Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Starfsemi og helstu verkefni SSNE
Málsnúmer 202211010Vakta málsnúmer
Til kynningar og umræðu starfsemi SSNE og helstu verkefni sem tengjast sveitarfélaginu á fundinn koma fulltrúar frá SSNE:
Byggðarráð þakkar þeim Albertínu og Elvu fyrir góða yfirferð á starfsemi SSNE og góðar umræður um tengsl Norðurþings og SSNE.
2.Ósk um styrk til framkvæmda við Húsavíkurkirkju- og safnaðarheimilis
Málsnúmer 202301068Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur beiðni um styrk til framkvæmda við lóð kirkju-og safnaðarheimilis í miðbæ Húsavíkur.
Byggðarráð þakkar erindið og felur sveitarstjóra að boða forsvarsfólk sóknarnefndar Húsavíkurkirkju á fund byggðarráðs á næstunni.
3.Samkomulag um vindrannsóknir og uppsetningu rannsóknarbúnaðar
Málsnúmer 202012108Vakta málsnúmer
Þann 24. mars 2021 gerði sveitarfélagið Norðurþing samkomulag við Qair Iceland ehf., (Qair) sem heimilaði Qair að hefja rannsóknir á vindafari á landsvæði NA við Húsvíkurfjall, en landsvæðið er í eigu Norðurþings. Samkvæmt samkomulaginu skyldi Qair heimilt (að undangenginni sérstakri umsókn þar um) að reisa á svæðinu mastur til vindafarsrannsókna og/eða að framkvæma þar sambærilegar vindafarsrannsóknir með svokölluðum „Lidar“ búnaði. Tilgangur Qair með þessum rannsóknum var að kanna hvort svæðið henti til að reisa þar vindorkugarð til rafmagnsframleiðslu. Samkomulagið við Qair veitti félaginu ekki einkarétt að rannsóknum á vindafari á svæðinu né fólst í því forgangur til frekari nytja svæðisins til uppbyggingar vindorkugarðs.
Þegar samkomulagið var gert lýsti forráðafólk Qair því yfir, að strax á vordögum ársins 2021 myndu vindafarsrannsóknir hefjast á svæðinu með því að flutt yrði þangað mastur, sem notað hafði verið við vindafarsrannsóknir annar staðar, eða þá að „Lidar“ búnaður yrði staðsettur á rannsóknarsvæðinu. Ekki varð af því, þrátt fyrir fyrirspurnir fulltrúa Norðurþings. Snemma árs 2022 áttu aðilar með sér fund þar sem forsvarsfólk Qair lýstu því yfir að vindrannsóknir myndu verða gerðar á árinu 2022. Ekkert varð heldur af því.
Þegar samkomulagið var gert lýsti forráðafólk Qair því yfir, að strax á vordögum ársins 2021 myndu vindafarsrannsóknir hefjast á svæðinu með því að flutt yrði þangað mastur, sem notað hafði verið við vindafarsrannsóknir annar staðar, eða þá að „Lidar“ búnaður yrði staðsettur á rannsóknarsvæðinu. Ekki varð af því, þrátt fyrir fyrirspurnir fulltrúa Norðurþings. Snemma árs 2022 áttu aðilar með sér fund þar sem forsvarsfólk Qair lýstu því yfir að vindrannsóknir myndu verða gerðar á árinu 2022. Ekkert varð heldur af því.
Þar sem engar vindafarsrannsóknir, með þeim hætti sem lýst var í samkomulaginu, hafa verið gerðar og þar af leiðandi engar rannsóknarniðurstöður kynntar Norðurþingi, telur byggðarráð Norðurþings ástæðulaust að halda áfram samstarfi við Qair Iceland ehf. um rannsóknir á svæðinu.
4.Skúlagarður-fasteignafélag ehf. - lausafjárstaða félagsins
Málsnúmer 202105006Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur beiðni um skammtíma fyrirgreiðslu til rekstrar vegna ársins 2022-2023 að upphæð allt að 1,5 m.kr.
Byggðarráð samþykkir að veita Skúlagarði- fasteignafélagi ehf. skammtíma fyrirgreiðslu um allt að 1,5 m.kr. Byggðarráð áréttar að unnið verði áfram að sölumálum félagsins og tekið verði tillit til skammtíma fyrirgreiðslu Norðurþings við útreikninga á skiptum vegna mögulegs söluverðmætis.
5.Rekstur Norðurþings 2023
Málsnúmer 202212086Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur yfirlit vegna útsvarstekna o.fl. frá janúar 2023.
Fjármálastjóri fór yfir útsvarstekjur o.fl. í janúar og álagningu gjalda vegna ársins 2023.
6.Umbætur á umhverfi í Reykjahverfi - Tekjur af sölu Heiðarbæjar
Málsnúmer 202204082Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur að taka upp mál frá fyrra ári um umbætur á umhverfi í Reykjahverfi og þá til hvaða verkefnis skuli ráðstafa þeim fjármunum sem til ráðstöfunar eru vegna sölu á Heiðarbæ.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að eiga samtal við íbúa Reykjahverfis um tillögur að verkefnum svo megi vinna málið áfram.
7.Boð um þátttöku í grænum skrefum
Málsnúmer 202301073Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur boð um þáttöku í verkefninu Grænum skrefum SSNE sem snýr að skrifstofum sveitarfélagsins.
Byggðarráð tekur jákvætt í boð um þáttöku í Grænum skrefum SSNE og felur sveitarstjóra að tilnefna fulltrúa Norðurþings til að vinna að verkefninu.
Byggðarráð vísar málinu til staðfestingar í sveitarstjórn.
Byggðarráð vísar málinu til staðfestingar í sveitarstjórn.
8.Fundargerðir SSNE 2022
Málsnúmer 202201054Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 45. fundar SSNE frá 9. desember sl.
Lagt fram til kynningar.
9.Fundargerðir SSNE 2023
Málsnúmer 202301067Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 46 og 47. fundar SSNE frá janúar 2023.
Lagt fram til kynningar.
10.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023
Málsnúmer 202301065Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 917. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.
11.Fundargerðir Fjárfestingafélags Þingeyinga hf.
Málsnúmer 202301084Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Fjárfestingafélags Þingeyinga hf. frá 18. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.
12.Fundargerðir Skúlagarðs fasteignafélags 2023
Málsnúmer 202210039Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir stjórnar Skúlagarðs fasteignafélags frá fundum nóvember 2022 til janúar 2023:
7. nóvember 2022, 3. fundur
2. desember 2022, 4. fundur
6. desember 2022, 5. fundur
15. desember 2022, 6. fundur
24. janúar 2023, 7. fundur
7. nóvember 2022, 3. fundur
2. desember 2022, 4. fundur
6. desember 2022, 5. fundur
15. desember 2022, 6. fundur
24. janúar 2023, 7. fundur
Lagt fram til kynningar.
13.Fundargerðir 2022-2026
Málsnúmer 202210054Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga frá 24. janúar 2023.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 11:05.
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir og Katrín Sigurjónsdóttir sátu fundinn í fjarfundi.