Ábending um lækkandi yfirborð tjarna við Kópasker
Málsnúmer 202309018
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 167. fundur - 12.09.2023
Með bréfi dagsettu 2. september 2023 vekur Sigurlína Jóhanna Jóhannesdóttir athygli sveitarstjórnar á lækkandi yfirborði tjarna við Kópasker.
Um er að ræða þrjár tjarnir, Skólatjörn, Klifatjörn og Kotatjörn og leiðir bréfritari líkum að því að boranir Rifóss vegna starfsemi fyrirtækisins hafi haft áhrif á vatnsyfirborð tjarnanna og kallar eftir viðbrögðum.
Sveitarfélaginu hefur einnig borist erindi frá Guðmundi Erni Benediktssyni á Kópaskeri, dags. 5. september s.l., með sömu ábendingum og áhyggjum af niðurdrætti í tjörnum vegna vatnstöku laxeldis við Kópasker. Guðmundur sendi einnig ljósmyndir af svæðinu frá 20. ágúst s.l.
Um er að ræða þrjár tjarnir, Skólatjörn, Klifatjörn og Kotatjörn og leiðir bréfritari líkum að því að boranir Rifóss vegna starfsemi fyrirtækisins hafi haft áhrif á vatnsyfirborð tjarnanna og kallar eftir viðbrögðum.
Sveitarfélaginu hefur einnig borist erindi frá Guðmundi Erni Benediktssyni á Kópaskeri, dags. 5. september s.l., með sömu ábendingum og áhyggjum af niðurdrætti í tjörnum vegna vatnstöku laxeldis við Kópasker. Guðmundur sendi einnig ljósmyndir af svæðinu frá 20. ágúst s.l.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar ábendingar. Ráðið felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að koma ábendingunum áfram til hlutaðeigandi eftirlits- og rekstraraðila.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 169. fundur - 03.10.2023
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs kynnti fyrir skipulags- og framkvæmdaráði skýrslu Eflu þekkingarfyrirtækis. Skýrslan var unnin í september 2023 að beiðni fiskeldisfyrirtækisins Rifós á Kópaskeri vegna athugasemda og ábendinga um niðurdrátt í tjörnum í nágrenni Kópaskers.
Lagt fram til kynningar.