Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

169. fundur 03. október 2023 kl. 13:00 - 15:35 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Birkir Freyr Stefánsson aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Haukur Grímsson varamaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Þar sem hvorki formaður né varaformaður kölluðu til varamenn á fundinn, var í upphafi fundar borin upp tillaga um að Kristinn Jóhann Lund sinnti hlutverki formanns og var það samþykkt samhljóða.

Árni Grétar Árnason, Sigmundur Sigurðsson og Sigurjón Jóhannesson frá Rarik sátu fundinn undir lið 1.

1.Framkvæmdir Rarik á Húsavík 2023

Málsnúmer 202308025Vakta málsnúmer

Fulltrúar RARIK á Norðurlandi komu inn á fund skipulags- og framkvæmdaráðs til að ræða skipulagsmál RARIK innan sveitarfélagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fulltrúum RARIK fyrir komuna og upplýsandi samtal.

2.Framkvæmdaáætlun 2023

Málsnúmer 202210015Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs fór yfir framkvæmdaáætlun sviðsins fyrir 2023.
Lagt fram til kynningar.

3.Vegagerð á Röndinni Kópaskeri

Málsnúmer 202106077Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fór yfir stöðu mála varðandi gatnagerð á Röndinni á Kópaskeri og hugmynd að vegi að fiskeldi Rifóss á Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs fái tilboð í hönnun á nýjum vegi að fiskeldi Rifóss á Kópaskeri samkvæmt hugmynd sviðsstjóra.

4.Umhverfisstefna Norðurþings

Málsnúmer 201707063Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs kynnti gerð umhverfis- og loftslagsstefnu Norðurþings sem áætlað er að vinna veturinn 2023-2024.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillögur Verkís að mótun umhverfis- og loftslagsstefnu Norðurþings, dags. 26. september 2023.

5.Ábending um lækkandi yfirborð tjarna við Kópasker

Málsnúmer 202309018Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs kynnti fyrir skipulags- og framkvæmdaráði skýrslu Eflu þekkingarfyrirtækis. Skýrslan var unnin í september 2023 að beiðni fiskeldisfyrirtækisins Rifós á Kópaskeri vegna athugasemda og ábendinga um niðurdrátt í tjörnum í nágrenni Kópaskers.
Lagt fram til kynningar.

6.Lóðafrágangur við Pálsgarð 1

Málsnúmer 202309141Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti tilboð frá Naustalæk ehf. vegna lóðarfrágangs að Pálsgarði 1.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að taka fyrirliggjandi tilboði Naustalækjar ehf. í lóðarfrágang við Pálsgarð 1.

7.Bílastæðamál í væntanlegu aðalskipulagi Norðurþings

Málsnúmer 202309104Vakta málsnúmer

Með bréfi dags. 13. september 2023 skorar stjórn Húsavíkurstofu á skipulags- og framkvæmdaráð að huga vel að aukinni eftirspurn eftir bílastæðum á ferðamannatíma við endurskoðun aðalskipulags Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Húsavíkurstofu fyrir erindið.

8.Umsókn um stofnun lóðar út úr Nýjabæ

Málsnúmer 202309108Vakta málsnúmer

Bjarnastaðir hestaferðir ehf óska eftir samþykki fyrir stofnun 894 m² lóðar út úr Nýjabæ í Kelduhverfi. Ný lóð fái heitið Nýjibær 2. Fyrir fundi liggur hnitsettur lóðaruppdráttur.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðarstofnun verði samþykkt og að nýja lóðin fái heitið Nýjibær 2.

9.Ósk um stofnun lóðar út úr Oddsstöðum

Málsnúmer 202309098Vakta málsnúmer

Eigendur Oddsstaða á Melrakkasléttu óska eftir samþykki fyrir stofnun 1 ha lóðar utan um fyrrum útihús tilheyrandi Vatnsenda. Ný lóð fái heitið Vatnsendi útihús. Fyrir liggur hnitsettur lóðaruppdráttur.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðarstofnun verði samþykkt og að nýja lóðin fái heitið Vatnsendi útihús.

10.Ósk um stofnun lóðar út úr Afaborg

Málsnúmer 202309099Vakta málsnúmer

Eigendur Afaborgar óska eftir samþykki fyrir stofnun nýrrar lóðar út úr lóðinni. Ný lóð verði 1.035 m² skv. hnitsettu lóðarblaði sem fylgir umsókn. Ennfremur er þess óskað að nýja lóðin fái heitið Skýjaborg.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðarstofnun verði samþykkt og að nýja lóðin fái heitið Skýjaborg.

11.Ósk um vilyrði fyrir lóðum til uppbyggingar verslunar og þjónustu á Húsavík

Málsnúmer 202309090Vakta málsnúmer

Samkaup hf og KSK eignir óska eftir tímabundnum yfirráðum yfir tveimur svæðum þar sem hugmynd er að byggja upp 1.600-3.000 m² verslunar- og þjónustuhúsnæðis sem m.a. myndi hýsa nýja matvöruverslun. Svæði sem fyrirtækin óska eftir yfiráðum yfir eru landfylling við Suðurfjöru annarsvegar og hinsvegar svæði gegnt sláturhúsi Norðlenska. Ennfremur er óskað eftir vilyrði fyrir úthlutun lóðar þegar niðurstaða hagkvæmniathugunar liggur fyrir.
Skipulags- og framkvæmdaráði hugnast ekki staðsetning uppbyggingar fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði á landfyllingu í suðurfjöru. Ráðið er hinsvegar reiðubúið til að taka tímabundið, til loka janúar 2024, frá svæði undir mögulega uppbyggingu á svæði gegnt sláturhúsi Norðlenska vegna athugunar umsækjenda.

Fundi slitið - kl. 15:35.