Framkvæmdir Rarik á Húsavík 2023
Málsnúmer 202308025
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 165. fundur - 29.08.2023
Erindi frá Rarik þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir á Húsavík í ágúst og september 2023 eru kynntar. Vinna Rarik sumarið 2023 miðar að því að styrkja og endurbæta lágspennu dreifikerfi meðfram Garðarsbraut, Rauðatorgi, Ásgarðsveg og Skólagarði.
Lagt fram til kynningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 169. fundur - 03.10.2023
Fulltrúar RARIK á Norðurlandi komu inn á fund skipulags- og framkvæmdaráðs til að ræða skipulagsmál RARIK innan sveitarfélagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fulltrúum RARIK fyrir komuna og upplýsandi samtal.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 173. fundur - 07.11.2023
Umsókn RARIK um lóð fyrir spennustöð á Húsavík vegna hraðhleðslustöðva í miðbæ Húsavíkur.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að ræða við Rarik um staðsetningu á lóð Stjórnsýsluhússins.