Umsókn um lóðirnar að Hrísmóum 3 og 5 undir þurrkstöð
Málsnúmer 202308050
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 165. fundur - 29.08.2023
Haukur Marteinsson, f.h. GG2023 ehf, óskar eftir byggingarlóðunum að Hrísmóum 3 og 5 á Húsavík til uppbyggingar þurrkstöðvar fyrir landbúnaðarafurðir. Þar er f.o.f. verið að horfa til þurrkunar á korni og graskögglum.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir frekari upplýsingum um fyrirhugaða uppbyggingu.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 168. fundur - 19.09.2023
Umsókn GG2023 ehf um tvær byggingarlóðir að Hrísmóum 3 og 5 á Húsavík var til umfjöllunar á fundi ráðsins 29. ágúst s.l. Þá óskaði skipulags- og framkvæmdaráð eftir frekari upplýsingum um fyrirhugaða uppbyggingu.
Umsækjandi hefur nú komið til sveitarfélagsins ítarlegri upplýsingum um notkun lóðanna.
Umsækjandi hefur nú komið til sveitarfélagsins ítarlegri upplýsingum um notkun lóðanna.
Í þeim upplýsingum sem fram koma af hálfu umsækjanda er í upphafi aðeins ætlunin að koma upp þurrkunarbúnaði. Fyrirferð á búnaði er ekki mikil og ekki hægt að réttlæta úthlutun stórrar og verðmætrar byggingarlóðar á iðnaðarsvæði við Húsavík undir þennan búnað. Ráðið leggur því til við sveitarstjórn að lóðunum verði ekki úthlutað að svo komnu.
Sveitarstjórn Norðurþings - 137. fundur - 28.09.2023
Á 168. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs, var eftirfarandi bókað: Í þeim upplýsingum sem fram koma af hálfu umsækjanda er í upphafi aðeins ætlunin að koma upp þurrkunarbúnaði. Fyrirferð á búnaði er ekki mikil og ekki hægt að réttlæta úthlutun stórrar og verðmætrar byggingarlóðar á iðnaðarsvæði við Húsavík undir þennan búnað. Ráðið leggur því til við sveitarstjórn að lóðunum verði ekki úthlutað að svo komnu.
Til máls tóku: Hjálmar, Soffía, Benóný og Aldey.
Hjálmar leggur til að afgreiðslu málsins verði frestað.
Tillaga Hjálmars er samþykkt samhljóða.
Hjálmar leggur til að afgreiðslu málsins verði frestað.
Tillaga Hjálmars er samþykkt samhljóða.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 170. fundur - 10.10.2023
GG2023 ehf óska eftir tímabundinni aðstöðu til uppsetningar og reksturs færanlegrar kornþurrkstöðvar í nágrenni við Orkustöðina á Húsavík. Umsækjandi telur lóðina að Hrísmóum 3 heppilega, en tilgreinir að aðrar lóðir á svæðinu komi einnig til greina. Félagið óskar afnota af lóðinni til næstu fimm ára. Meðfylgjandi umsókn eru kynningargögn um sambærilega þurrkstöð. Horft er til þess að þurrka um 1.000 tonn af korni síðsumars 2024 og að afköst verði um tvöfalt meiri sumarið 2025.
Ósk um formlega lóðarúthlutun lóðanna að Hrísmóum 3 og 5 til sama félags var til umfjöllunar á fundi ráðsins þann 19. september s.l. en ráðið féllst þá ekki á að úthluta byggingarlóðunum varanlega.
Ósk um formlega lóðarúthlutun lóðanna að Hrísmóum 3 og 5 til sama félags var til umfjöllunar á fundi ráðsins þann 19. september s.l. en ráðið féllst þá ekki á að úthluta byggingarlóðunum varanlega.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu málsins og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að eiga frekari viðræður við forsvarsmenn GG2023 ehf. um afnot af lóðinni að Hrísmóum 3.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 171. fundur - 23.10.2023
GG2023 ehf óskar tímabundinna afnota af lóðinni að Hrísmóum 3 undir færanlega þurrkstöð fyrir korn. Óskað er eftir afnotum lóðarinnar til næstu fimm ára. Til lengri tíma er hugsað til uppbyggingar varanlegrar þurrkstöðvar fyrir fleiri framleiðsluþætti s.s. gras og heyköggla, grisjunarvið og jafnvel lífræna áburðarframleiðslu. Um erindið hefur verið fjallað í tvígang á undanförnum vikum hjá skipulags- og framkvæmdaráði. Nú liggur fyrir áætlun um umferð vegna kornþurrkunarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði veitt vilyrði fyrir afnot af lóðinni að Hrísmóum 3 til loka nóvember 2028. Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs verði falið að vinna tillögu að samningi um afnot lóðarinnar og bera undir ráðið.
Sveitarstjórn Norðurþings - 139. fundur - 30.11.2023
Á 171. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði veitt vilyrði fyrir afnot af lóðinni að Hrísmóum 3 til loka nóvember 2028. Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs verði falið að vinna tillögu að samningi um afnot lóðarinnar og bera undir ráðið.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði veitt vilyrði fyrir afnot af lóðinni að Hrísmóum 3 til loka nóvember 2028. Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs verði falið að vinna tillögu að samningi um afnot lóðarinnar og bera undir ráðið.
Til máls tók: Soffía.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 184. fundur - 26.03.2024
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti fyrir skipulags- og framkvæmdaráði samning við GG2023 um afnot af lóðinni Hrísmóar 3 fyrir þurrkstöð.
Skipulags- og Framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi afnotasamning.