Kennsla tæknifræði við Háskólann á Akureyri
Málsnúmer 202204103
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Norðurþings - 122. fundur - 26.04.2022
Sveitarfélaginu Norðurþingi barst erindi frá Slippnum á Akureyri þar sem fram kemur að í allnokkurn tíma hafi hagaðilar á Norðurlandi eystra bent á brýna nauðsyn þess að koma á fót námi í tæknifræði á háskólastigi á svæðinu. Í erindinu kemur fram að "Ítrekaðar ályktanir og ábendingar atvinnurekenda, sveitarfélaga, samtaka þeirra og þar á undan atvinnuþróunarfélaganna hafa verið birtar undanfarin ár. Í núgildandi sóknaráætlun SSNE kemur þessi áhersla einnig skýrt fram.
Nú hefur komið í ljós að fyrirtæki og stofnanir á svæðinu eiga erfitt með að fá tæknimenntað fólk til starfa sem er í raun löngu fyrirsjáanleg staða.
Fyrir liggur að Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík hafa lýst yfir vilja til að standa að sameiginlegri kennslu í tæknifræði við HA og gæti sú kennsla hafist strax á þessu ári. Til þess að það geti gerst þarf að fjármagna byrjunarkostnað vegna verkefnisins sem er um 30 m kr., í raun ótrúlega lág fjárhæð m.v. mikilvægi verkefnisins fyrir atvinnu- og byggðaþróun á svæðinu.
Í þessu ljósi hafa áhugasamir atvinnurekendur í samstarfi við SSNE leitað til helstu fyrirtækja, bæði einka- og opinberra sem hafa af þessu augljósan ávinning. Í samtölum sem þegar hafa farið fram er ljóst að áhuginn og samstaðan er mikil. Framlag hvers þátttakanda getur því verið mjög hóflegt og í raun svipað og ráðningarkostnaður við einn starfsmann.
Eins og áður segir eigum við möguleika á að námið geti hafist strax í haust en til þess þarf að vinna þennan hluta verkefnisins hratt og þess vegna er beðið um mjög skjóta ákvörðunartöku."
Til umræðu í sveitarstjórn er stuðningur við verkefnið.
Nú hefur komið í ljós að fyrirtæki og stofnanir á svæðinu eiga erfitt með að fá tæknimenntað fólk til starfa sem er í raun löngu fyrirsjáanleg staða.
Fyrir liggur að Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík hafa lýst yfir vilja til að standa að sameiginlegri kennslu í tæknifræði við HA og gæti sú kennsla hafist strax á þessu ári. Til þess að það geti gerst þarf að fjármagna byrjunarkostnað vegna verkefnisins sem er um 30 m kr., í raun ótrúlega lág fjárhæð m.v. mikilvægi verkefnisins fyrir atvinnu- og byggðaþróun á svæðinu.
Í þessu ljósi hafa áhugasamir atvinnurekendur í samstarfi við SSNE leitað til helstu fyrirtækja, bæði einka- og opinberra sem hafa af þessu augljósan ávinning. Í samtölum sem þegar hafa farið fram er ljóst að áhuginn og samstaðan er mikil. Framlag hvers þátttakanda getur því verið mjög hóflegt og í raun svipað og ráðningarkostnaður við einn starfsmann.
Eins og áður segir eigum við möguleika á að námið geti hafist strax í haust en til þess þarf að vinna þennan hluta verkefnisins hratt og þess vegna er beðið um mjög skjóta ákvörðunartöku."
Til umræðu í sveitarstjórn er stuðningur við verkefnið.
Byggðarráð Norðurþings - 396. fundur - 12.05.2022
Fyrir byggðarráði liggur bókun frá 122. fundi sveitarstjórnar.
Aldey leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Norðurþings tekur undir áhyggjur atvinnurekenda á svæðinu að erfiðlega hefur gengið að fá tæknimenntað fólk til starfa á Norðausturlandi. Sömuleiðis er tekið undir mikilvægi þess að koma á fót námi í tæknifræði á háskólastigi við Háskólann á Akureyri. Að þessu sögðu tekur sveitarfélagið jákvætt í að styðja við verkefnið og felur byggðarráði nánari útlistun á fjárframlagi til þess.
Aldey leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Norðurþings tekur undir áhyggjur atvinnurekenda á svæðinu að erfiðlega hefur gengið að fá tæknimenntað fólk til starfa á Norðausturlandi. Sömuleiðis er tekið undir mikilvægi þess að koma á fót námi í tæknifræði á háskólastigi við Háskólann á Akureyri. Að þessu sögðu tekur sveitarfélagið jákvætt í að styðja við verkefnið og felur byggðarráði nánari útlistun á fjárframlagi til þess.
Fyrir liggur að Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík hafa lýst yfir vilja til að standa að sameiginlegri kennslu í tæknifræði við Háskólann á Akureyri. Til þess að það geti gerst þarf að fjármagna byrjunarkostnað vegna verkefnisins sem er um 30 m kr.
Byggðarráð samþykkir að veita allt að 800.000 kr. til að fjármagna byrjunarkostnað verkefnisins verði það að veruleika. Byggðarráð Norðurþings óskar eftir upplýsingum um þátttakendur í verkefninu og hvetur hagaðila verkefnisins til að leggja málinu lið.
Byggðarráð samþykkir að veita allt að 800.000 kr. til að fjármagna byrjunarkostnað verkefnisins verði það að veruleika. Byggðarráð Norðurþings óskar eftir upplýsingum um þátttakendur í verkefninu og hvetur hagaðila verkefnisins til að leggja málinu lið.
Byggðarráð Norðurþings - 399. fundur - 23.06.2022
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar.
Nú er formlega hafin vinna við að bjóða uppá tæknifræðinám við HA í samvinnu við atvinnulífið á svæðinu. Kennsla verður í samstarfi við HR og atvinnulífið á norðurlandi, kennsla hefst á haustönn 2023.
Nú er formlega hafin vinna við að bjóða uppá tæknifræðinám við HA í samvinnu við atvinnulífið á svæðinu. Kennsla verður í samstarfi við HR og atvinnulífið á norðurlandi, kennsla hefst á haustönn 2023.
Byggðarráð fagnar því að þetta mikilvæga verkefni sé að verða að veruleika.
Aldey leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Norðurþings tekur undir áhyggjur atvinnurekenda á svæðinu að erfiðlega hefur gengið að fá tæknimenntað fólk til starfa á Norðausturlandi. Sömuleiðis er tekið undir mikilvægi þess að koma á fót námi í tæknifræði á háskólastigi við Háskólann á Akureyri. Að þessu sögðu tekur sveitarfélagið jákvætt í að styðja við verkefnið og felur byggðarráði nánari útlistun á fjárframlagi til þess.
Tillagan er samþykkt samhljóða.