Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Kauptilboð í Vallholtsveg 10, Húsavík
Málsnúmer 202111161Vakta málsnúmer
Á 381. fundi byggðarráðs var bókað vegna tilboðs Skógálfa ehf. í fasteignina Vallholtsveg 10 að fjárhæð 20.200.000 kr.;
Byggðarráð samþykkir að boða forsvarsmenn Skógálfa ehf. á fund byggðarráðs eftir tvær vikur.
Á fund byggðarráðs kemur Ásmundur Skeggjason fyrir hönd tilboðsgjafa.
Byggðarráð samþykkir að boða forsvarsmenn Skógálfa ehf. á fund byggðarráðs eftir tvær vikur.
Á fund byggðarráðs kemur Ásmundur Skeggjason fyrir hönd tilboðsgjafa.
Byggðarráð þakkar Ásmundi fyrir komuna á fundinn og góða umræðu.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboði Skógálfa ehf. með atkvæðum Benónýs og Helenu.
Bergur Elías situr hjá.
Sveitarstjóra falið að semja við tilboðsgjafa um nánari útfærslu kaupsamnings.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboði Skógálfa ehf. með atkvæðum Benónýs og Helenu.
Bergur Elías situr hjá.
Sveitarstjóra falið að semja við tilboðsgjafa um nánari útfærslu kaupsamnings.
2.Tækifæri til uppbyggingar á SR-lóðinni á Raufarhöfn
Málsnúmer 202109099Vakta málsnúmer
Þann 26. nóvember sl. rann út frestur til að bjóða í alla eða afmarkaða eignarhluta sveitarfélagsins að Aðalbraut 20-22 á Raufarhöfn.
Alls bárust 5 tilboð, fjögur í einstaka eignarhluta og eitt í alla eignina.
Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur ásamt tilboðsgjöfum, hverjum fyrir sig, koma á fund byggðarráðs og fara yfir tilboð sín.
Alls bárust 5 tilboð, fjögur í einstaka eignarhluta og eitt í alla eignina.
Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur ásamt tilboðsgjöfum, hverjum fyrir sig, koma á fund byggðarráðs og fara yfir tilboð sín.
Fundinn sátu í fjarfundi;
Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur allan tímann.
Gunnar Skúlason, Vala Hauksdóttir og Jóhann M. Ólafsson komu inn á fundinn samtímis fyrir hönd Bjargar Capital.
Gunnar Gíslason kom inn á fundinn fyrir hönd GPG.
Byggðarráð þakkar gestunum fyrir komuna og góða umræðu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna samningsgrundvöll gagngvart Björgu Capital, sem gerir tilboð í allar eignirnar. Gert er ráð fyrir að fá niðurstöður í viðræðurnar eigi síðar en í janúarlok.
Öðrum tilboðsgjöfum er þakkaður áhuginn, þeim verður jafnframt kynnt niðurstaða viðræðnanna þegar hún liggur fyrir.
Byggðarráð hyggst boða hverfisráð Raufarhafnar á fund sinn í byrjun janúar og kynna málið fyrir þeim.
Samþykkt með atkvæðum Benónýs og Helenu.
Bergur Elías situr hjá og óskar bókað að tvö stærstu tilboðin séu áhugaverð og telur nauðsynlegt að fá skýrari línu og meiri festu í þau áður en ákvörðun er tekin.
Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur allan tímann.
Gunnar Skúlason, Vala Hauksdóttir og Jóhann M. Ólafsson komu inn á fundinn samtímis fyrir hönd Bjargar Capital.
Gunnar Gíslason kom inn á fundinn fyrir hönd GPG.
Byggðarráð þakkar gestunum fyrir komuna og góða umræðu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna samningsgrundvöll gagngvart Björgu Capital, sem gerir tilboð í allar eignirnar. Gert er ráð fyrir að fá niðurstöður í viðræðurnar eigi síðar en í janúarlok.
Öðrum tilboðsgjöfum er þakkaður áhuginn, þeim verður jafnframt kynnt niðurstaða viðræðnanna þegar hún liggur fyrir.
Byggðarráð hyggst boða hverfisráð Raufarhafnar á fund sinn í byrjun janúar og kynna málið fyrir þeim.
Samþykkt með atkvæðum Benónýs og Helenu.
Bergur Elías situr hjá og óskar bókað að tvö stærstu tilboðin séu áhugaverð og telur nauðsynlegt að fá skýrari línu og meiri festu í þau áður en ákvörðun er tekin.
3.Erindi frá hverfisráði Raufarhafnar vegna Aðalbrautar 20-22 á Raufarhöfn
Málsnúmer 202112001Vakta málsnúmer
Borist hefur tillaga frá hverfisráði Raufarhafnar vegna lýsistanka á lóðinni Aðalbraut 20-22 á Raufarhöfn þess efnis, að byggðaráð Norðurþings geri bindandi samkomulag við hverfisráð Raufarhafnar þar sem fram kemur að Lýsistankarnir tveir á svokallaðri SR lóð á Raufarhöfn verði ekki seldir nema að undangengnu samþykki hverfisráðs Raufarhafnar eða samþykki íbúa sem færi fram með atkvæðagreiðslu hjá íbúum með lögheimili í póstnúmeri 675 og 676.
Byggðarráð þakkar hverfisráði Raufarhafnar fyrir erindið og hyggst boða ráðið til fundar í byrjun janúar, samanber bókun við mál númer tvö.
4.Formleg umsókn Carbon Iceland um land á Bakka
Málsnúmer 202112016Vakta málsnúmer
Á 118. fundi sveitarstjórnar var tekið fyrir erindi frá Carbon Iceland ehf. varðandi úthlutun lóðar til félagsins til uppbyggingar á kolefnisföngun á iðnaðarsvæði við Bakka í samræmi við viljayfirlýsingu sem undirrituð var af hálfu sveitarfélagsins þann 29. október 2020. Carbon Iceland ehf. sækir um tilvitnað landsvæði á Bakka og óskar eftir að viðræður við sveitarfélagið geti farið af stað hið fyrsta.
Á fundinum var bókað;
Bergur leggur til að erindinu verði vísað til byggðarráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs til frekari úrvinnslu.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Á fundinum var bókað;
Bergur leggur til að erindinu verði vísað til byggðarráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs til frekari úrvinnslu.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka upp viðræður við Carbon Iceland og afla upplýsinga um áform og þarfir fyrirtækisins, meðal annars á grundvelli afgreiðslu á 115. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs;
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari upplýsingar um landþörf vegna starfseminnar og teikna upp hugmyndir að afmörkun landsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari upplýsingar um landþörf vegna starfseminnar og teikna upp hugmyndir að afmörkun landsins.
5.Erindi frá Hraðið nýsköpunarmiðstöð
Málsnúmer 202112041Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar erindi frá Hraðinu nýsköpunarmiðstöð sem sent var á fjárlaganefnd Alþingis og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð áréttar fyrri bókun sína og sveitarstjórnar varðandi það að tryggja grunnrekstrarframlag til starfsemi Hraðsins nýsköpunarmiðstöðvar.
Byggðarráð áréttar fyrri bókun sína og sveitarstjórnar varðandi það að tryggja grunnrekstrarframlag til starfsemi Hraðsins nýsköpunarmiðstöðvar.
6.Ósk um undirritun trúnaðaryfirlýsingar vegna fjárfestingar á Bakka
Málsnúmer 202111059Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur undirrituð trúnaðaryfirlýsing með áorðnum breytingum, vegna mögulegra fjárfestinga á Bakka.
Lagt fram til kynningar.
7.Kauptilboð í Hafnarstétt 17 - Verbúðir
Málsnúmer 202012096Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur kauptilboð frá óstofnuðu hlutafélagi í fasteignina Hafnarstétt 17 að fjárhæð 25.000.000 kr.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboði í Hafnarstétt 17 með atkvæðum Benónýs og Helenu.
Bergur Elías hafnar tilboðinu.
Benóný Valur óskar bókað;
Ég undirritaður samþykki þetta tilboð í Verbúðina þar sem ég tel það rétta leið til að koma eigninni í nýtingu og fá umsvif á þetta svæði í hjarta bæjarins.
Benóný Valur
Bergur Elías óskar bókað;
Eins og fram kemur í tilboðinu falla kvaðir á sveitarfélagið og má þá áætla að raunsöluverð eignarinnar að frádregnum kostnaði sveitarfélagsins séu rúmar 15 milljónir. Tel rétt að sveitarfélagið geri gagntilboð að upphæð 35 milljónir kr. án allra kvaða og kostnaðar fyrir sveitarfélagið.
Bergur Elías hafnar tilboðinu.
Benóný Valur óskar bókað;
Ég undirritaður samþykki þetta tilboð í Verbúðina þar sem ég tel það rétta leið til að koma eigninni í nýtingu og fá umsvif á þetta svæði í hjarta bæjarins.
Benóný Valur
Bergur Elías óskar bókað;
Eins og fram kemur í tilboðinu falla kvaðir á sveitarfélagið og má þá áætla að raunsöluverð eignarinnar að frádregnum kostnaði sveitarfélagsins séu rúmar 15 milljónir. Tel rétt að sveitarfélagið geri gagntilboð að upphæð 35 milljónir kr. án allra kvaða og kostnaðar fyrir sveitarfélagið.
8.Ráðning fjármálastjóra Norðurþings
Málsnúmer 202111093Vakta málsnúmer
Sveitarstjóri upplýsir byggðarráð um stöðu umsókna og ráðningarferlis.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við hæfasta umsækjandann samkvæmt mati ráðningarstofu.
9.Stafræn húsnæðisáætlun Norðurþings 2022
Málsnúmer 202112070Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur að samþykkja stafræna húsnæðisáætlun Norðurþings fyrir árið 2022.
Byggðarráð samþykkir framlagða húsnæðisáætlun fyrir árið 2022.
10.Dómsuppsaga í Ássandsmáli
Málsnúmer 201912013Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli íslenska ríkisins gegn eigendum lands innan sandgræðslugirðingar á Ássandi.
Með dómi 3. desember 2019 var aðalsök vísað frá dómi en málið dæmt efnislega í gagnsök. Gagnsakarþáttur málsins var staðfestur með dómi Landsréttar 18. desember 2020 í máli nr. 883/2019. Frávísunarþáttur dómsins var felldur úr gildi með úrskurði Landsréttar 4. febrúar 2020 í máli nr. 15/2020. Var málið endurflutt um aðalsök og dómtekið að nýju 24. febrúar 2021. Dómara þeim sem fór með málið auðnaðist ekki að leggja dóm á það vegna veikinda. Nýr dómari tók við málinu 10. júní sl. Fór aðalmeðferð fram að nýju og var málið dómtekið 8. nóvember 2021.
Með dómi 3. desember 2019 var aðalsök vísað frá dómi en málið dæmt efnislega í gagnsök. Gagnsakarþáttur málsins var staðfestur með dómi Landsréttar 18. desember 2020 í máli nr. 883/2019. Frávísunarþáttur dómsins var felldur úr gildi með úrskurði Landsréttar 4. febrúar 2020 í máli nr. 15/2020. Var málið endurflutt um aðalsök og dómtekið að nýju 24. febrúar 2021. Dómara þeim sem fór með málið auðnaðist ekki að leggja dóm á það vegna veikinda. Nýr dómari tók við málinu 10. júní sl. Fór aðalmeðferð fram að nýju og var málið dómtekið 8. nóvember 2021.
Byggðarráð felur sveitarstjóra, að fara yfir mögulegt framhald málsins í samráði við aðra landeigendur.
11.Innheimta farþegagjalda
Málsnúmer 201609019Vakta málsnúmer
Þann 8. nóvember sl. lá fyrir niðurstaða Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli Hafnasjóðs Norðurþings gegn Gentle Giants-Hvalaferðum ehf.
Dómnum hefur nú verið áfrýjað af stefnda, Gentle Giants-Hvalaferðum ehf.
Dómnum hefur nú verið áfrýjað af stefnda, Gentle Giants-Hvalaferðum ehf.
Lagt fram til kynningar.
12.Fundargerðir HNE 2021
Málsnúmer 202101148Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 222. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 24. nóvember sl.
Byggðarráð vísar lið 3 undir "önnur mál" til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
13.Fundargerðir 2021 - Samband íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 202102005Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 904. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 10. desember sl.
Lagt fram til kynningar.
14.Umræða um stöðu atvinnumála
Málsnúmer 202111111Vakta málsnúmer
Bergur Elías óskar eftir umræðu um stöðu atvinnumála.
Bergur Elías Ágústsson leggur fram eftirfarandi tillögu;
Undirritaður gerir það að tillögu sinna að teknar verði saman grunnupplýsingar yfir þá aðila sem lýst hafa yfir áhuga á atvinnuuppbyggingu í Norðurþingi og leggi þau gögn fyrir byggðarráð Norðurþings sem fer með atvinnumál, á næsta fundi ráðsins.
Greinargerð
Nú er sveitarfélagið Norðurþing aðili, með ýmsum hætti, er varðar atvinnuuppbygginu í sveitarfélaginu. Það er gleðilegt ef fjárfestar, fyrirtæki og stofnanir sjái hér möguleika til vaxtar og eflingar innan Norðurþings með nýtingu mannauðs og annarra auðlinda svæðisins. Til að uppbygging skili sér í formi aukinna lífsgæða fyrir íbúa er mikilvægt að vanda til verka að hálfu sveitarfélagsins. Gagnaöflun um viðkomandi aðila og markmið þeirra skiptir lykil máli sem og þær skyldur sem á sveitarfélagið falla verði af framkvæmdum. Gagnaöflun, öguð vinnubrögð og upplýsingaflæði til kjörinna fulltrúa sem og íbúa er augljóslega hægt að gera betur. Vissulega er það þannig að það sem leynt þarf að fara vegna viðskiptahagsmuna skal virða. Engu að síður, ber sveitarfélaginu sem opinberum aðila halda gögnum til haga sem að gangi geta komið við ákvörðunartöku þegar þar að kemur. Í ljósi framangreinds er þess óskað að eftirfarandi upplýsingar verði lagðar fyrir byggðarráð og fyrir hinn almenna íbúa sé samstarfsaðili þess samþykkur og leynt þarf ekki að fara.
Upplýsingarnar sem óskað er eftir eru sem hér segir; -
· Nafn fyrirtækis
· Hverjir eru raunverulegir eigendur
· Í hverju felst fjárfestingin - /framleiðsla/þjónusta/annað
· Félagið og efnahagur þess - burðir/styrkleiki félagsins sem unnið er með
· Áætluð heildar fjárfesting
· Innviðaþörf - lóðarstærð, staðsetning, vegir, fráveita, vatnsveita, hitaveita, hafnaraðstaða, annað
· Raforkuþörf (MW)
· Flutningsmagn inn á framkvæmdatíma - Hafnir Norðurþings
· Flutningsmagn framleiðslu, inn og út - Hafnir Norðurþings
· Mannaflsþörf á uppbyggingartíma og tímalengd framkvæmda
· Mannaflsþörf starfsemi og tegund vinnuafls
· Annað sem máli skiptir
Það er einlæg ósk undirritaðs að framangreindar upplýsingar reynist kjörnum fulltrúum gagnlegar og styrki ákvörðunartöku sem og samheldni sveitarstjórnar og íbúa Norðurþings í þeim ákvörðunum sem staðið er frammi fyrir.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
Undirritaður gerir það að tillögu sinna að teknar verði saman grunnupplýsingar yfir þá aðila sem lýst hafa yfir áhuga á atvinnuuppbyggingu í Norðurþingi og leggi þau gögn fyrir byggðarráð Norðurþings sem fer með atvinnumál, á næsta fundi ráðsins.
Greinargerð
Nú er sveitarfélagið Norðurþing aðili, með ýmsum hætti, er varðar atvinnuuppbygginu í sveitarfélaginu. Það er gleðilegt ef fjárfestar, fyrirtæki og stofnanir sjái hér möguleika til vaxtar og eflingar innan Norðurþings með nýtingu mannauðs og annarra auðlinda svæðisins. Til að uppbygging skili sér í formi aukinna lífsgæða fyrir íbúa er mikilvægt að vanda til verka að hálfu sveitarfélagsins. Gagnaöflun um viðkomandi aðila og markmið þeirra skiptir lykil máli sem og þær skyldur sem á sveitarfélagið falla verði af framkvæmdum. Gagnaöflun, öguð vinnubrögð og upplýsingaflæði til kjörinna fulltrúa sem og íbúa er augljóslega hægt að gera betur. Vissulega er það þannig að það sem leynt þarf að fara vegna viðskiptahagsmuna skal virða. Engu að síður, ber sveitarfélaginu sem opinberum aðila halda gögnum til haga sem að gangi geta komið við ákvörðunartöku þegar þar að kemur. Í ljósi framangreinds er þess óskað að eftirfarandi upplýsingar verði lagðar fyrir byggðarráð og fyrir hinn almenna íbúa sé samstarfsaðili þess samþykkur og leynt þarf ekki að fara.
Upplýsingarnar sem óskað er eftir eru sem hér segir; -
· Nafn fyrirtækis
· Hverjir eru raunverulegir eigendur
· Í hverju felst fjárfestingin - /framleiðsla/þjónusta/annað
· Félagið og efnahagur þess - burðir/styrkleiki félagsins sem unnið er með
· Áætluð heildar fjárfesting
· Innviðaþörf - lóðarstærð, staðsetning, vegir, fráveita, vatnsveita, hitaveita, hafnaraðstaða, annað
· Raforkuþörf (MW)
· Flutningsmagn inn á framkvæmdatíma - Hafnir Norðurþings
· Flutningsmagn framleiðslu, inn og út - Hafnir Norðurþings
· Mannaflsþörf á uppbyggingartíma og tímalengd framkvæmda
· Mannaflsþörf starfsemi og tegund vinnuafls
· Annað sem máli skiptir
Það er einlæg ósk undirritaðs að framangreindar upplýsingar reynist kjörnum fulltrúum gagnlegar og styrki ákvörðunartöku sem og samheldni sveitarstjórnar og íbúa Norðurþings í þeim ákvörðunum sem staðið er frammi fyrir.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
Fundi slitið - kl. 12:15.
Ásmundur Skeggjason sat fundinn undir lið 1.
Undir lið 2 sat Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur allan tímann.
Gunnar Skúlason, Vala Hauksdóttir og Jóhann M. Ólafsson komu inn á fundinn samtímis fyrir hönd Bjargar Capital.
Gunnar Gíslason kom inn á fundinn fyrir hönd GPG.