Sveitarstjórn Norðurþings
1.Beiðni um tímabundið leyfi frá störfum í sveitarstjórn Norðurþings
Málsnúmer 202311088Vakta málsnúmer
2.Beiðni um lausn frá störfum í sveitarstjórn Norðurþings
Málsnúmer 202311067Vakta málsnúmer
3.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2022-2026
Málsnúmer 202205077Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdarráð:
Aldey Unnar Traustadóttir verður aðalmaður
Jónas Þór Viðarsson verður varamaður
Byggðarráð:
Jónas Þór Viðarsson verður varamaður
Sveitarstjórn:
Jónas Þór Viðarsson verður sveitarstjórnarfulltrúi
Óli Halldórsson verður varamaður í sveitarstjórn
4.Álagning gjalda 2024
Málsnúmer 202310048Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að útsvarsprósenta verði áfram 14,74% vegna ársins 2024 og óbreytt álagning fasteignagjalda. Ráðið vísar álagningu gjalda til samþykktar í sveitarstjórn.
Eftirfarandi liggur fyrir í framlögðu yfirlit um álagningu gjalda vegna fjárhagsáætlunar 2024 og þriggja ára áætlunar 2025-2027.
Útsvar 14,74%
Fasteignaskattur:
A flokkur 0,460%
B flokkur 1,32%
C flokkur 1,55%
Lóðaleiga 1 1,50%
Lóðaleiga 2 2,50%
Vatnsgjald:
A flokkur 0,050%
B flokkur 0,450%
C flokkur 0,450%
Fráveitugjald:
A flokkur 0,100%
B flokkur 0,275%
C flokkur 0,275%
Sorphirðugjald:
A flokkur - heimili 74.072 kr.
B flokkur - sumarhús 37.036 kr.
Tillaga um útsvar er samþykkt samhljóða.
Tillaga um fasteignaskatt er samþykkt samhljóða.
Tillaga um lóðaleigu er samþykkt samhljóða.
Tillaga um vatnsgjald er samþykkt samhljóða.
Tillaga um fráveitugjald er samþykkt samhljóða.
Tillaga um sorphirðugjald er samþykkt samhljóða.
5.Gjaldskrár Norðurþings 2024
Málsnúmer 202309128Vakta málsnúmer
Gjaldskrár fjölskyldusviðs:
Gjaldskrá leikskóla - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá frístund - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá Tónlistarskóli Húsavíkur - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá skólamötuneyta í Norðurþingi - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá bókasafna - lagt er til 7,5% hækkun að jafnaði skv. verðbólguspá. Fyrir utan að árgjald sem hækkar úr 2.150 kr í 3.500 kr.
Gjaldskrár tómstunda- og æskulýðssviðs - lagt er til 7,5% hækkun að jafnaði skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna - lagt til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrár Miðjan Hæfing - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá Þjónustan Heim - lagt er til um 8% hækkun í samræmi við spágildi Hagstofu Íslands.
Gjaldskrá Borgin frístund - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá Borgin sumarfrístund - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá skammtímadvöl ungmenna (18 ára og eldri) og Sólbrekku - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá ferðaþjónustu - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrár framkvæmdasviðs:
Gjaldskrá þjónustumiðstöðvar - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá vegna hunda- og kattahalds - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá meðhöndlun og förgun úrgangs - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá slökkviliðs - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá landleigu - lagt er til 6500 kr. í 7500 kr. per hektara á ári
Gjaldskrá gámaleigu í Haukamýri - lagt er til eftirfarandi breytingar;
20 feta gámur fari úr 3.000 kr. í 3500 kr. per. mánuð.
Bátakerra fari úr 3.000 kr. í 3500 kr per. mánuð.
40 feta gámur fari úr 6.000 kr. í 7000 kr. per. mánuð.
Gjaldskrá Hafnasjóðs - lagt er til 7,5% hækkun að jafnaði skv. verðbóluspá.
Gjaldskrár fjölskyldusviðs eru samþykktar með atkvæðum allra nema Benónýs sem situr hjá.
Gjalskrár framkvæmdasviðs eru samþykktar samhljóða.
Gjaldskrá hafnasjóðs er samþykkt samhljóða.
6.Áætlanir vegna ársins 2024
Málsnúmer 202306019Vakta málsnúmer
Meirihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Fjárhagsáætlun ársins 2024 og þriggja ára áætlun eru hér lagðar fram í aðstæðum þar sem töluverð óvissa ríkir um framvindu efnahags- og kjaramála og verðbólga hjaðnar hægar en spár gerðu ráð fyrir. Í áætluninni er lögð áhersla á aðhald í rekstri, eflingu grunnþjónustu og forgangsröðun í þágu yngstu íbúa sveitarfélagsins. Áætlunin stenst lagaleg viðmið um afkomu og fjárhagsstöðu samkvæmt sveitarstjórnarlögum sem er sannarlega góður árangur við framangreindar aðstæður. Skuldahlutfallið samkvæmt ársreikningi 2022 var 122% og samkvæmt framlagðri áætlun fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að skuldahlutfallið verði 136,4% sem skýrist af fyrirhuguðum stórum framkvæmdum á árinu á borð við hjúkrunarheimili og frístundahúsnæði. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 746 m.kr. í samstæðunni sem gerir um 13,9% samanborið við 12,3% í áætlun 2023. Þá er gert er ráð fyrir að laun og launatengd gjöld í hlutfalli af tekjum nemi 52,9% í samstæðu og 58,97% í A-hluta sem er lækkun um 1,2% frá áætlun 2023.
Auk stórra fjárfestinga í hjúkrunarheimili og frístundahúsnæði verður farið í viðamiklar fjárfestingar í gatnagerð sem síðar mun skila okkur í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis en einnig betri þjónustu við fyrirtæki sem kjósa að hafa sína starfsemi í sveitarfélaginu. Þær fjárfestingar eru aðkallandi í samfélagi sem er stækkandi og býr yfir gnægð tækifæra.
Undirrituð þakka starfsfólki Norðurþings fyrir góða vinnu við gerð fjárhagsáætlunar og fulltrúum allra stjórnmálaflokka fyrir samstarfið á meðan vinnslu fjárhagsáætlunar hefur staðið.
Eiður Pétursson
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Kristinn Jóhann Lund
Soffía Gísladóttir
Fjáhagsáætlun 2024 er borin undir atkvæði og er samþykkt samhljóða.
Þriggja ára áætlun 2025-2027 er borin undir atvkæði og er samþykkt samhljóða.
7.Framkvæmdaáætlun 2024
Málsnúmer 202310038Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi framkvæmdaáætlun 2024 og þriggja ára áætlun til kynningar í byggðarráði og til staðfestingar í sveitarstjórn.
Framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs vegna ársins 2024 og næstu þriggja ára þar á eftir borin undir atkvæði og er samþykkt samhljóða.
8.Fjárhags og framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs Norðurþings 2024-2027
Málsnúmer 202309048Vakta málsnúmer
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir fjárhagsáætlun Hafnasjóðs fyrir árið 2024 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs fyrir árin 2024-2027 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.
Fjárhagsáætlun Hafnasjóðs fyrir árið 2024 borin undir atkvæði og er samþykkt samhljóða.
Framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs fyrir árin 2024-2027 er borin undir atkvæði og er samþykkt samhljóða.
9.Gjaldskrá Hitaveitu Öxarfjarðar
Málsnúmer 202311031Vakta málsnúmer
10.Þjónustustefna Norðurþings
Málsnúmer 202305116Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi þjónustustefnu sveitarfélagsins samhljóða.
11.Málstefna Norðurþings
Málsnúmer 202309097Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir uppfærð drög að málstefnu Norðurþings og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi málstefnu sveitarfélagsins samhljóða.
12.Endurskoðun samþykkta Norðurþings
Málsnúmer 202102059Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi viðauka við samþykktir um stjórn og fundarsköp Norðurþings um fullnaðarafgreiðslur ráða, stjórna, nefnda og starfsmanna sveitarfélagsins samhljóða.
13.Hverfisráð Norðurþings 2023 - 2025
Málsnúmer 202309134Vakta málsnúmer
Á 446. fundi byggðarráðs var eftirfarandi:
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að hverfisráð Kelduhverfis, Öxarfjarðar og Raufarhafnar verði skipuð með eftirfarandi hætti:
Hverfisráð Kelduhverfis verði:
Aðalsteinn Örn Snæþórsson, aðalmaður
Salbjörg Matthíasdóttir, aðalmaður
Guðmundur Baldvin Guðmundsson, aðalmaður
Jónas Þór Viðarsson, varamaður
Jóhannes Guðmundsson, varamaður (bættist við eftir fund byggðarráðs)
Hverfisráð Öxarfjarðar verði:
Ann-Charlotte Fernholm, aðalmaður
Brynjar Þór Vigfússon, aðalmaður
Þorbjörg Dóra Gunnarsdóttir, aðalmaður
Stefán Haukur Grímsson, varamaður
Silja Rún Stefánsdóttir, varamaður
Hverfisráð Raufarhafnar verði:
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, aðalmaður
Reynir Þorsteinsson, aðalmaður
Margrét Rögnvaldsdóttir, aðalmaður
Bergdís Jóhannsdóttir, varamaður
Einar Sigurðsson, varamaður
Dregið var í þau hverfisráð þar sem fjöldi framboða og tilnefninga var meiri en sæti í hverfisráði.
Engin framboð né tilnefningar bárust í hverfisráð Reykjahverfis.
Tillaga byggðarráðs um skipan í hverfisráð Kelduhverfis er samþykkt samhljóða.
Tillaga byggðarráðs um skipan í hverfisráð Öxarfjarðar er samþykkt samhljóða.
Tillaga byggðarráðs um skipan í hverfisráð Raufarhafnar er samþykkt samhljóða.
14.Fráveitustofngjald verði hluti af gjaldskrá OH
Málsnúmer 202211150Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samþykkt um fráveitu til síðari umræðu.
Sveitarstjórn samþykkir samþykkt um fráveitu samhljóða.
15.Grunnskóli Raufarhafnar - Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2023
Málsnúmer 202310021Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka að upphæð 1.500.000 kr. vegna hækkunar á starfshlutfalli í kjölfar fjölgunar nemenda og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.
16.Vegna endurnýjunar undanþágu frá skilyrði um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu
Málsnúmer 202311086Vakta málsnúmer
Lagt fram.
17.Reglur um fjárhagsaðstoð
Málsnúmer 202209011Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð samþykkir uppfærðar reglur um fjárhagsaðstoð og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða.
18.Umsókn um lóðirnar að Hrísmóum 3 undir þurrkstöð
Málsnúmer 202308050Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði veitt vilyrði fyrir afnot af lóðinni að Hrísmóum 3 til loka nóvember 2028. Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs verði falið að vinna tillögu að samningi um afnot lóðarinnar og bera undir ráðið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
19.Umsókn um lóð að Hraunholti 7-9
Málsnúmer 202208069Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Daníel og Hafdísi verði úthlutað lóðinni að Hraunholti 7, eins og hún er teiknuð á fyrirliggjandi lóðaruppdrætti.
20.Umsókn um stofnun lóðar fyrir Fundahús í landi Voga
Málsnúmer 202310122Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt og að hún fái heitið Fundahús - Vogar.
21.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 vegna iðnaðarsvæðis í landi Akursels
Málsnúmer 202305050Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna skipulagstillöguna á vinnslustigi á opnu húsi og á vefsíðu Norðurþings. Samhliða verði kynnt tillaga að breytingu deiliskipulags fiskeldisins.
22.Breyting á deiliskipulagi fiskeldis á Núpsmýri
Málsnúmer 202205073Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna skipulagstillöguna á vinnslustigi á opnu húsi og á vefsíðu Norðurþings.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
23.Umsókn um lóð undir dreifistöð við Ketilsbraut
Málsnúmer 202311072Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að útbúin verði lóð undir spennistöð út úr lóðinni að Ketilsbraut 7-9 og úthlutað til Rarik. Afmörkun lóðarinnar verði til samræmis við framlagðan hnitsettan lóðaruppdrátt og nýja lóðin fái heitið Ketilsbraut 7a.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
24.Umsókn um framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á landi Lóns 2
Málsnúmer 202311066Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að veitt verði leyfi til skógræktar á svæðinu, með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar.
25.Skipulags- og framkvæmdaráð - 171
Málsnúmer 2310006FVakta málsnúmer
26.Skipulags- og framkvæmdaráð - 172
Málsnúmer 2310010FVakta málsnúmer
Hafrún Olgeirsdóttir vék af fundi undir umræðu á þessum lið.
Til máls tók undir lið 3 "Ósk um leyfi fyrir frískáp við Tún": Soffía.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
27.Skipulags- og framkvæmdaráð - 173
Málsnúmer 2310014FVakta málsnúmer
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
28.Skipulags- og framkvæmdaráð - 174
Málsnúmer 2311004FVakta málsnúmer
29.Skipulags- og framkvæmdaráð - 175
Málsnúmer 2311008FVakta málsnúmer
Áki og Jónas leggja fram eftirfarandi bókun:
Við undirritaðir höfum miklar áhyggjur af stefnu Norðurþings í þessum málaflokki Refa- og minkaveiði í Norðurþingi. Okkar álit er að skipulags- og framkvæmdaráð er að samþykkja með þessari bókun sinni að lágmarka veiðar á refi og minki eða jafnvel að leggja þær niður. Slík ákvörðun hefur miklar afleiðingar fyrir lífríki, bændur t.d. æðarbændur og búfénað.
Undirritaðir hafa heyrt í bændum sem og refa og minkaveiðimönnum sem hafa miklar áhyggjur af stefnu Norðurþings sem nær langt út fyrir mörk sveitarfélagsins þar sem þeir telja að refur og minkur muni fjölga sér verulega verði tekin upp sú stefna sem liggur í bókun skipulags- og framkvæmdaráðs.
Verði þetta niðurstaða sveitarfélagsins sem felst í þessari bókun skipulags- og framkvæmdaráðs ætla þeir sem hafa stundað þessar veiðar í mörg ár og áratugi að leggja niður vopn sín og hætta slíkum veiðum, þar mun mikil reynsla og þekking fara forgörðum sem erfitt verður að endurheimta aftur.
Einnig má bæta við að Norðurþing var ný búið að bóka um vonda stöðu bænda og er þessi bókun ákveðið öfugmæli við það.
Það er því von okkar að Norðurþing sjái að sér og snúi af þessari óheillaþróun sem sveitarfélagið stefnir í varðandi refa og minkaveiði.
Sveitastjórn mun berast bréf frá BNSÞ (Búnaðarsambandi Norður Þingeyinga) sem lýsir miklum áhyggjum yfir breyttri stefnu Norðurþings í málafloknum, undirritaðir taka undir hvert orð í bréfi BNSÞ
Áki Hauksson og Jónas Þór Viðarsson
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
30.Fjölskylduráð - 165
Málsnúmer 2310005FVakta málsnúmer
31.Fjölskylduráð - 166
Málsnúmer 2310009FVakta málsnúmer
32.Fjölskylduráð - 167
Málsnúmer 2310013FVakta málsnúmer
33.Fjölskylduráð - 168
Málsnúmer 2311003FVakta málsnúmer
34.Fjölskylduráð - 169
Málsnúmer 2311006FVakta málsnúmer
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera bókun fjölskylduráðs vegna málsins að sinni, bókunin hljóðar svo:
Fjölskylduráð harmar að tekið hafi rúma 5 mánuði að fá formlegt svar frá mennta- og barnamálaráðuneytinu vegna umsóknar Norðurþings um þróunarleyfi fyrir Grunnskólann á Raufarhöfn en skólastarf hefur verið rekið á grundvelli umsóknarinnar frá upphafi skólastarfs í haust.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
35.Byggðarráð Norðurþings - 445
Málsnúmer 2310007FVakta málsnúmer
36.Byggðarráð Norðurþings - 446
Málsnúmer 2310011FVakta málsnúmer
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
37.Byggðarráð Norðurþings - 447
Málsnúmer 2311001FVakta málsnúmer
38.Byggðarráð Norðurþings - 448
Málsnúmer 2311005FVakta málsnúmer
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
39.Byggðarráð Norðurþings - 449
Málsnúmer 2311010FVakta málsnúmer
Hafrún Olgeirsdóttir vék af fundinum undir umræðu á þessum lið.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
40.Orkuveita Húsavíkur ohf - 249
Málsnúmer 2310012FVakta málsnúmer
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
41.Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 17
Málsnúmer 2311002FVakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 15:45.