Sveitarstjórn Norðurþings
1.Ársreikningur Norðurþings 2021
Málsnúmer 202203101Vakta málsnúmer
2.Endurskoðun samþykkta Norðurþings 2021
Málsnúmer 202102059Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa málinu til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Helena leggur fram eftirfarandi tillögu:
Að 2. mgr. A-liðar 52. greinar verði svo hljóðandi;
Á fyrsta fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar og árlega þar á eftir.
Tillaga Helenu er samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi skjal um samþykktir Norðurþings með áorðnum breytingum samhljóða og vísar til byggðarráðs til loka úrvinnslu.
3.Tillaga að frestun á sveitarstjórnarfundi í maí 2022
Málsnúmer 202204102Vakta málsnúmer
4.Framtíðarsýn og umræður um uppbyggingu innviða á fræðslu- og tómstundasviði Norðurþings
Málsnúmer 202109098Vakta málsnúmer
Birna, Helena og Hafrún leggja fram eftirfarandi tillögu:
Undirritaðar leggja til að kannaður verði kostnaður við að rífa og fjarlægja Tún, Miðgarð 4, til að þar megi byggja nýtt húsnæði sem hýsa mun félagsmiðstöð og frístund.
Við teljum mikilvægt að við val á staðsetningu fyrir nýtt húsnæði frístundar og félagsmiðstöðvar verði ekki þrengt að möguleikum til stækkunar Borgarhólsskóla. Horfa þarf til áframhaldandi uppbyggingar atvinnlífs og mögulegrar fjölgunar íbúa þegar starfsemi sem snýr að skóla, íþrótta- og tómstundastarfi barna er til umfjöllunar. Okkar skoðun er því sú að nýju húsnæði fyrir frístund og félagsmiðstöð verði best fyrir komið að Miðgarði 4. Þá verður ekki þrengt að Borgarhólsskóla eða íþróttahúsinu og möguleikar til stækkunar á húsnæðinu verða til staðar.
Birna Ásgeirsdóttir
Hafrún Olgeirsdóttir
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Lagt fram.
5.Umbætur á umhverfi í Reykjahverfi - Tekjur af sölu Heiðarbæjar
Málsnúmer 202204082Vakta málsnúmer
Hjálmar leggur fram eftirfarandi tillögu:
Undirritaður leggur til að málinu verði vísað til byggðarráðs með áherslu á að endurvekja hverfisráð Reykjahverfis.
Tillaga Hjálmars er samþykkt samhljóða.
Helena óskar bókað:
Notaður verði vettvangurinn Betra Ísland og efnt til íbúakosningar meðal íbúa í Reykjahverfi um hvort þeir séu hlynntir þessari ráðstöfun söluvandvirðisins í þágu samfélagsins í Reykjahverfi.
6.Íslandsþari ehf.óskar eftir úthlutun lóða á hafnarsvæði H2 við Norðurgarð
Málsnúmer 202203126Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Íslandsþara verði veitt vilyrði fyrir 10.000 m² lóð á óráðstafaðri landfyllingu á hafnarsvæði H2. Endanleg úthlutun lóðarinnar er háð því að deiliskipulagsbreyting sem heimilar byggingaráform fyrirtækisins taki gildi. Varðandi sérstakt samkomulag milli aðila um uppbyggingu lóðarinnar vísar skipulags- og framkvæmdaráð erindi til byggðaráðs og Orkuveitu Húsavíkur.
7.Ósk um óverulega breytingu á deiliskipulagi Jökulsárgljúfur
Málsnúmer 202203140Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir sjónarmið Vatnajökulsþjóðgarðs um að framlögð breyting teljist óveruleg með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Ráðið telur að breyting skipulagsins varði ekki hagsmuni annara en landeiganda og sveitarfélags. Með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga telur ráðið því ekki tilefni til grenndarkynningar á skipulagsbreytingunni. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt sem óveruleg eins og hún er lögð fram og að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku hennar.
8.Jötunverk ehf.sækir um lóð að Hraunholti 22-24
Málsnúmer 202203121Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Jötunverki verði úthlutað lóðinni að Hraunholti 22-24.
9.Jötunverk ehf.sækir um lóð að Hraunholti 26-28
Málsnúmer 202203122Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Jötunverki verði úthlutað lóðinni að Hraunholti 26-28.
10.Viðauki vegna brunamál og almannavarnir 2022
Málsnúmer 202204070Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka að upphæð 11.711.140 kr. og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.
11.Ósk um stofnun lóðar í kringum íbúðarhús á Höfða við Raufarhöfn
Málsnúmer 202203116Vakta málsnúmer
Nanna Steina vék af fundi undir þessum lið.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar og útskipti hennar úr jörðinni verði samþykkt. Jafnframt verði nafn nýju lóðarinnar, Höfði 3, samþykkt.
12.Kennsla tæknifræði við Háskólann á Akureyri
Málsnúmer 202204103Vakta málsnúmer
Nú hefur komið í ljós að fyrirtæki og stofnanir á svæðinu eiga erfitt með að fá tæknimenntað fólk til starfa sem er í raun löngu fyrirsjáanleg staða.
Fyrir liggur að Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík hafa lýst yfir vilja til að standa að sameiginlegri kennslu í tæknifræði við HA og gæti sú kennsla hafist strax á þessu ári. Til þess að það geti gerst þarf að fjármagna byrjunarkostnað vegna verkefnisins sem er um 30 m kr., í raun ótrúlega lág fjárhæð m.v. mikilvægi verkefnisins fyrir atvinnu- og byggðaþróun á svæðinu.
Í þessu ljósi hafa áhugasamir atvinnurekendur í samstarfi við SSNE leitað til helstu fyrirtækja, bæði einka- og opinberra sem hafa af þessu augljósan ávinning. Í samtölum sem þegar hafa farið fram er ljóst að áhuginn og samstaðan er mikil. Framlag hvers þátttakanda getur því verið mjög hóflegt og í raun svipað og ráðningarkostnaður við einn starfsmann.
Eins og áður segir eigum við möguleika á að námið geti hafist strax í haust en til þess þarf að vinna þennan hluta verkefnisins hratt og þess vegna er beðið um mjög skjóta ákvörðunartöku."
Til umræðu í sveitarstjórn er stuðningur við verkefnið.
Aldey leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Norðurþings tekur undir áhyggjur atvinnurekenda á svæðinu að erfiðlega hefur gengið að fá tæknimenntað fólk til starfa á Norðausturlandi. Sömuleiðis er tekið undir mikilvægi þess að koma á fót námi í tæknifræði á háskólastigi við Háskólann á Akureyri. Að þessu sögðu tekur sveitarfélagið jákvætt í að styðja við verkefnið og felur byggðarráði nánari útlistun á fjárframlagi til þess.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
13.Skýrsla sveitarstjóra
Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar.
14.Fjölskylduráð - 115
Málsnúmer 2203010FVakta málsnúmer
15.Fjölskylduráð - 116
Málsnúmer 2204001FVakta málsnúmer
16.Skipulags- og framkvæmdaráð - 123
Málsnúmer 2203011FVakta málsnúmer
17.Skipulags- og framkvæmdaráð - 124
Málsnúmer 2204002FVakta málsnúmer
18.Byggðarráð Norðurþings - 393
Málsnúmer 2203013FVakta málsnúmer
19.Byggðarráð Norðurþings - 394
Málsnúmer 2204003FVakta málsnúmer
20.Byggðarráð Norðurþings - 395
Málsnúmer 2204008FVakta málsnúmer
21.Orkuveita Húsavíkur ohf - 230
Málsnúmer 2204004FVakta málsnúmer
22.Orkuveita Húsavíkur ohf - Aðalfundur
Málsnúmer 2204007FVakta málsnúmer
23.Orkuveita Húsavíkur ohf - 232
Málsnúmer 2204010FVakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 18:20.
Meirihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Niðurstaða ársreikninga Norðurþings 2021 er ánægjuleg fyrir íbúa og góður endir á kjörtímabilinu sem senn lýkur. Við viljum koma á framfæri þökkum til starfsfólks sveitarfélagsins fyrir gott samstarf og þeirra hlut í góðum árangri.
Farið hefur verið í fjárfreka uppbyggingu innviða á kjörtímabilinu, teknar skynsamlegar fjárhagslegar ákvarðanir og viðhaft aðhald sem skilar því að ársreikningur samstæðu Norðurþings lýsir nú sterkri fjárhagslegri stöðu sveitarfélagsins. Þessi árangur næst þrátt fyrir heimsfaraldur, kjarasamningsbundnar launahækkanir undanfarin ár og aukið þjónustustig á mörgum sviðum rekstrar.
Staðan í kornhlöðunni er góð!
Bylgja, Hjálmar og Hrund leggja fram eftirfarandi bókun:
Það er reglulega ánægjulegt að sjá að áætlanir síðustu áratuga um auknar tekjur hafa gengið eftir. Ástæður tekjuaukningarinnar eru m.a. uppbygging í orkufrekum iðnaði, ferðaþjónusta og fleiri greinum atvinnulífsins. Þessi uppbygging hefur gjörbreytt tekjumyndun í samstæðu sveitarfélagsins og haft jákvæð áhrif á íbúaþróun enda atvinna undirstaða velferðar.
Það hvetur okkur til að huga áfram að atvinnuuppbyggingu og nýsköpun til að standa undir velferðinni. Sérstaklega verður að horfa til uppbyggingar í Öxarfirði og á Kópaskeri sem og áframhaldandi uppbygging á Bakka. Sveitarfélagið þarf að draga þann vagn.
Rekstrarumhverfi sveitarfélaga hefur verið hagstætt á undanförnum árum. Sem dæmi hafa skatttekjur sveitarfélagsins aukist um 57% síðan starfsemi hófst á Bakka árið 2013. Framlag Jöfnunarsjóðs hefur sömuleiðis aukist um 57% á tíu árum og er 127 milljónum krónum hærra en upphafleg áætlun fyrir árið 2021 gerði ráð fyrir.
Ársreikningur 2021 sýnir hinsvegar að aðhald og aga hefur skort í rekstri sveitarfélagins; rekstrarkostnaður hefur hækkað undanfarin ár og gengið á handbært fé. Það var vitað mál að tekjur myndu dragast saman þegar framkvæmdatímabili og uppbyggingu í orkufrekum iðnaði lyki. Það sést í fyrri áætlunum sveitarfélagsins. Framundan eru stór verkefni og lántaka nauðsynleg.
Það fer því illa saman að tekjur eru mjög miklar, skortur á aðhaldi í rekstri og á eftirliti með framkvæmdakostnaði. Launakostnaður sveitasjóðs hefur hækkað undanfarin ár og er meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir eða 284 milljónum krónum meiri en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Gengið hefur á handbært fé samstæðunnar til að fóðra reksturinn þrátt fyrir að tekjur séu hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Það þarf að sýna ráðdeild í grunnrekstri sveitarfélagsins og aga til að verja grunnþjónustu þess sem er lögbundið hlutverk kjörinna fulltrúa. Um leið þarf að bæta stjórnsýsluferla, upplýsingagjöf til íbúa og vinnubrögð sveitarstjórnar.
Það er sannarlega ástæða til bjartsýni í okkar samfélagi, stuðlum að samvinnu í sveitarstjórn og grípum öll þau tækifæri sem við búum að í Norðurþingi. Við erum í sóknarstöðu og hana verður að nýta til að skora stig, íbúum öllum til heilla. Saman erum við sterkari.
Hafrún leggur fram eftirfarandi bókun:
Lykiltölur úr ársreikningi 2021 sýna nokkuð jákvæða stöðu sveitarfélagsins. Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð á árinu 2021 um 45,7 millj. kr. samanborið við 36,5 millj. kr. jákvæða afkomu skv. áætlun. Jákvæð niðurstaða var einnig á rekstri samstæðu sveitarfélagsins A og B hluta að fjárhæð 78,9 millj. kr. á árinu samanborið við 52,7 millj. kr. neikvæða afkomu skv. fjárhagsáætlun. Afkoma samstæðunnar var því 131,6 millj. kr. betri en áætlun með viðaukum gerði ráð fyrir. Tekjurnar voru einnig hærri en áætlað var. Útsvarstekjur og fasteignaskattar voru 143 millj. kr. yfir áætlun og framlög frá jöfnunarsjóði voru 127 millj. kr. yfir áætlun. Mestu munar um að útgjaldajöfnunarframlag og framlög vegna grunnskóla sem voru nokkuð yfir áætlun.
Það sem þarf hins vegar að skoða með gagnrýnum hætti er að launakostnaður var nokkuð yfir áætlun ársins en frávik frá áætlun var 277 millj. kr eða 10,5 % hjá samstæðunni. Það er aðallega í félagsþjónustunni sem launin voru að fara töluvert yfir áætlun en rýna þarf vel í raunveruleg orsök þessara frávika. Annað sem vert er að skoða vel er að fjöldi meðalstöðugilda hækkar nokkuð milli ára en þau voru 289 á árinu 2021 samanborið við 269 árið áður. Ljóst er að ný störf fylgdu uppbyggingu nýs íbúðakjarna fatlaðra við Stóragarð og að ráða þurfti inn vegna nýs ákvæðis um styttingu vinnuvikunnar en mikilvægt er þó að sýna aðhald í aðgerðum sem þessum. Samkvæmt ársreikningi voru laun og launatengd gjöld 52,3 % af rekstrartekjum ársins samanborið við 54,7 % árið áður.
Verkefni nýrrar sveitarstjórnar eru ærin. Á kjörtímabilinu eru yfirvofandi framkvæmdir eins og uppbygging nýs hjúkrunarheimilis, húsnæði undir félagsmiðstöð og frístund, uppbygging golfskála ásamt vegtengingu í gegnum Holtakerfi o.fl. Samhliða þessum kostnaðarsömu framkvæmdum eru 50 lausir kjarasamningar á árinu. Það er því ljóst að eitt af meginverkefnum nýrrar sveitarstjórnar verður að finna leiðir til að auka tekjur sveitarfélagsins, án þess að hækka álögur á íbúa og fyrirtæki, ef skuldahlutfall sveitarfélagsins á ekki að hækka því mun meira, en í lok árs 2021 var það komið niður í 77%.
Ársreikningur Norðurþings er samþykktur samhljóða.
Ársreikningur Norðurþings verður birtur á vefsíðu sveitarfélagsins.