Erindi frá Hraðið nýsköpunarmiðstöð
Málsnúmer 202112041
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 382. fundur - 16.12.2021
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar erindi frá Hraðinu nýsköpunarmiðstöð sem sent var á fjárlaganefnd Alþingis og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Byggðarráð Norðurþings - 391. fundur - 17.03.2022
Fyrir byggðarráði liggur erindi ásamt minnisblaði frá Hraðinu- nýsköpunarmiðstöð.
Í minnisblaðinu eru raktar ýmsar hugmyndir um samstarf og aðkomu sveitarfélagsins Norðurþings að þeirri uppbyggingu og starfsemi sem er í gangi á Hafnarstéttinni á Húsavík.
Á fund byggðarráðs mæta fulltrúar frá Hraðinu- nýsköpunarmiðastöð.
Í minnisblaðinu eru raktar ýmsar hugmyndir um samstarf og aðkomu sveitarfélagsins Norðurþings að þeirri uppbyggingu og starfsemi sem er í gangi á Hafnarstéttinni á Húsavík.
Á fund byggðarráðs mæta fulltrúar frá Hraðinu- nýsköpunarmiðastöð.
Byggðarráð þakkar forsvarsfólki frá Hraðinu- nýsköpunarmiðsöð fyrir komuna á fundinn og góðar umræður.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að safna saman samningum um sambærilega starfsemi á öðrum stöðum og hver aðkoma sveitarfélaga er að starfsemi sem þessari. Byggðarrráð mun heimsækja Hraðið- nýsköpunarmiðstöð í næstu viku og að aflokinni þeirri heimsókn taka málið upp aftur.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og fjölskylduráðs til kynningar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að safna saman samningum um sambærilega starfsemi á öðrum stöðum og hver aðkoma sveitarfélaga er að starfsemi sem þessari. Byggðarrráð mun heimsækja Hraðið- nýsköpunarmiðstöð í næstu viku og að aflokinni þeirri heimsókn taka málið upp aftur.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og fjölskylduráðs til kynningar.
Fjölskylduráð - 114. fundur - 21.03.2022
Á 391. fundi byggðarráðs var erindi frá Hraðinu vísað til kynningar í fjölskylduráði.
Lagt fram til kynningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 122. fundur - 22.03.2022
Á 391. fundi byggðarráðs var erindi frá Hraðinu vísað til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Lagt fram til kynningar
Byggðarráð Norðurþings - 392. fundur - 24.03.2022
Á síðasta fundi byggðarráðs var ákveðið að heimsækja Hraðið- nýsköpunarmiðatöð og skoða aðstöðu þeirra á Hafnarstéttinni á Húsavík. Einnig liggja fyrir byggðarráði frekar upplýsingar og gögn um starfssemina á Hafnarstéttinni.
Byggðarráð þakkar forsvarsfólki Hraðsins- nýsköpunarmiðstöðvar fyrir móttökurnar, góða og gagnlega kynningu á starfseminni á Hafnarstéttinni.
Sveitarstjóra er falið að taka saman frekari tillögur sem lagðar verða fyrir næsta fund byggðaráðs.
Sveitarstjóra er falið að taka saman frekari tillögur sem lagðar verða fyrir næsta fund byggðaráðs.
Byggðarráð Norðurþings - 394. fundur - 13.04.2022
Fyrir byggðarráði liggja frekari upplýsingar og gögn um starfssemina á Hafnarstéttinni. Sveitarstjóra var falið á 392. fundi byggðarráðs þann 24. mars sl. að leggja fram frekari tillögur að aðkomu Norðurþings að verkefninu.
Meirihluti byggðarráðs felur sveitarstjóra að vinna drög að samkomulagi um stuðning við Hraðið og leggja fyrir ráðið að nýju.
Bergur Elías óskar bókað:
Undirritaður leggur til að ný sveitarstjórn taki málið til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og 3 ára áætlun.
Bergur Elías óskar bókað:
Undirritaður leggur til að ný sveitarstjórn taki málið til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og 3 ára áætlun.
Byggðarráð Norðurþings - 395. fundur - 21.04.2022
Á síðasta fundi byggðarráðs fól meirihluti ráðsins sveitarstjóra að vinna drög að samkomulagi um stuðning við Hraðið og leggja fyrir ráðið að nýju á næsta fundi.
Uppfærð drög að samkomulagi liggja fyrir byggðarráði.
Uppfærð drög að samkomulagi liggja fyrir byggðarráði.
Sveitarstjóri kynnti drög að samkomulagi um stuðning við Hraðið nýsköpunarmiðstöð. Byggðarráð tekur jákvætt í drög að samkomulagi og felur sveitarstjóra að leggja fyrir ráðið að nýju endanlegt samkomulag til samþykktar.
Bergur Elías óskar bókað:
Hér er um töluverða fjármuni að ræða og því leggur undirritaður til að ný sveitarstjórn taki málið til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og 3 ára áætlun.
Bergur Elías óskar bókað:
Hér er um töluverða fjármuni að ræða og því leggur undirritaður til að ný sveitarstjórn taki málið til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og 3 ára áætlun.
Byggðarráð Norðurþings - 396. fundur - 12.05.2022
Á síðasta fundi kynnti sveitarstjóri drög að samkomulagi um stuðning við Hraðið nýsköpunarmiðstöð. Byggðarráð tekur jákvætt í drög að samkomulagi og felur sveitarstjóra að leggja fyrir ráðið að nýju endanlegt samkomulag til samþykktar.
Fyrir byggðarráði liggur endanlegt samkomulag við Hraðið nýsköpunarmiðstöð.
Fyrir byggðarráði liggur endanlegt samkomulag við Hraðið nýsköpunarmiðstöð.
Meirihluti byggðarráðs samþykkir samkomulagið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum við Hraðið nýsköpunarmiðstöð. Bergur Elías greiðir atkvæði gegn samkomulaginu.
Samkomulagið felur í sér að Norðurþing greiðir 5.000.000,- kr árlegt rekstrarframlag til Fab lab Húsavík árin 2022, 2023 og 2024 að undangenginni kynningu og greinargerð til byggðarráðs sveitarfélagsins um starfsemi liðins árs.
Bergur Elías óskar bókað:
Mín fyrri bókun vegna málsins var sem hér segir
Hér er um töluverða fjármuni að ræða og því leggur undirritaður til að ný sveitarstjórn taki málið til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og 3 ára áætlun.
Nú liggur fyrir að fyrirliggjandi samkomulag getur orðið yfir 40 m.kr. Aftur legg ég til að þessu áhugaverða máli verið visað til fjárhagsáætlunargerðar og ný sveitarstjórn taki endanlega afstöðu til ráðstöfun fjármuna samfélagsins, án þess að til gerðar viðauka þurfi að koma.
Samkomulagið felur í sér að Norðurþing greiðir 5.000.000,- kr árlegt rekstrarframlag til Fab lab Húsavík árin 2022, 2023 og 2024 að undangenginni kynningu og greinargerð til byggðarráðs sveitarfélagsins um starfsemi liðins árs.
Bergur Elías óskar bókað:
Mín fyrri bókun vegna málsins var sem hér segir
Hér er um töluverða fjármuni að ræða og því leggur undirritaður til að ný sveitarstjórn taki málið til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og 3 ára áætlun.
Nú liggur fyrir að fyrirliggjandi samkomulag getur orðið yfir 40 m.kr. Aftur legg ég til að þessu áhugaverða máli verið visað til fjárhagsáætlunargerðar og ný sveitarstjórn taki endanlega afstöðu til ráðstöfun fjármuna samfélagsins, án þess að til gerðar viðauka þurfi að koma.
Byggðarráð áréttar fyrri bókun sína og sveitarstjórnar varðandi það að tryggja grunnrekstrarframlag til starfsemi Hraðsins nýsköpunarmiðstöðvar.