Ósk um óverulega breytingu á deiliskipulagi Jökulsárgljúfur
Málsnúmer 202203140
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 123. fundur - 05.04.2022
Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir að Norðurþing samþykki tillögu að breytingu deiliskipulags við bílastæði á Langavatnshöfða. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir snyrtihúsi við bílastæðið en tillaga að breytingu gerir ráð fyrir að afmörkuð verði 315,3 m² lóð og byggingarreitur fyrir allt að 100 m² salernishúsi við bílastæðið. Þess er óskað að breyting deiliskipulagsins verði samþykkt sem óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir sjónarmið Vatnajökulsþjóðgarðs um að framlögð breyting teljist óveruleg með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Ráðið telur að breyting skipulagsins varði ekki hagsmuni annara en landeiganda og sveitarfélags. Með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga telur ráðið því ekki tilefni til grenndarkynningar á skipulagsbreytingunni. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt sem óveruleg eins og hún er lögð fram og að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku hennar.
Sveitarstjórn Norðurþings - 122. fundur - 26.04.2022
Á 123. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir sjónarmið Vatnajökulsþjóðgarðs um að framlögð breyting teljist óveruleg með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Ráðið telur að breyting skipulagsins varði ekki hagsmuni annara en landeiganda og sveitarfélags. Með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga telur ráðið því ekki tilefni til grenndarkynningar á skipulagsbreytingunni. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt sem óveruleg eins og hún er lögð fram og að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku hennar.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir sjónarmið Vatnajökulsþjóðgarðs um að framlögð breyting teljist óveruleg með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Ráðið telur að breyting skipulagsins varði ekki hagsmuni annara en landeiganda og sveitarfélags. Með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga telur ráðið því ekki tilefni til grenndarkynningar á skipulagsbreytingunni. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt sem óveruleg eins og hún er lögð fram og að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku hennar.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.