Skúlagarður-fasteignafélag ehf. - lausafjárstaða félagsins
Málsnúmer 202105006
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 361. fundur - 06.05.2021
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Skúlagarði-fasteignafélagi ehf. varðandi lausafjárstöðu félagsins. Óskar félagið eftir aðkomu Norðurþings við að greiða útistandandi reikninga og að sveitarfélagið leggi félaginu til 2.000.000 króna tímabundið.
Á fund byggðarráðs kemur Charlotta Englund atvinnu- og samfélagsfulltrúi.
Á fund byggðarráðs kemur Charlotta Englund atvinnu- og samfélagsfulltrúi.
Byggðarráð Norðurþings - 362. fundur - 12.05.2021
Á 361. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð samþykkir að lána Skúlagarði-fasteignafélagi ehf. 2.000.000 króna til allt að sex mánaða.
Sveitarstjóra er falið að útbúa lánasamning og leggja fyrir ráðið að viku liðinni.
Fyrir byggðarráði liggja nú drög að lánasamningi.
Byggðarráð samþykkir að lána Skúlagarði-fasteignafélagi ehf. 2.000.000 króna til allt að sex mánaða.
Sveitarstjóra er falið að útbúa lánasamning og leggja fyrir ráðið að viku liðinni.
Fyrir byggðarráði liggja nú drög að lánasamningi.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að lánasamningi með áorðnum breytingum.
Byggðarráð Norðurþings - 416. fundur - 05.01.2023
Fyrir byggðarráði liggur beiðni um skammtíma fyrirgreiðslu til rekstrar vegna ársins 2022 að upphæð allt að 1 m.kr.
Byggðarráð samþykkir að veita Skúlagarði- fasteignafélagi ehf. skammtíma fyrirgreiðslu um allt að 1 m.kr. sem rúmast innan fjárheimilda ráðsins. Byggðarráð áréttar að unnið verði áfram að sölumálum félagsins.
Byggðarráð Norðurþings - 419. fundur - 02.02.2023
Fyrir byggðarráði liggur beiðni um skammtíma fyrirgreiðslu til rekstrar vegna ársins 2022-2023 að upphæð allt að 1,5 m.kr.
Byggðarráð samþykkir að veita Skúlagarði- fasteignafélagi ehf. skammtíma fyrirgreiðslu um allt að 1,5 m.kr. Byggðarráð áréttar að unnið verði áfram að sölumálum félagsins og tekið verði tillit til skammtíma fyrirgreiðslu Norðurþings við útreikninga á skiptum vegna mögulegs söluverðmætis.
Sveitarstjóra er falið að útbúa lánasamning og leggja fyrir ráðið að viku liðinni.