Fara í efni

Áætlanir vegna ársins 2024

Málsnúmer 202306019

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 432. fundur - 08.06.2023

Fyrir byggðarráði liggur tillaga að vinnuferli vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 og næstu þriggja ára þar á eftir.
Fjármálstjóri kynnti fyrir byggðarráði vinnuferli við áætlanagerð vegna ársins 2024 og næstu þriggja ára þar á eftir.

Byggðarráð Norðurþings - 440. fundur - 07.09.2023

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2024-2027.
Fjármálastjóri fór yfir minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2024-2027.

Byggðarráð Norðurþings - 441. fundur - 14.09.2023

Fyrir byggðarráði liggja drög að fjárhagsrömmum sviða og stofnana vegna ársins 2024.
Fjárhagsrammar 2024 fyrir stofnanir og svið Norðurþings verða lagðir fyrir ráðið að nýju á næsta fundi þann 5. október nk.

Byggðarráð Norðurþings - 442. fundur - 26.09.2023

Fyrir byggðarráði liggja drög að fjárhagsrömmum sviða og stofnana Norðurþings vegna ársins 2024 ásamt tillögum að gjaldskrár breytingum vegna næsta árs.
Fjármálastjóri fór yfir drög að fjárhagsrömmum sviða og stofnana Norðurþings vegna ársins 2024. Stefnt er á að úthluta römmum til sviða og stofnana á fundi ráðsins þann 5.október nk.

Byggðarráð Norðurþings - 443. fundur - 05.10.2023

Fyrir byggðarráði liggja drög að römmum vegna fjárhagsáætlunar 2024.
Byggðarráð samþykkir framlagða fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2024 og vísar þeim til umfjöllunar annars vegar í fjölskylduráði og hins vegar í skipulags og framkvæmdaráði. Markmið byggðarráðs er að stuðla að aukinni sjálfbærni í rekstri sveitarfélagsins og stuðla að góðri hagstjórn og ábyrgri fjármálastjórn.

Fjölskylduráð - 164. fundur - 10.10.2023

Á 443. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir framlagða fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2024 og vísar þeim til umfjöllunar annars vegar í fjölskylduráði og hins vegar í skipulags og framkvæmdaráði. Markmið byggðarráðs er að stuðla að aukinni sjálfbærni í rekstri sveitarfélagsins og stuðla að góðri hagstjórn og ábyrgri fjármálastjórn.
Ráðið heldur áfram vinnu við fjárhagsáætlun á næstu fundum sínum.

Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 170. fundur - 10.10.2023

Bergþór Bjarnason fjármálastjóri kynnti fyrirliggjandi fjárhagsramma frá byggðaráði vegna fjárhagsáætlunar 2024
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Bergþóri Bjarnasyni fjármálastjóra fyrir komuna á fundinn.

Byggðarráð Norðurþings - 444. fundur - 12.10.2023

Fyrir byggðarráði liggur að vísa fjárhagsáætlun vegna ársins 2024 og næstu þriggja ára þar á eftir til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun vegna ársins 2024 og þriggja ára þar á eftir til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 138. fundur - 19.10.2023

Á 444. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun vegna ársins 2024 og þriggja ára þar á eftir til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Katrín og Benóný.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 til síðari umræðu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þriggja ára áætlun fyrir árin 2025-2027 til síðari umræðu.

Byggðarráð Norðurþings - 445. fundur - 26.10.2023

Fyrir byggðarráði liggur til umræðu framkvæmdaáætlun Norðurþings 2024-2027.
Fjármálastjóri fór yfir drög að framkvæmdaáætlun 2024-2027 sem var svo lögð fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 446. fundur - 02.11.2023

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar staða á áætlanagerð 2024- 2027.
Fjármálastjóri fór yfir vinnuna sem er í gangi við fjárhagsáætlunargerð fyrir árin 2024-2027.

Fjölskylduráð - 167. fundur - 07.11.2023

Á 164. fundi fjölskylduráðs 10.10.2023, var eftirfarandi bókað: Ráðið heldur áfram vinnu við fjárhagsáætlun á næstu fundum sínum.

Starfsfólk fór yfir drög að fjárhagsáætlunum málaflokka.
Lagt fram til kynningar.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að uppfæra áætlanirnar m.v. umræður á fundinum og leggja fyrir ráðið að viku liðinni.

Byggðarráð Norðurþings - 447. fundur - 09.11.2023

Fyrir byggðarráði liggur til umræðu fjárhagsáætlun Norðurþings 2024- 2027.
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð - 168. fundur - 14.11.2023

Á 167. fundi fjölskylduráðs 7. nóvember 2023, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að uppfæra áætlanirnar m.v. umræður á fundinum og leggja fyrir ráðið að viku liðinni.
Fjölskylduráð óskar eftir við byggðarráð að fjármagn vegna málaflokks 04 fræðslumál verði aukið um 44.047.000 kr. miðað við útgefinn ramma byggðarráðs. Fjölskylduráð leggur að auki til að 9.126.000 kr. verði fluttar af málaflokki 06 íþrótta- og tómstundamál á málaflokk 04. Við þessar breytingar verði rammi málaflokks 04 hækkaður um samtals 53.173.000 kr.

Fjölskylduráð óskar einnig eftir að rammi málaflokks 05 menningarmál verði hækkaður um 1.640.000 kr.

Byggðarráð Norðurþings - 448. fundur - 16.11.2023

Fyrir byggðarráði liggja fjárhagsáætlanir sviða og stofnana Norðurþings vegna ársins 2023.

Á 167. fundi fjölskylduráðs 7. nóvember 2023, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að uppfæra áætlanirnar m.v. umræður á fundinum og leggja fyrir ráðið að viku liðinni.
Fjölskylduráð óskar eftir við byggðarráð að fjármagn vegna málaflokks 04 fræðslumál verði aukið um 44.047.000 kr. miðað við útgefinn ramma byggðarráðs. Fjölskylduráð leggur að auki til að 9.126.000 kr. verði fluttar af málaflokki 06 íþrótta- og tómstundamál á málaflokk 04. Við þessar breytingar verði rammi málaflokks 04 hækkaður um samtals 53.173.000 kr.

Fjölskylduráð óskar einnig eftir að rammi málaflokks 05 menningarmál verði hækkaður um 1.640.000 kr.
Byggðarráð samþykkir hækkun á fjárhagsramma fræðslusviðs um 53.173.000 kr.
Byggðarráð samþykkir hækkun á fjárhagsramma menningarsviðs um 1.640.000 kr.

Byggðarráð Norðurþings - 449. fundur - 23.11.2023

Fyrir byggðarráði liggur fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2025-2027.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun ársins 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 139. fundur - 30.11.2023

Fyrir sveitarstjórn liggur til síðari umræðu fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2024 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2025-2027.
Til máls tóku: Katrín, Hafrún og Benóný.

Meirihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Fjárhagsáætlun ársins 2024 og þriggja ára áætlun eru hér lagðar fram í aðstæðum þar sem töluverð óvissa ríkir um framvindu efnahags- og kjaramála og verðbólga hjaðnar hægar en spár gerðu ráð fyrir. Í áætluninni er lögð áhersla á aðhald í rekstri, eflingu grunnþjónustu og forgangsröðun í þágu yngstu íbúa sveitarfélagsins. Áætlunin stenst lagaleg viðmið um afkomu og fjárhagsstöðu samkvæmt sveitarstjórnarlögum sem er sannarlega góður árangur við framangreindar aðstæður. Skuldahlutfallið samkvæmt ársreikningi 2022 var 122% og samkvæmt framlagðri áætlun fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að skuldahlutfallið verði 136,4% sem skýrist af fyrirhuguðum stórum framkvæmdum á árinu á borð við hjúkrunarheimili og frístundahúsnæði. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 746 m.kr. í samstæðunni sem gerir um 13,9% samanborið við 12,3% í áætlun 2023. Þá er gert er ráð fyrir að laun og launatengd gjöld í hlutfalli af tekjum nemi 52,9% í samstæðu og 58,97% í A-hluta sem er lækkun um 1,2% frá áætlun 2023.
Auk stórra fjárfestinga í hjúkrunarheimili og frístundahúsnæði verður farið í viðamiklar fjárfestingar í gatnagerð sem síðar mun skila okkur í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis en einnig betri þjónustu við fyrirtæki sem kjósa að hafa sína starfsemi í sveitarfélaginu. Þær fjárfestingar eru aðkallandi í samfélagi sem er stækkandi og býr yfir gnægð tækifæra.
Undirrituð þakka starfsfólki Norðurþings fyrir góða vinnu við gerð fjárhagsáætlunar og fulltrúum allra stjórnmálaflokka fyrir samstarfið á meðan vinnslu fjárhagsáætlunar hefur staðið.
Eiður Pétursson
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Kristinn Jóhann Lund
Soffía Gísladóttir



Fjáhagsáætlun 2024 er borin undir atkvæði og er samþykkt samhljóða.

Þriggja ára áætlun 2025-2027 er borin undir atvkæði og er samþykkt samhljóða.