Beiðni um að vera viðstaddur sem rannsakandi á vinnufundi vegna gerðar umhverfis- og loftlagsstefnu Norðurþings
Málsnúmer 202310119
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 172. fundur - 31.10.2023
Jan Aksel Harder Klitgaard óskar eftir að fá að vera viðstaddur sem rannsakandi á vinnufundi vegna gerðar umhverfis- og loftslagsstefnu Norðurþings. Jan er að vinna doktorsrannsókn í mannfræði við Háskóla Íslands. Viðfangsefni hans snýst um að lýsa og skilja skynjun og upplifun fólks á Húsavík af náttúru Íslands og þeim umhverfisbreytingum sem orðið hafa undanfarna áratugi við Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fá Jan Aksel á næsta fund ráðsins til upplýsinga um rannsóknina sem hann vinnur að sem doktorsverkefni.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 173. fundur - 07.11.2023
Jan Aksel Harder Klitgaard óskar eftir að fá að vera viðstaddur sem rannsakandi á vinnufundi vegna gerðar umhverfis- og loftslagsstefnu Norðurþings. Jan er að vinna doktorsrannsókn í mannfræði við Háskóla Íslands. Viðfangsefni hans snýst um að lýsa og skilja skynjun og upplifun fólks á Húsavík af náttúru Íslands og þeim umhverfisbreytingum sem orðið hafa undanfarna áratugi við Húsavík.
Á 172. fundi Skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fá Jan Aksel á næsta fund ráðsins til upplýsinga um rannsóknina sem hann vinnur að sem doktorsverkefni.
Á 172. fundi Skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fá Jan Aksel á næsta fund ráðsins til upplýsinga um rannsóknina sem hann vinnur að sem doktorsverkefni.
Jan Aksel Harder Klitgaard kom á fundinn undir þessum lið.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila Jan Aksel að vera viðstaddur vegna doktorsrannsóknar sinnar á vinnufundum vegna gerðar umhverfis- og loftlagsstefnu Norðurþings. Ráðið felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að fylgja málinu eftir.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila Jan Aksel að vera viðstaddur vegna doktorsrannsóknar sinnar á vinnufundum vegna gerðar umhverfis- og loftlagsstefnu Norðurþings. Ráðið felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að fylgja málinu eftir.