Ósk um vilyrði fyrir lóðum til uppbyggingar verslunar og þjónustu á Húsavík
Málsnúmer 202309090
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 169. fundur - 03.10.2023
Samkaup hf og KSK eignir óska eftir tímabundnum yfirráðum yfir tveimur svæðum þar sem hugmynd er að byggja upp 1.600-3.000 m² verslunar- og þjónustuhúsnæðis sem m.a. myndi hýsa nýja matvöruverslun. Svæði sem fyrirtækin óska eftir yfiráðum yfir eru landfylling við Suðurfjöru annarsvegar og hinsvegar svæði gegnt sláturhúsi Norðlenska. Ennfremur er óskað eftir vilyrði fyrir úthlutun lóðar þegar niðurstaða hagkvæmniathugunar liggur fyrir.
Skipulags- og framkvæmdaráði hugnast ekki staðsetning uppbyggingar fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði á landfyllingu í suðurfjöru. Ráðið er hinsvegar reiðubúið til að taka tímabundið, til loka janúar 2024, frá svæði undir mögulega uppbyggingu á svæði gegnt sláturhúsi Norðlenska vegna athugunar umsækjenda.