Ósk um styrk til framkvæmda við Húsavíkurkirkju- og safnaðarheimilis
Málsnúmer 202301068
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 419. fundur - 02.02.2023
Fyrir byggðarráði liggur beiðni um styrk til framkvæmda við lóð kirkju-og safnaðarheimilis í miðbæ Húsavíkur.
Byggðarráð þakkar erindið og felur sveitarstjóra að boða forsvarsfólk sóknarnefndar Húsavíkurkirkju á fund byggðarráðs á næstunni.
Byggðarráð Norðurþings - 420. fundur - 09.02.2023
Á síðasta fundi byggðarráðs var bókað; Byggðarráð þakkar erindið og felur sveitarstjóra að boða forsvarsfólk sóknarnefndar Húsavíkurkirkju á fund byggðarráðs á næstunni.
Á fundinn mætti forsvarsfólk sóknarnefndar Húsavíkurkirkju og kynnti fyrirhugaðar framkvæmdir og þann kostnað sem þær fela í sér fyrir ráðinu.
Á fundinn mætti forsvarsfólk sóknarnefndar Húsavíkurkirkju og kynnti fyrirhugaðar framkvæmdir og þann kostnað sem þær fela í sér fyrir ráðinu.
Byggðarráð þakkar þeim Agli og Frímanni frá sóknarnefnd Húsavíkurkirkju fyrir greinargóða kynningu á fyrirhuguðum framkvæmdum og þeim kostnaði sem fylgir.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að skoða aðkomu Norðurþings að framkvæmdum og aðgengismálum við kirkjuna og leggja tillögur þess efnis fyrir ráðið að nýju.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að skoða aðkomu Norðurþings að framkvæmdum og aðgengismálum við kirkjuna og leggja tillögur þess efnis fyrir ráðið að nýju.
Byggðarráð Norðurþings - 421. fundur - 23.02.2023
Fyrir byggðarráði liggja drög að styrktarsamningi á milli Norðurþings og sóknarnefndar Húsavíkurkirkju upp á allt að 5 milljónir króna vegna framkvæmda á lóð við kirkjuna sem fyrirhugað er að hefjist nú í vor.
Byggðarráð samþykkir styrktarsamning að upphæð 5 m.kr til framkvæmda við lóð Húsavíkurkirkju vegna ársins 2023. Norðurþing mun gæta sanngirni í afhendingu á fyllingarefni í lóðarframkvæmdina.
Byggðarráð Norðurþings - 446. fundur - 02.11.2023
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá sóknarnefnd Húsavíkurkirkju þar sem óskað er eftir því að komið verði til móts við Húsavíkursókn til lækkunar fasteignagjalda safnaðarheimilis Bjarnahúss og þjónustuhúss Kirkjubæjar annars vegar og frekari ákvörðun tekin við fjárhagsstuðning við lóðaframkvæmdir við Húsavíkurkirkju og Bjarnahús, safnaðarheimili.
Byggðarráð þakkar þeim Helgu Kristinsdóttur og Agli Olgeirssyni frá sóknarnefnd Húsavíkurkirkju fyrir komuna á fundinn og felur sveitarstjóra að vinna kostnaðargreiningu vegna styrks á móti fasteignagjöldum sem tekið verður fyrir á næsta fundi ráðsins ásamt ákvörðun um frekari styrkveitingu vegna lóðarframkvæmda.
Áki óskar bókað; Nú þegar hefur sveitarfélagið sett 5.000.000 kr sem styrk í þetta verkefni. Samkvæmt þeim upplýsingum sem lágu fyrir þá þegar sótt var um þann styrk var talið að verkið væri nánast fullfjármagnað.
Með tilliti til þess að sveitarfélagið getur varla rekið grunnþjónustu með góðu móti sem og einnig er staðið í hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins þá hafnar fulltrúi M-Listans styrkbeiðni um 15.000.000 kr sem borist hefur frá Sóknarnefnd Húsavíkurkirkju vegna lóðarframkvæmda.
Áki óskar bókað; Nú þegar hefur sveitarfélagið sett 5.000.000 kr sem styrk í þetta verkefni. Samkvæmt þeim upplýsingum sem lágu fyrir þá þegar sótt var um þann styrk var talið að verkið væri nánast fullfjármagnað.
Með tilliti til þess að sveitarfélagið getur varla rekið grunnþjónustu með góðu móti sem og einnig er staðið í hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins þá hafnar fulltrúi M-Listans styrkbeiðni um 15.000.000 kr sem borist hefur frá Sóknarnefnd Húsavíkurkirkju vegna lóðarframkvæmda.
Byggðarráð Norðurþings - 447. fundur - 09.11.2023
Á fundi byggðarráðs þann 2. nóvember fól ráðið sveitarstjóra að vinna kostnaðargreiningu vegna umsóknar um styrk á móti fasteignagjöldum Bjarnahúss og Kirkjubæjar sem nú er tekið fyrir ásamt ákvörðun um frekari styrkveitingu vegna lóðarframkvæmda en óskað er eftir auknum styrk að fjárhæð 15.000.000 kr.
Meirihluti byggðarráðs samþykkir að veita sóknarnefnd Húsavíkurkirkju styrk að upphæð 1.384.965 kr. á móti því sem nemur fasteignaskatti og lóðarleigu Bjarnahúss og Kirkjubæjar fyrir árið 2023. Ráðið vekur athygli sóknarnefndar á því að sækja þarf árlega um styrk þegar álagning liggur fyrir í upphafi hvers árs.
Byggðarráð hafnar frekari styrkveitingu vegna lóðarframkvæmda við Húsavíkurkirkju.
Byggðarráð hafnar frekari styrkveitingu vegna lóðarframkvæmda við Húsavíkurkirkju.