Vegagerð á Röndinni Kópaskeri
Málsnúmer 202106077
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 100. fundur - 29.06.2021
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur fyrir að taka ákvörðun um útboð vegna vegagerð á Röndinni á Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi teikningu og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að bjóða verkið út.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 169. fundur - 03.10.2023
Sviðsstjóri fór yfir stöðu mála varðandi gatnagerð á Röndinni á Kópaskeri og hugmynd að vegi að fiskeldi Rifóss á Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs fái tilboð í hönnun á nýjum vegi að fiskeldi Rifóss á Kópaskeri samkvæmt hugmynd sviðsstjóra.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 171. fundur - 23.10.2023
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs kynnti tilboð í hönnun að nýjum vegi að fiskeldi Rifóss á Kópaskeri ásamt hönnunarforsendum og lagði fram tillögu varðandi vegagerð.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfis og skipulagssviðs að vegagerð að fiskeldi Rifóss við Kópasker. Tillagan felur í sér að láta hanna nýjan veg að fiskeldi Rifóss við Kópasker, óska eftir breytingu á deiliskipulagi á svæðinu, bjóða út vegagerðina og hrinda framkvæmdum af stað eins fljótt og unnt er þegar breyting á deiluskipulagi hefur verið samþykkt. Hluti verksins felst í því að koma veginum um Röndina sem byrjað var á í ásættanlegt horf, þ.e. að lagfæra vegbrún milli eldri vegar og þess nýja og rykbinda með malarlagi.
Þegar nýr vegur verður tilbúinn og tekinn í notkun verði leiðinni um Röndina að fiskeldinu lokað fyrir umferð fólks- og flutningabíla og nýttur sem göngu og hjólaleið.
Samkvæmt hönnunarforsendum verður kostnaður við nýjan veg minni eða sá sami og við vegagerð um Röndina sem var áður samþykkt.
Þegar nýr vegur verður tilbúinn og tekinn í notkun verði leiðinni um Röndina að fiskeldinu lokað fyrir umferð fólks- og flutningabíla og nýttur sem göngu og hjólaleið.
Samkvæmt hönnunarforsendum verður kostnaður við nýjan veg minni eða sá sami og við vegagerð um Röndina sem var áður samþykkt.