Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

446. fundur 02. nóvember 2023 kl. 08:30 - 11:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið nr. 1, sátu fundinn frá Landsvirkjun Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir og frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu Kjartan Ingvarsson.

Undir lið nr. 4, sátu fundinn frá sóknarnefnd Húsavíkurkirkju Helga Kristinsdóttir og Egill Olgeirsson.

Undir lið nr. 5, sátu fundinn Örlygur Hnefill Örlygsson og Birgitta Bjarney Svavarsdóttir frá Húsavíkurstofu.

1.Verkefnastjóri Grænn Iðngarður

Málsnúmer 202210030Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að fara að huga að framhaldi á samningi varðandi grænan iðngarð á Bakka, en hann rennur út í lok árs 2024.

Á fund byggðarráðs mæta í fjarfundi Kjartan Ingvarsson frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir frá Landsvirkjun.
Byggðarráð þakkar þeim Kjartani og Sigurbjörgu fyrir komuna á fundinn.

2.Álagning gjalda 2024

Málsnúmer 202310048Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umræðu álagning gjalda ársins 2024.
Byggðarráð fór yfir fyrirliggjandi forsendur sem snúa að tekjugrunni álagðra gjalda og mun vinna áfram í þeim forsendum á næstu fundum ráðsins.

3.Áætlanir vegna ársins 2024

Málsnúmer 202306019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar staða á áætlanagerð 2024- 2027.
Fjármálastjóri fór yfir vinnuna sem er í gangi við fjárhagsáætlunargerð fyrir árin 2024-2027.

4.Ósk um styrk til framkvæmda við Húsavíkurkirkju- og safnaðarheimilis

Málsnúmer 202301068Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá sóknarnefnd Húsavíkurkirkju þar sem óskað er eftir því að komið verði til móts við Húsavíkursókn til lækkunar fasteignagjalda safnaðarheimilis Bjarnahúss og þjónustuhúss Kirkjubæjar annars vegar og frekari ákvörðun tekin við fjárhagsstuðning við lóðaframkvæmdir við Húsavíkurkirkju og Bjarnahús, safnaðarheimili.

Byggðarráð þakkar þeim Helgu Kristinsdóttur og Agli Olgeirssyni frá sóknarnefnd Húsavíkurkirkju fyrir komuna á fundinn og felur sveitarstjóra að vinna kostnaðargreiningu vegna styrks á móti fasteignagjöldum sem tekið verður fyrir á næsta fundi ráðsins ásamt ákvörðun um frekari styrkveitingu vegna lóðarframkvæmda.

Áki óskar bókað; Nú þegar hefur sveitarfélagið sett 5.000.000 kr sem styrk í þetta verkefni. Samkvæmt þeim upplýsingum sem lágu fyrir þá þegar sótt var um þann styrk var talið að verkið væri nánast fullfjármagnað.

Með tilliti til þess að sveitarfélagið getur varla rekið grunnþjónustu með góðu móti sem og einnig er staðið í hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins þá hafnar fulltrúi M-Listans styrkbeiðni um 15.000.000 kr sem borist hefur frá Sóknarnefnd Húsavíkurkirkju vegna lóðarframkvæmda.

5.Framtíð verslunar á Húsavík

Málsnúmer 202310127Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs mætir Örlygur Hnefill verkefnastjóri Húsavíkurstofu og Birgitta Bjarney Svavarsdóttir stjórnarmaður til að ræða þær áskoranir sem rekstrar- og þjónustuaðilar á svæðinu eru að eiga við um þessar mundir.


Byggðarráð þakkar Örlygi Hnefli og Birgittu frá Húsavíkurstofu fyrir komuna á fundinn og góðar umræður.

6.Hverfisráð Norðurþings 2023 - 2025

Málsnúmer 202309134Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja framboð og tilnefningar í Hverfisráð Norðurþings 2023- 2025.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að hverfisráð Kelduhverfis, Öxarfjarðar og Raufarhafnar verði skipuð með eftirfarandi hætti:


Hverfisráð Kelduhverfis verði:
Aðalsteinn Örn Snæþórsson, aðalmaður
Salbjörg Matthíasdóttir, aðalmaður
Guðmundur Baldvin Guðmundsson, aðalmaður
Jónas Þór Viðarsson, varamaður


Hverfisráð Öxarfjarðar verði:
Ann-Charlotte Fernholm, aðalmaður
Brynjar Þór Vigfússon, aðalmaður
Þorbjörg Dóra Gunnarsdóttir, aðalmaður
Stefán Haukur Grímsson, varamaður
Silja Rún Stefánsdóttir, varamaður


Hverfisráð Raufarhafnar verði:
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, aðalmaður
Reynir Þorsteinsson, aðalmaður
Margrét Rögnvaldsdóttir, aðalmaður
Bergdís Jóhannsdóttir, varamaður
Einar Sigurðsson, varamaður

Dregið var í þau hverfisráð þar sem fjöldi framboða og tilnefninga var meiri en sæti í hverfisráði.
Engin framboð né tilnefningar bárust í hverfisráð Reykjahverfis.

7.Hverfisráð Öxarfjarðar 2021 - 2023

Málsnúmer 202111166Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir frá hverfisráði Öxarfjarðar frá 25. apríl, 9. ágúst, 27. september og 12. október.
Byggðarráð vísar máli nr. 1 og 3 frá fundi Hverfisráðs þann 27. sept sl. til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Önnur mál voru lögð fram til kynningar og íbúafundur hefur nú þegar verið haldinn.

8.Hverfisráð Kelduhverfis 2021 - 2023

Málsnúmer 202111165Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hverfisráð Kelduhverfis frá 26. september sl.
Byggðarráð vísar máli nr. 1 í fundargerðinni til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.

9.Starf flugklasans Air 66N

Málsnúmer 202204077Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur skýrsla frá verkefnastjóra um störf Flugklasans Air 66N síðustu mánuði, staða okt. 2023.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301065Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur 935. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. október sl.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir stjórnar MMÞ

Málsnúmer 202211106Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja til kynningar fundargerðir stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá 23. maí sl. og fundargerð aðalfundar MMÞ frá 23. maí 2023.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.