaáætlun Náttúruminjaskrár; Norðurþing

Málsnúmer 202311015Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur kynning Umhverfisstofnunar á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár B-hluta: Framkvæmdaáætlun til næstu fimm ára yfir þær náttúruminjar sem Alþingi hefur ákveðið að setja í forgang um friðlýsingu eða friðun á næstu fimm árum.

Innan Norðurþings er tillögusvæðið norður Melrakkaslétta, sem er hluti af tillögusvæðinu Melrakkaslétta, sem er lagt til af Náttúrufræðistofnun Íslands vegna vistgerða og fugla. Svæðið er hluti af alþjóðlega mikilvægu fuglasvæði Melrakkasléttu.
Lagt fram til kynningar.

5.Ósk um breytingar á íþróttahúsinu í Lundi vegna líkamsræktaraðstöðu

Málsnúmer 202310099Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá Íþróttafélaginu Þingeyingi sem óskar eftir leyfi og samstarfi við Norðurþing um að fá að breyta gamla salnum/litla salnum í íþróttahúsinu í Lundi í góða líkamsræktaraðstöðu fyrir iðkendur félagsins og að iðkendur félagsins hafi aðgang að klefum og stóra sal þegar hann er laus.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að leggja fyrir ráðið kostnaðaráætlun vegna umbeðinnar framkvæmdar. Einnig felur ráðið sviðsstjóra að ræða við hlutaðeigandi hagsmunaaðila vegna nýtingar hússins.

6.Gjaldtaka á bílastæðum í miðbænum og á hafnarsvæði

Málsnúmer 202311017Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur að taka ákvörðun um gjaldtöku á bílastæðum í miðbæ og á hafnarsvæði Húsavíkur.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að taka saman minnisblað um möguleika til gjaldtöku á bílastæðum í miðbæ og á hafnarsvæði á Húsavík.

7.Hverfisráð Öxarfjarðar 2021 - 2023

Málsnúmer 202111166Vakta málsnúmer

Á 446. fundi byggðarráðs 2. nóvember 2023, var eftirfarandi bókað: Byggðarráð vísar máli nr. 1 og 3 frá fundi Hverfisráðs þann 27. sept sl. til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Athugasemdir hverfisráðs um skipulags- og matslýsingu endurskoðunar aðalskipulags verða teknar til athugunar við vinnslu skipulagstillögu sbr. fundarlið 2 hér að ofan.

Hvað varðar veginn um Röndina vísar ráðið í bókun á fundi þess þann 23. október sl. liður 2, málsnr. 202106077.

8.Hverfisráð Kelduhverfis 2021 - 2023

Málsnúmer 202111165Vakta málsnúmer

Á 446. fundi byggðarráðs 2. nóvember 2023, var eftirfarandi bókað: Byggðarráð vísar máli nr. 1 í fundargerðinni til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Athugasemdir hverfisráðs Kelduhverfis um skipulags- og matslýsingu endurskoðunar aðalskipulags verða teknar til athugunar við vinnslu skipulagstillögu sbr. fundarlið 2 hér að ofan.

9.Framkvæmdaáætlun 2024

Málsnúmer 202310038Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs fer yfir framkvæmdaáætlun 2024 og þriggja ára áætlun.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi framkvæmdaáætlun 2024 og þriggja ára áætlun til kynningar í byggðarráði og til staðfestingar í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 15:30.