Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

396. fundur 12. maí 2022 kl. 08:30 - 11:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið 1. sat fundinn Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur.

Aldey Unnar Traustadóttir yfirgaf fundinn kl: 10.30

1.Viðræður við Björgu Capital vegna Aðalbrautar 20-22 á Raufarhöfn

Málsnúmer 202112087Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Björgu Capital ehf. þar sem þess er óskað að sveitarfélagið vinni að beiðni til sjávarútvegráðherra um að meta burðarþol á svæðinu í kringum Melrakkasléttu og í Öxarfirði utan friðarlínu, með tilliti til fiskeldis.

Á síðasta fundi ráðsins var sveitarstjóra falið að afla frekari gagna vegna málsins.
Byggðarráð þakkar Hilmari Gunnlaugssyni lögmanni fyrir komuna á fundinn.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna drög að svari við erindinu í samvinnu við lögmann sveitarfélagsins. Einnig þarf sveitarfélagið að eiga samtal við sín hverfisráð og mun boða þau til fundar áður en lengra er haldið með málið og frekar ákvarðanir teknar.

2.Samstarfsverkefni um Græna iðngarða

Málsnúmer 202102066Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði verður kynnt vinna við samstarfsverkefni um græna iðngarða.

M/STUDIO Reykjavík og INNOV tóku saman þau tækifæri og
áskoranir sem felast í uppbyggingu græns iðngarðar á Bakka.
Byggðarráð lýsir yfir ánægju með þá vinnu sem fram hefur farið. Afurð verkefnisins á að hjálpa til við ákvarðanatöku og auðvelda hagaðilum að móta framtíðarsýn fyrir Bakka. Enn fremur er bent á hvaða skref þarf að taka til að hámarka líkur á að sú sýn verði að veruleika.

Málið verður kynnt á íbúafundi í byrjun júní.

3.Endurskoðun samþykkta Norðurþings 2021

Málsnúmer 202102059Vakta málsnúmer

Á 122. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:

Til máls tóku: Helena, Hjálmar og Benóný. Helena leggur fram eftirfarandi tillögu: Að 2. mgr. A-liðar 52. greinar verði svo hljóðandi; Á fyrsta fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar og árlega þar á eftir. Tillaga Helenu er samþykkt samhljóða. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi skjal um samþykktir Norðurþings með áorðnum breytingum samhljóða og vísar til byggðarráðs til loka úrvinnslu.
Lagt fram til kynningar.

4.Íslandsþari ehf.óskar eftir úthlutun lóða á hafnarsvæði H2 við Norðurgarð

Málsnúmer 202203126Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fer yfir stöðu málsins og ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu landvinnslu á stórþara. Á grundvelli fyrirliggjandi gagna er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Lagt fram til kynningar.

5.Erindi frá Hraðið nýsköpunarmiðstöð

Málsnúmer 202112041Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi kynnti sveitarstjóri drög að samkomulagi um stuðning við Hraðið nýsköpunarmiðstöð. Byggðarráð tekur jákvætt í drög að samkomulagi og felur sveitarstjóra að leggja fyrir ráðið að nýju endanlegt samkomulag til samþykktar.

Fyrir byggðarráði liggur endanlegt samkomulag við Hraðið nýsköpunarmiðstöð.
Meirihluti byggðarráðs samþykkir samkomulagið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum við Hraðið nýsköpunarmiðstöð. Bergur Elías greiðir atkvæði gegn samkomulaginu.

Samkomulagið felur í sér að Norðurþing greiðir 5.000.000,- kr árlegt rekstrarframlag til Fab lab Húsavík árin 2022, 2023 og 2024 að undangenginni kynningu og greinargerð til byggðarráðs sveitarfélagsins um starfsemi liðins árs.

Bergur Elías óskar bókað:
Mín fyrri bókun vegna málsins var sem hér segir
Hér er um töluverða fjármuni að ræða og því leggur undirritaður til að ný sveitarstjórn taki málið til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og 3 ára áætlun.
Nú liggur fyrir að fyrirliggjandi samkomulag getur orðið yfir 40 m.kr. Aftur legg ég til að þessu áhugaverða máli verið visað til fjárhagsáætlunargerðar og ný sveitarstjórn taki endanlega afstöðu til ráðstöfun fjármuna samfélagsins, án þess að til gerðar viðauka þurfi að koma.

6.Kennsla tæknifræði við Háskólann á Akureyri

Málsnúmer 202204103Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bókun frá 122. fundi sveitarstjórnar.

Aldey leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Norðurþings tekur undir áhyggjur atvinnurekenda á svæðinu að erfiðlega hefur gengið að fá tæknimenntað fólk til starfa á Norðausturlandi. Sömuleiðis er tekið undir mikilvægi þess að koma á fót námi í tæknifræði á háskólastigi við Háskólann á Akureyri. Að þessu sögðu tekur sveitarfélagið jákvætt í að styðja við verkefnið og felur byggðarráði nánari útlistun á fjárframlagi til þess.

Fyrir liggur að Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík hafa lýst yfir vilja til að standa að sameiginlegri kennslu í tæknifræði við Háskólann á Akureyri. Til þess að það geti gerst þarf að fjármagna byrjunarkostnað vegna verkefnisins sem er um 30 m kr.

Byggðarráð samþykkir að veita allt að 800.000 kr. til að fjármagna byrjunarkostnað verkefnisins verði það að veruleika. Byggðarráð Norðurþings óskar eftir upplýsingum um þátttakendur í verkefninu og hvetur hagaðila verkefnisins til að leggja málinu lið.

7.Fjarvinnslustöðvar á Raufarhöfn og á Bakkafirði

Málsnúmer 202205008Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur áætlaður kostnaður Norðurþings vegna aðstöðu vegna neðangreinds starfs sem staðsett verður á Raufarhöfn. Áætlaður einskiptis kostnaður er 580 þ.kr auk þess að skaffa aðstöðu í húsnæði sveitarfélagsins að Aðalbraut 23.

"Skráning sóknarmannatala. Þjóðskjalasafn Íslands hlýtur styrk að fjárhæð kr. 16.504.000,- fyrir árin 2022-2023. Ráða á í tvö störf á Bakkafirði og Raufarhöfn. Koma á opinberum gögnum á stafrænt form og gera þau aðgengileg fyrir almenning. Um er að ræða innslátt sóknarmanntala sem varðveitt eru í frumritum í Þjóðskjalasafni í leitarbæran gagnagrunn. Sóknarmanntölin eru frumheimildir um líf og störf Íslendinga frá 18.-20. öld."

Byggðarráð fagnar því að verkefni sem þetta sé staðsett á Raufarhöfn og jafnframt stuðlar það að því að jafna tækifæri til atvinnu í dreifðari byggðum svæðisins.

Byggðarráð samþykkir að veita allt að 580.000 kr í verkefnið vegna búnaðar, auk þess að leggja til aðstöðu í húsnæði sveitarfélagsins að Aðalbraut 23.

8.Samstarf N4 og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 202112089Vakta málsnúmer

Á fundi byggðarráðs nr. 390 þann 10. mars sl. lágu fyrir drög að samkomulagi milli sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og N4 ehf. vegna þáttagerðar og sýninga á miðlum N4 árið 2022.

Fallið hefur verið frá þessu samkomulagi.
Lagt fram til kynningar.

9.Umbætur á umhverfi í Reykjahverfi - Tekjur af sölu Heiðarbæjar

Málsnúmer 202204082Vakta málsnúmer

Á 122. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:

Hjálmar leggur fram eftirfarandi tillögu:
Undirritaður leggur til að málinu verði vísað til byggðarráðs með áherslu á að endurvekja hverfisráð Reykjahverfis.

Tillaga Hjálmars er samþykkt samhljóða.

Helena óskar bókað:
Notaður verði vettvangurinn Betra Ísland og efnt til íbúakosningar meðal íbúa í Reykjahverfi um hvort þeir séu hlynntir þessari ráðstöfun söluvandvirðisins í þágu samfélagsins í Reykjahverfi.
Byggðarráð tekur undir bókanir sveitarstjórnar og felur sveitarstjóra að boða til íbúafundar í Reykjahverfi í byrjun júní.

10.Samningur um hýsingu og rekstur til 30.6.2023.

Málsnúmer 202205010Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að samningi við Advania h.f. um þjónustu vegna hýsingar og rekstrar. Samningurinn er til 12 mánaða og tekur hann við af bindandi samningi sem gildir út júní 2022.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum.

11.Rekstur Norðurþings 2022

Málsnúmer 202201062Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit yfir útsvarstekjur 2022 og málaflokkayfirlit til og með apríl 2022.
Lagt fram til kynningar.

12.Framkvæmda- og þjónustufulltrúi

Málsnúmer 202203110Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tillaga um ráðningu í stöðu Framkvæmda- og þjónustufulltrúa.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við þann umsækjanda sem metin var hæfastur til starfsins að mati ráðningarstofunar Hagvangs.

13.Framlag til orlofsnefnda húsmæðra 2022

Málsnúmer 202205032Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur samkvæmt upplýsingum frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu að framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda á hverju svæði skuli vera minnst kr. 127,96 fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Framlag þetta skal greiða orlofsnefnd viðkomandi orlofssvæðis fyrir 15. maí nk. sbr. 5. gr. laga nr. 53/1972.

Framlag Norðurþings til orlofsnefndar húsmæðra er 390 þ.kr vegna ársins 2022 sem er í samræmi við fyrirliggjandi upplýsingar frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.

Kristján Þór óskar bókað:
Lög um orlof húsmæðra eru tímaskekkja árið 2022.

14.Sumarfrístund 2022 - gjaldskrá

Málsnúmer 202205031Vakta málsnúmer

Á 118. fundi fjölskylduráðs 9. maí, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til kynningar í byggðarráði og samþykktar í sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn.

15.Hjólreiðastígar í landi Norðurþings - framhald.

Málsnúmer 202008133Vakta málsnúmer

Á 126. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 10. maí, var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að veita Hjólafélaginu 640 MTB afnot af svæði í Stöllunum í Húsavíkurfjalli.
Ráðið vísar beiðni um fjárstyrk til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir að veita Hjólafélaginu 640 MTB allt að 1.500.000 kr í fjárstyrk vegna uppbyggingar á æfinga og útivistarsvæði í Stöllum.

16.Tilnefning í stjórn Þekkingarnets Þingeyinga

Málsnúmer 202205014Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að tilnefna fulltrúa í stjórn Þekkingarnets Þingeyinga til tveggja ára.
Byggðarráð tilnefnir Jón Höskuldsson fræðslufulltrúa Norðurþings sem fulltrúa sveitarfélagsins í stjórn Þekkingarnets Þingeyinga til tveggja ára.

17.Fundarboð - Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs 2022

Málsnúmer 202205042Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð ársfundar lífeyrissjóðsins Stapa árið 2022. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 1. júní nk. í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri kl 14:00.
Byggðarráð tilnefnir Berg Elías Ágústsson sem fulltrúa sveitarfélagsins á fundinum og Bergþór Bjarnason til vara.

18.Bréf til sveitarfélaga vegna móttöku barna á flótta frá Úkraníu

Málsnúmer 202205039Vakta málsnúmer

Til kynningar er bréf mennta- og barnamálaráðherra til sveitarfélaga um stuðning vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu.
Lagt fram til kynningar.

19.Brottfall úr framhaldsskólum

Málsnúmer 202205055Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði er lagt fram til kynningar bréf frá Velferðarvaktinni.

Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 27. apríl 2022 var
lagt fram meðfylgjandi bréf Velferðarvaktarinnar, dags. 7. apríl 2022, þar sem
fram kemur að Velferðarvaktin hafi fjallað um rannsóknarskýrsluna
Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum
og tekið undir tillögur sem fram koma í skýrslunni.
Lagt fram til kynningar og vísað til kynningar í fjölskylduráði.

20.Endurskipulagning sýslumannsembætta

Málsnúmer 202205058Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi til kynningar í byggðarráði frá dómsmálaráðherra um þá vinnu sem hafin er vegna endurskipulagningar á sýslumannsembættum.
Lagt fram til kynningar. Byggðarráð óskar eftir því við sýslumanninn á Norðurlandi eystra að hann komi á næsta fund byggðarráðs til umræðu um málið.

21.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202201056Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 909. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. apríl 2022.
Lagt fram til kynningar.

22.Hverfisráð Raufarhafnar 2021 - 2023

Málsnúmer 202111163Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar frá 20. apríl 2022.
Lagt fram til kynningar.

Málum nr. 1 til 3 vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Mál nr. 4. vísað er til máls nr. 1 á dagskrá byggðarráðs þar sem ákveðið var að boða hverfisráð til næsta fundar ásamt hverfisráði Öxarfjarðar og Kelduhverfis.

23.Fundargerðir SSNE 2022

Málsnúmer 202201054Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 37. fundar stjórnar SSNE frá 27.04.2022.
Lagt fram til kynningar.

24.Atvinnuveganefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022

Málsnúmer 202202055Vakta málsnúmer

Atvinnuveganefnd Alþingis, til umsagnar frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfivæn orkuöflun), 582. mál.
Lagt fram til kynningar.

25.Fundargerðir Markaðsstofu Norðurlands 2022

Málsnúmer 202204049Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð Markaðsstofu Norðurlands 4. maí 2022.
Lagt fram til kynningar.

26.Velferðanefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022

Málsnúmer 202202025Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja til kynningar og umsagnar tvö mál.

Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu í þágu barna, snemmtækur stuðningur), 530. mál.

Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um atvinnuréttindi útlendinga (einstaklingar sem flytjast til innan viðskiptafyrirtækis), 482. mál.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:20.