Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

447. fundur 09. nóvember 2023 kl. 08:30 - 10:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið nr.1, sat fundinn Bergur Elías Ágústsson stjórnarformaður DA sf.

1.Starfsemi félagsins DA sf og framtíðaráform

Málsnúmer 202311021Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá stjórn DA sf. til aðildarfélaga þar sem óskað er eftir viðhorfum sveitarfélaganna til starfsemi félagsins og framtíðaráformum þess.

Með fundarboði fylgdi einnig fundargerð stjórnar DA sf. frá 1. nóvember sl. og minnispunktar stjórnarformanns um starfsemi/rekstrarform Dvalarheimilis aldraðra sf. í Þingeyjarsýslu.

Á fund byggðarráðs mætir stjórnaformaður DA sf. Bergur Elías Ágústsson.
Byggðarráð þakkar Bergi Elíasi stjórnarformanni DA sf. fyrir komuna á fundinn og góðar umræður. Ráðið heldur áfram umfjöllun sinni um starfsemi félagsins og framtíðaráformum þess á næstu vikum.

2.Ósk um styrk til framkvæmda við Húsavíkurkirkju- og safnaðarheimilis

Málsnúmer 202301068Vakta málsnúmer

Á fundi byggðarráðs þann 2. nóvember fól ráðið sveitarstjóra að vinna kostnaðargreiningu vegna umsóknar um styrk á móti fasteignagjöldum Bjarnahúss og Kirkjubæjar sem nú er tekið fyrir ásamt ákvörðun um frekari styrkveitingu vegna lóðarframkvæmda en óskað er eftir auknum styrk að fjárhæð 15.000.000 kr.
Meirihluti byggðarráðs samþykkir að veita sóknarnefnd Húsavíkurkirkju styrk að upphæð 1.384.965 kr. á móti því sem nemur fasteignaskatti og lóðarleigu Bjarnahúss og Kirkjubæjar fyrir árið 2023. Ráðið vekur athygli sóknarnefndar á því að sækja þarf árlega um styrk þegar álagning liggur fyrir í upphafi hvers árs.

Byggðarráð hafnar frekari styrkveitingu vegna lóðarframkvæmda við Húsavíkurkirkju.

3.Samkomulag um afgjald vegna vatnsnotkunar í fiskeldi Rifóss á Röndinni

Málsnúmer 202102058Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur uppfært samkomulag Norðurþings og Rifós (Fiskeldi Austfjarða hf.) um afgjald vegna notkunar á heitum jarðsjó á Röndinni við Kópasker.
Byggðarráð samþykkir uppfært samkomulag milli Norðurþings og Rifós (Fiskeldi Austfjarða hf.) og felur sveitarstjóra að ganga frá samkomulaginu.

4.Félagsmálastjóri

Málsnúmer 202311022Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ákvörðun félagsmálastjóra um að segja starfi sínu lausu.
Sveitarstjóra er falið að hefja undirbúning að auglýsingu um starf félagsmálastjóra.

Byggðarráð þakkar Hróðnýju Lund fráfarandi félagsmálastjóra fyrir vel unnin störf hjá sveitarfélaginu og óskar henni velfarnaðar í nýjum verkefnum.

5.Rekstur Norðurþings 2023

Málsnúmer 202212086Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja útsvarstekjur vegna október 2023.
Fjármálastjóri fór yfir útsvarstekjur vegna október 2023 og lykiltölur í rekstri sveitarfélagsins.

6.Áætlanir vegna ársins 2024

Málsnúmer 202306019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umræðu fjárhagsáætlun Norðurþings 2024- 2027.
Lagt fram til kynningar.

7.Málstefna Norðurþings

Málsnúmer 202309097Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja uppfærð drög að Málstefnu Norðurþings sbr. bókun byggðarráðs á 443. fundi þann 5. október sl.
Byggðarráð samþykkir uppfærð drög að málstefnu Norðurþings og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn.

8.Erindi vegna Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands

Málsnúmer 202311016Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi og minnisblað frá Vetraríþróttamiðstöð Íslands sem sent er í framhaldi af fundi fulltrúa sveitarfélaganna á svæði SSNE í september.

Með erindinu vill stjórn VMÍ formlega kanna hug sveitarfélaganna til þátttöku í þróun á sýn stjórnar á áframhaldandi starfi og útvíkkun starfsemi VMÍ og því er þetta erindi sent til umfjöllunar.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að afla frekari gagna um kostnað sem tilfellur við verkefnið.

9.Umsókn í C.1 sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða

Málsnúmer 202212025Vakta málsnúmer

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð C.1, sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða. Sérstök áhersla er á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf. SSNE kallar eftir hugmyndum sem eiga heima í þessum farvegi þar sem SSNE þarf að vera umsækjandi.

Umsóknarfrestur er til miðnættis föstudagsins 22. janúar 2024.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman hugmyndir og leggja fyrir ráðið að nýju.

10.Norðurstrandarleið - Arctic Coast Way

Málsnúmer 202311026Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til upplýsinga gögn frá haustfundi Norðurstrandarleiðar 2023 sem var haldinn í fjarfundi mánudaginn 6.nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir stjórnar MMÞ

Málsnúmer 202211106Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnarfundar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga sem var haldinn í Safnahúsinu á Húsavík föstudaginn 27. október 2023.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301065Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 936. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var föstudaginn 27. október 2023.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:50.