Fara í efni

Umbætur á umhverfi í Reykjahverfi - Tekjur af sölu Heiðarbæjar

Málsnúmer 202204082

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 122. fundur - 26.04.2022

Sveitarstjórn hefur borist ósk frá Ungmennafélagi Reykhverfunga og Kvenfélagi Reykhverfunga þess efnis að hagnaður vegna sölu Heiðarbæjar verði nýttur til umbóta á umhverfi heimreiða við alla bæi í Reykjahverfi. Erindið liggur fyrir sveitarstjórn til umræðu og ákvörðunartöku um framhald málsins.
Til máls tóku: Helena, Hjálmar, Benóný og Hafrún.

Hjálmar leggur fram eftirfarandi tillögu:
Undirritaður leggur til að málinu verði vísað til byggðarráðs með áherslu á að endurvekja hverfisráð Reykjahverfis.

Tillaga Hjálmars er samþykkt samhljóða.


Helena óskar bókað:
Notaður verði vettvangurinn Betra Ísland og efnt til íbúakosningar meðal íbúa í Reykjahverfi um hvort þeir séu hlynntir þessari ráðstöfun söluvandvirðisins í þágu samfélagsins í Reykjahverfi.

Byggðarráð Norðurþings - 396. fundur - 12.05.2022

Á 122. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:

Hjálmar leggur fram eftirfarandi tillögu:
Undirritaður leggur til að málinu verði vísað til byggðarráðs með áherslu á að endurvekja hverfisráð Reykjahverfis.

Tillaga Hjálmars er samþykkt samhljóða.

Helena óskar bókað:
Notaður verði vettvangurinn Betra Ísland og efnt til íbúakosningar meðal íbúa í Reykjahverfi um hvort þeir séu hlynntir þessari ráðstöfun söluvandvirðisins í þágu samfélagsins í Reykjahverfi.
Byggðarráð tekur undir bókanir sveitarstjórnar og felur sveitarstjóra að boða til íbúafundar í Reykjahverfi í byrjun júní.

Byggðarráð Norðurþings - 419. fundur - 02.02.2023

Fyrir byggðarráði liggur að taka upp mál frá fyrra ári um umbætur á umhverfi í Reykjahverfi og þá til hvaða verkefnis skuli ráðstafa þeim fjármunum sem til ráðstöfunar eru vegna sölu á Heiðarbæ.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að eiga samtal við íbúa Reykjahverfis um tillögur að verkefnum svo megi vinna málið áfram.

Byggðarráð Norðurþings - 421. fundur - 23.02.2023

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað sveitarstjóra dagsett 19. febrúar 2022, vegna samráðs við íbúa Reykjahverfis um ráðstöfun fjármuna sem komu til vegna sölu á Heiðarbæ.

Gerð var óformleg könnun meðal íbúa Reykjahverfis þar sem kallað var eftir tillögum að verkefnum. Bestar undirtektir fékk tillaga um gerð göngu- og hjólastíga í þágu lýðheilsu.
Byggðarráð þakkar fyrir ágætar undirtektir og vísar tillögu um stígagerð í þágu lýðheilsu til útfærslu í skipulags- og framkvæmdaráði í samráði við íbúa í Reykjahverfi.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 148. fundur - 28.02.2023

Á 421. fundi byggðarráðs 23.02.2023, var eftirfarandi bókað: Byggðarráð þakkar fyrir ágætar undirtektir og vísar tillögu um stígagerð í þágu lýðheilsu til útfærslu í skipulags- og framkvæmdaráði í samráði við íbúa í Reykjahverfi.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar tillögunni til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2024.