Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Framkvæmdir Rarik á Húsavík 2023
Málsnúmer 202308025Vakta málsnúmer
Erindi frá Rarik þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir á Húsavík í ágúst og september 2023 eru kynntar. Vinna Rarik sumarið 2023 miðar að því að styrkja og endurbæta lágspennu dreifikerfi meðfram Garðarsbraut, Rauðatorgi, Ásgarðsveg og Skólagarði.
Lagt fram til kynningar.
2.Beiðni um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara við Aðalbraut á Raufarhöfn
Málsnúmer 202308051Vakta málsnúmer
Tengir hf. óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðaravæðingar Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að veita Tengi hf. framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðaravæðingar á Raufarhöfn.
3.Beiðni um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara á Raufarhöfn
Málsnúmer 202308037Vakta málsnúmer
Tengir hf óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðaravæðingar Raufarhöfn
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að veita Tengi hf. framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðaravæðingar á Raufarhöfn.
4.Ósk um framkvæmdaleyfi til að plægja niður jarðstreng í Kelduhverfi
Málsnúmer 202305085Vakta málsnúmer
RARIK ohf óskar framkvæmdaleyfis fyrir plægingu jarðstrengja í Kelduhverfi. Erindi RARIK var áður tekið fyrir á fundi ráðsins 23. maí. Þá óskaði ráðið eftir frekari gögnum og umsögnum. Nú liggja þau gögn fyrir.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að rask vegna fyrirhugaðra framkvæmda hverfi fljótt. Ráðið telur að nú liggi fyrir fullnægjandi umsagnir og samþykki landeigenda og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita RARIK leyfi til framkvæmdanna, enda verði leiðbeiningum Minjastofnunar, Umhverfisstofnunar og Fiskistofu um umgengni og frágang fylgt.
5.Ósk um umsögn um rekstrarleyfi gistingar fyrir Laugarholt 3a
Málsnúmer 202308045Vakta málsnúmer
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar vegna veitingar rekstrarleyfis til sölu gistingar í Laugaholti 3a á Húsavík. Leyfishafi yrði Guðrún Þóra Hallgrímsdóttir.
Rebekka vék af fundi undir þessum lið.
Skipulags- og framkvæmdaráð veitir jákvæða umsögn um erindið með vísan til vinnureglna sem samþykktar voru í sveitarstjórn apríl 2018.
Kristinn og Aldey óska bókað:
Gildandi vinnureglur eru síðan 2018 og óska undirrituð eftir að þær verði endurskoðaðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð veitir jákvæða umsögn um erindið með vísan til vinnureglna sem samþykktar voru í sveitarstjórn apríl 2018.
Kristinn og Aldey óska bókað:
Gildandi vinnureglur eru síðan 2018 og óska undirrituð eftir að þær verði endurskoðaðar.
6.Umsókn um lóð að Aðalbraut 26
Málsnúmer 202308048Vakta málsnúmer
Sigvaldi Ómar Aðalsteinsson, f.h. Loðpels ehf, óskar eftir úthlutun lóðarinnar að Aðalbraut 26 á Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð er ekki reiðubúið að ráðstafa þessari lóð á þessu stigi.
7.Umsókn um lóðirnar að Hrísmóum 3 og 5 undir þurrkstöð
Málsnúmer 202308050Vakta málsnúmer
Haukur Marteinsson, f.h. GG2023 ehf, óskar eftir byggingarlóðunum að Hrísmóum 3 og 5 á Húsavík til uppbyggingar þurrkstöðvar fyrir landbúnaðarafurðir. Þar er f.o.f. verið að horfa til þurrkunar á korni og graskögglum.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir frekari upplýsingum um fyrirhugaða uppbyggingu.
8.Tjaldsvæði Norðurþings stöðumat
Málsnúmer 202301017Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissvið fór yfir mál tjaldsvæða í Norðurþingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að útbúa minnisblað um ástand tjaldsvæða í Norðurþingi sem og gistináttafjölda í sumar og leggja fyrir ráðið að nýju um miðjan september.
Fundi slitið - kl. 16:00.